Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 120
Bókmenntir lesanda sínum. Af öllum þessum sökum veitir manni ekki af þéttri handleiðslu gegnum þessi rit, og hana veitir Kristján svikalaust. Við það efni bindur hann sig svo náið að það skiptir hann t.d. ekki máli, um ritgerðina sem Grímur varði 1845,3 hvort hún kom raunverulega út það ár, eða 1844 þegar byrjað er að vitna til hennar,4 eða 1854 eins og ævisöguritari Gríms heldur fram,5 eða enn síðar af því að þar „er vitnað til bóka sem virðast hafa komið út 1855“ (bls. 137).6 Með þessari nálgun, og hinni ríku áherslu á að útskýra hvern staðinn af öðrum hjá Grími, er öðrum möguleikum nokkuð skákað til hliðar. Þar sem fyrri rannsóknir á Grími gera lítið með þessar æskuritgerðir hans, þá verður umræða Kristjáns um stöðu rannsóknarinnar óhjákvæmilega snubbótt (bls. 13-14, 20-21). Enda bendir hann á að líflegar rannsóknir síðari ára á íslenskri rómantík hafi lítið beinst að Grími saman borið við Fjölnismenn og einkanlega Jónas.7 Svo er Kristján ósáttur við margt í túlkun manna á list Gríms, en rök- ræðum um það er erfitt að finna eðlilegan stað í verki sem er byggt svona þétt utan um ritgerðirnar þrjár. Hann skýtur inn athugasemdum þar sem tilefni gefst,8 en nær þó sýnilega ekki að segja hug sinn allan, sérstaklega ekki um túlkun Páls Valssonar á Grími í íslenskri bókmenntasögu III frá 1996. Þarna vekur Kristján meiri forvitni en hann svalar og liggur við að hann skuldi les- endum sínum skipulegri umfjöllun um ágreining sinn við Pál. Þessa annmarka sætti ég mig fúslega við þegar á móti kemur fróðleg og furðu-skemmtileg leiðsögn Kristjáns um ritgerðirnar þrjár, stórmerkilega texta sem ég myndi aldrei lesa mér til gagns af eigin rammleik. I leiðsögn hans fær hugmyndasaga rómantíkurinnar sérstaka áherslu, og er hún innleidd með yfirliti „um þýska hughyggju“ (bls. 22-44), þ.e. aðallega um Hegel og þær hugmyndir hans sem Grímur tekur upp. Það kemur svo í ljós að Grímur tekur nokkrar sveiflur í afstöðu sinni til Hegels, enda voru þau efni öll í deiglunni í danskri menningarumræðu, sérstaklega eftir að farið var að hlusta verulega á Kierkegaard (sjá bls. 130-134). Hugmyndasaga Kristjáns, bæði þessi atriði og mörg önnur sem bregður fyrir, er ekki aðeins stórmerkileg til að átta sig á Grími sjálfum og frá hvaða útgangspunkti hann þróast sem skáld, heldur á hann þetta baksvið sameiginlegt með öðrum Hafnar-íslend- ingum, og því held ég bókin verði mörgum kærkomin lesning í framhaldi af hinum fjörugu Jónasarrannsóknum síðustu 10-20 ára. Fyrir utan meginþráð hugmyndasögunnar veitir Kristján lesanda sínum kærkomna þjónustu, snýr á furðu aðgengilega íslensku öllu sem hann hefur beint eftir Grími (birtir dönskuna bara neðanmáls), og er ólatur að fletta upp hvers kyns upplýsingum sem Grímur vísar til eða gengur út frá. Hann gerir t.d. grein fyrir fjölda persóna sem Grímur hefur eitthvað um að segja, að nokkru jafnharðan og svo í sérstakri persónuskrá (bls. 253-265). Þá spillir það ekki að Kristján, sem er þaulreyndur höfundur margs konar texta, á einkar létt með að orða hugsun sína og nýtur sín við að skrifa. Það er líka stutt í gamansemina í texta hans, græskulausa og viðkunnanlega (það er mitt vandamál ef ég hef ekki smekk fyrir einstaka bröndurum, eins og fyrirsögninni „Donny Johnny" sem vísar til kvæðis Byrons um Don Juan). 118 TMM 2005 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.