Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 81
Menningarvettvangurinn Gangandi vegfaranda (Mál og menning, 2005). Allar stuttar lýsingar á þeirri bók eru dæmdar til að vera rangar því hvert ljóð kallar á sína skilgreiningu, að minnsta kosti við fyrstu yfirferðir. Þó má segja með nokkrum sanni að þetta sé tvíræð bók að tóni, meinlega fyndin jafnvel, eins og „Slætsmyndakvöld" er dæmi um (42): Það tók sig upp gamall píkuskrækur á slætsmynda- kvöldinu. Ég var soldið miður mín fyrst en fann að stemningin var virkilega góð og skrækurinn vel við hæfi. Það hafði enginn orðið var við ryðið í áferðinni enda allir með hugann við stuðið sem myndirnar leiddu ótvírætt í ljós. „Þú ætlar bara ekkert að eldast“ sagði Gaui þegar hann kvaddi. Alltaf sami grallarinn hann Gaui. Martröð Svía vegna morðsins á Olof Palme er orðin æði löng, 28. febrúar 2006 hefur hún staðið í tuttugu ár. Á hana er minnt nú vegna þess að nýlega kom út bók eftir sænska lækninn og vísindamanninn Jan Bondeson þar sem þessi raunasaga er rakin í ótrúlegustu útúrdúrum og smæstu smáatriðum þannig að málið birtist í nýju, flenniskæru ljósi. Bókin er á ensku, heitir Blood in the Snow. The Killing of Olof Palme og er gefin út af Cornell University Press. Sam- kvæmt ítarlegri umsögn í bókablaði Weekendavisens verður átakanlega ljóst í bókinni hve ótalmörg mistök voru gerð við rannsókn málsins. Bondeson fer nákvæmlega ofan í allar skýrslur um rannsóknina og rekur hinar fjölmörgu kenningar um ástæður morðsins. Sjálfur hefur hann sína eigin kenningu um hvers vegna Palme var myrtur og undirbyggir hana vandlega; hann nefnir ekki morðingjann með nafni en rökfærsla hans er sterk. Leikhúsin Þegar þetta er skrifað er leikhúslífið ekki hafið í landinu en ýmislegt hefur kvisast um vetrarstarfið framundan. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri lýsti í merku viðtali við Morgunblaðið 12. ágúst sl. stefnu sinni sem um margt er nýstárleg. Til dæmis ætlar hún að draga úr vægi leikskráa en gefa í staðinn út tímarit fjórum sinnum á ári sem gæti vel orðið vettvangur fyrir leikhúsum- ræðu ef það verður ekki bundið of fast við Þjóðleikhúsið. Enn meiri tíðindum sætir nýtt sýningafyrirkomulag á stóra sviðinu þar sem sýningatímabil verða afmörkuð og ákveðin fyrirfram, sýningar þéttar í ákveðinn tíma og síðan hætt, annað hvort í bili eða alveg eftir aðsókn og áhuga. Það gefur auga leið að sá siður að sýna verk kannski einu sinni í viku í langan tíma býður upp á að ástríðan detti niður hjá þátttakendum. Þéttar sýningar ættu að þýða betri sýningar og þetta venur fólk á að drífa sig á það sem það vill sjá en draga það ekki endalaust. Meðal spennandi sýninga framundan í Þjóðleikhúsinu er leikrit Olafs TMM 2005 • 3 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.