Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 106
Bókmenntir
margar spurningar um sögu Evrópu og íslands á tuttugustu öld er hún kannski
umfram allt saga um samskipti fólks, tryggð, vináttu og svik.
Ramminn að sögunni byggir á raunverulegum atburðum eins og Sindri
gengst við í lok bókar og auðvitað er freistandi, ekki síst fyrir lesanda sem er
alinn upp á söguslóðum bókarinnar eins og undirritaður, að lesa hana með
símaskrá við höndina og máta gamla ísfirðinga við persónurnar. En þótt það
sé óneitanlega notalegt að ganga inn í Gamlabakaríið í skáldsögu í stað þess að
vera eilíflega staddur í Reykjavík, eða í ókunnri sveit, skiptir það engu máli hér,
vandamál persónanna eru almennari en svo.
Flóttinn er saga ungs Þjóðverja, Thomasar Lang, sem sendur er til íslands
rétt fyrir seinna stríð sem starfsmaður heildsölu í Reykjavík. Þegar Bretar her-
nema landið er hann staddur í útilegu á Þingvöllum. í stað þess að gefa sig fram
við hernámsliðið ákveður hann að leggjast út og bíða stríðsloka sem hann telur
að hljóti að vera á næsta leiti. Hann kemst við illan leik til fsafjarðar þar sem
hann leitar á náðir fólks sem hann þekkir lauslega. Þetta fólk hefur allt einhver
persónuleg tengsl við Þýskaland og Þjóðverja og fellst á að leyna Thomasi.
Með aðstoð þess tekst honum að dyljast fyrir Bretum í heilt ár, en þá er hann
handtekinn og færður til yfirheyrslna, fyrst í Reykjavík og seinna í Bretlandi.
Afleiðingarnar fyrir fólkið sem hjálpar honum verða skelfilegar, það er hand-
tekið og sent til Bretlands þar sem það má þola fangavist og yfirheyrslur.
Flóttinn fjallar um hernám íslands í heimsstyrjöldinni síðari frá óvenju-
legu sjónarhorni. Ein leið til að nálgast þessa sögu er einmitt að lesa hana sem
nýstárlega túlkun stríðsáranna á íslandi. Afstaða íslendinga til hinna stríðandi
þjóða áður en saga sigurvegaranna festi mælikvarða góðs og ills svo rækilega
í sessi sem raun ber vitni er flóknari og kannski umfram allt tilviljanakennd-
ari en hún er hjá okkur sem getum skoðað tímabilið í öruggri fjarlægð. Líkt
og aðalpersóna sögunnar, Thomas, eiga flestir þátttakendur í flótta hans það
sameiginlegt að taka ákvarðanir á grundvelli stundarhagsmuna eða persónu-
legrar samúðar frekar en eindreginnar hollustu við Þýskaland eða málstað þess
í stríðinu. Þótt yfirmenn breska hersins í Reykjavík trúi því að allir sem hafa
áhrif á þann agnarsmáa hluta heimsstríðsins sem þeir heyja á íslandi geri það
af samúð með öðrum hvorum stríðsaðilanum og séu þannig peð í risastóru
tafli birtist fólkið í öðru ljósi, það eru miklu jarðbundnari kenndir en holl-
usta við eða barátta gegn heimsveldi sem ráða úrslitum um það hversu lengi
Thomas kemst undan.
Flóttinn með stórum staf oggreini
Ferðalagið er eitthvert algengasta og notadrýgsta bókmenntaminni heimsbók-
menntanna. Flótti er vissulega ferðalag í einhverjum skifningi, og líkt og önnur
ferðalög þvingar það flóttamanninn til að skoða sjálfan sig; hvert er hann að
flýja og hvað rekur hann á flótta? Og í skáldsögu Sindra má vissulega lesa hlut-
skipti Thomasar, flótta hans, sem almenna táknsögu fyrir mannlega reynslu
og tilvist. Slík túlkun myndi falla eins og flís við rass að módernismanum og
104
TMM 2005 • 3