Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 31
Jón Karl Helgason Líf að þessu loknu i Þetta virtist óvenju djúpur svefn þó að tíminn væri ekki langur. Ég hafði lagt höfuðið aftur á sætið þannig að það teygðist á barkanum og man eftir að hafa hugsað undir lok draumsins eða á fyrstu andartökum vökunnar hversu vel hálsinn lægi við höggi. Unga, skolhærða konan sem sat við hlið mér virtist rólegri, hún kvaðst hafa þjáðst af flughræðslu um árabil og átti bágt með að leyna líðan sinni skömmu eftir flugtak þegar vélin hossaðist upp og niður. Eitt sinn blikkuðu ljósin í farþega- rýminu og hljóðið í hreyflunum þagnaði en þegar við höfðum náð fullri hæð tók ég fram ensku þýðinguna á Hringjum Satúrnusar eftir W.G. Sebald og endurlas fyrsta kaflann. Sebald getur þess að Thomas Browne hafi verið grafinn í St. Peter Mancroft-kirkjugarðinum í Nor- wich 1682 og hvílt þar til 1840 þegar tekin var önnur gröf í sama reit. Við það skemmdist kistan, og höfuðkúpa og hárlokkur Brownes komust í hendur dr. Lubbocks sem síðar arfleiddi minjasafn Norfolk & Nor- wich-sjúkrahússins að þessum leifum.1 Ég virti fyrir mér ljósmyndina af höfuðkúpunni sem fylgir þessari frásögn og fletti áfram að opnunni með málverki Rembrandts af krufningu Aris Kindt. Sebald fullyrðir að Kindt sé hálsbrotinn og líklega hefur frásögn hans blundað í huganum á meðan ég svaf því í draumnum brá höfði Jóns biskups Arasonar fyrir. Það kom við sögu í brúnu umslagi sem ég var nýbúinn að skoða á Þjóð- skjalasafninu í Reykjavík eftir ábendingu Jóns Torfasonar safnvarðar. Hann hafði lesið bók mína um bein Jónasar Hallgrímssonar og taldi víst að ég vildi feta lengra inn í ríki skugganna. Nafni okkar Arason var tekinn af lífi í Skálholti árið 1550 og markaði aftakan endalok kaþólsks siðar á íslandi. Samkvæmt sögusögnum fylgdi lúterskur prestur biskupi að höggstokknum og huggaði með því að líf væri að þessu loknu. Á með- an ég tíndi afrit af bréfum, skeytum og minnismiðum upp úr brúna umslaginu á efstu hæð gömlu mjólkurstöðvarinnar, þar sem safnið er til húsa, rifjaðist upp fyrir mér að hafa mörgum árum fyrr átt tal við bandarískan sérfræðing í dýrlingadýrkun og kirkjusögu í húsakynnum TMM 2005 • 3 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.