Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 70
Davíð A. Stefánsson
úr landi. Fljótlega eftir að ég flutti inn kom í ljós að húsið hafði lengi
haft það göfuga hlutverk að vera dópgreni, því reglulega var bankað
uppá til að spyrja eftir mönnum sem báru furðuleg, hættuleg og reyfara-
kennd nöfn. Rússneskunemanum - ungri snót - hafði tekist að fá leigt
afdankað og hornrangt einbýlishúsið fyrir afar lítinn pening og hún sá
svo um að framleigja stök herbergi til þeirra sem slíkt þurftu. Ég rakst á
auglýsingu frá henni í Háskólanum, eitthvað á þá leið að „leitað væri að
leigjanda, reglusemi ekki vel séð“. Og þarna bjuggum við fjögur í ágætri
sátt og samlyndi, ég í mínu rúmgóða og hálofta svefnherbergi með ekta
rósettum í lofti, stórum gluggum og ævafornum panel á veggjum sem ég
málaði í djúpum appelsínugulum lit. Þetta var allt mjög skáldlegt, eins
og áður kom fram. í þessu herbergi varð ég að lesanda. f þessu herbergi
lá ég í appelsínugulri birtu af veggjunum veturlangt og þegar ég fékk
nóg af birtunni fór ég í langa göngutúra um miðbæ Reykjavíkur og las
bæinn, flandraði um port og sund (stræti og torg), hlustaði á rafmagn
og flettingar í skiltum, píp í öryggiskerfum, stöku rónaköll úr kjöllur-
um, fann Dag Sigurðarson undir gangstéttarhellum, safnaði efni í fyrstu
ljóðabókina. Þetta var í alvörunni allt mjög skáldlegt.
Það hefur semsagt verið þarna í appelsínugulri birtunni sem ég las
New York þríleikinn eftir Paul Auster. Ég man eftir að hafa hafið lestur
að kvöldi til, svo man ég ekki fyrr en ég er að klára þriðja og síðasta hluta
bókarinnar einhvern tímann langt undir morgun. Og þá greip mig þessi
gríðarlega tilfinning, eiginlega nákvæmlega sama tilfinning og greip
mig á tónleikum með Blonde Redhead í Austurbæ árið 2004, VÁ! (það
er erfitt að lýsa þessu með orðum), svona á að gera tónlist, svona á að
flytja tónlist, SVONA eiga bækur að vera, svona eiga þær að gera: flétta
mann inn og lokka mann þangað og leiða mann hingað og leysa svo allt
upp og hnýta óleysanlegan, óstjórnlegan rembihnút á allt heila klabbið
í lokin. Blonde Redhead hafði þau áhrif að mig langaði að stofna hljóm-
sveit. Eftir Paul Auster og þríleikinn langaði mig að skrifa bækur.
Þegar síðasta blaðsíðan kláraðist lagði ég bókina á bringuna. Ég lokaði
augunum dágóða stund, hló, hélt niðri í mér andanum, hló meira, hugs-
aði, hugsaði, hugsaði og byrjaði svo aftur á byrjuninni. Ég hef líkast til
sofnað um það leyti sem ég átti að mæta í vinnu morguninn eftir, sæll
lesandi með rofið meyjarhaft, stútfullur af flækjum og fléttum.
Og hvað er þá svona magnað við Paul Auster? Verð ég ekki að reyna
að svara þeirri spurningu, svo fyrirliggjandi orðasafn sé eitthvað meira
en nostalgískt og persónulegt endurlit? Ég skal reyna.
Dagana á eftir ofangreindri lestrarupplifun reyndi ég að lýsa töfrun-
um fyrir vinum og vandamönnum, einna helst með því að reyna að
68
TMM 2005 • 3