Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 121
Bókmenntir Bókin er, eins og fyrr segir, magistersritgerð Kristjáns Jóhanns í íslenskum bókmenntum,9 en birtist hér sem bindi í Studia islandica, ritröðinni sem fyrir lengri rit má telja sams konar flaggskip íslenskra bókmenntarannsókna eins og Skírnir er fyrir þær styttri.10 Sé ég ekki betur en rannsóknin eigi þar vel heima, enda er hún til þess fallin að hafa veruleg áhrif, bæði á mat manna á ferli og list Gríms Thomsen og á rannsóknir á íslensku rómantíkinni. Tilvísanir 1 „Verður ekki brugðið um að setja ljós sitt undir mæliker,“ segir Kierkegaard háðskur í dagbókarfærslunni um ónógar tilvitnanir Gríms. 2 Niðurstöðum rannsóknarinnar er svo hógværlega fyrir komið að þær eru aðeins tveggja síðna undirkafli í frásögninni af bókinni um Byron (bls. 239-240; það þarf líka að lesa bls. 238 sem hluta af niðurstöðunum). 3 Hann varði reyndar ekki bókina í heild, heldur sex „tesur“: einfaldar alhæfingar sem hann slær fram (á grískuskotinni latínu; vörnin hefur öll farið fram á latínu), en vísar til rökstuðnings í bókinni. Kristján leggur ekki út af þessum tesum Gríms. Líklega er rétt metið að þær spegli ekki áherslur hans í rannsókninni sjálfri, heldur hvað hann hafi talið hentugt til þeirrar mælskuæfingar sem vörnin var. 4 Af mönnum sem „ef til vill hafa ... lesið yfir handrit" (bls. 138). 5 Jón Þorkelsson 1898, eða „þeir feðgar" eins og Kristján segir, af því að hann vitnar í endurprentun æviþáttarins sem Guðbrandur Jónsson hafði komið að. En þar er skýrt aðgreint hvað hvor þeirra skrifar, auk þess sem Kristján er líka með eldri útgáfuna í heimildaskrá. 6 Ef útgáfutíminn hefði skipt máli fyrir rannsókn Kristjáns, hefði hann hæglega fundið lausn þessarar gátu. Ritgerð Gríms hefur komið út í forprenti (nokkrum eintökum, einkum til afnota fyrir heimspekideild eins og nauðsynlegt var fyrir daga fjölritunar) ekki síðar en sumarið 1844. Þess vegna hefst meginmálið á bls. 1; prentvillur eru leiðréttar á sérstakri síðu framan við meginmálið; og arkir eru auðkenndar með fyrirhuguðum titli bókarinnar: (Byrons Levnet og Poesi), ekki þeim endanlega. í opinberri útgáfu er bætt við yfirlýsingu heimspekideildar 22. apríl 1845 um að ritgerðin sé metin hæf til varnar og tilkynningu um að vörnin fari fram 29. apríl; þeir dagar afmarka útkomutímann. Þegar Jón Þorkelsson heldur síðar að bókin hafi komið út 1854, þá hlýtur það að vera misskilningur; á því ári var lærdómstitlinum fyrir slíkar ritgerðir breytt úr magister í doktor, og síðar hefur einhver talið víst að doktorsritgerð Gríms hafi komið út árið sem hann fékk doktorsnafnbótina. Aftast í bókinni er stutt heimildaskrá, og það er í henni sem Kristjáni virðist getið um rit útgefin svo seint sem 1855. En þau komu raunar út 1833 og ekkert rit í skránni síðar en 1835.1 letrinu, sem þarna er notað, eru hins vegar sumir tölustafirnir heldur torkennilegir, a.m.k. ef lesið er í ljósriti. (Mér missýndist um þetta, ekki síður en Kristjáni, þangað til ég fór annað til að fletta upp útgáfuári þessara bóka.) 7 Þetta miðar Kristján einungis við bækur og bókarhluta, og nefnir því ekki ritgerð Jóns Yngva Jóhannssonar um Grím í Andvara 1998. Hann vitnar í hana síðar TMM 2005 • 3 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.