Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 106
Bókmenntir margar spurningar um sögu Evrópu og íslands á tuttugustu öld er hún kannski umfram allt saga um samskipti fólks, tryggð, vináttu og svik. Ramminn að sögunni byggir á raunverulegum atburðum eins og Sindri gengst við í lok bókar og auðvitað er freistandi, ekki síst fyrir lesanda sem er alinn upp á söguslóðum bókarinnar eins og undirritaður, að lesa hana með símaskrá við höndina og máta gamla ísfirðinga við persónurnar. En þótt það sé óneitanlega notalegt að ganga inn í Gamlabakaríið í skáldsögu í stað þess að vera eilíflega staddur í Reykjavík, eða í ókunnri sveit, skiptir það engu máli hér, vandamál persónanna eru almennari en svo. Flóttinn er saga ungs Þjóðverja, Thomasar Lang, sem sendur er til íslands rétt fyrir seinna stríð sem starfsmaður heildsölu í Reykjavík. Þegar Bretar her- nema landið er hann staddur í útilegu á Þingvöllum. í stað þess að gefa sig fram við hernámsliðið ákveður hann að leggjast út og bíða stríðsloka sem hann telur að hljóti að vera á næsta leiti. Hann kemst við illan leik til fsafjarðar þar sem hann leitar á náðir fólks sem hann þekkir lauslega. Þetta fólk hefur allt einhver persónuleg tengsl við Þýskaland og Þjóðverja og fellst á að leyna Thomasi. Með aðstoð þess tekst honum að dyljast fyrir Bretum í heilt ár, en þá er hann handtekinn og færður til yfirheyrslna, fyrst í Reykjavík og seinna í Bretlandi. Afleiðingarnar fyrir fólkið sem hjálpar honum verða skelfilegar, það er hand- tekið og sent til Bretlands þar sem það má þola fangavist og yfirheyrslur. Flóttinn fjallar um hernám íslands í heimsstyrjöldinni síðari frá óvenju- legu sjónarhorni. Ein leið til að nálgast þessa sögu er einmitt að lesa hana sem nýstárlega túlkun stríðsáranna á íslandi. Afstaða íslendinga til hinna stríðandi þjóða áður en saga sigurvegaranna festi mælikvarða góðs og ills svo rækilega í sessi sem raun ber vitni er flóknari og kannski umfram allt tilviljanakennd- ari en hún er hjá okkur sem getum skoðað tímabilið í öruggri fjarlægð. Líkt og aðalpersóna sögunnar, Thomas, eiga flestir þátttakendur í flótta hans það sameiginlegt að taka ákvarðanir á grundvelli stundarhagsmuna eða persónu- legrar samúðar frekar en eindreginnar hollustu við Þýskaland eða málstað þess í stríðinu. Þótt yfirmenn breska hersins í Reykjavík trúi því að allir sem hafa áhrif á þann agnarsmáa hluta heimsstríðsins sem þeir heyja á íslandi geri það af samúð með öðrum hvorum stríðsaðilanum og séu þannig peð í risastóru tafli birtist fólkið í öðru ljósi, það eru miklu jarðbundnari kenndir en holl- usta við eða barátta gegn heimsveldi sem ráða úrslitum um það hversu lengi Thomas kemst undan. Flóttinn með stórum staf oggreini Ferðalagið er eitthvert algengasta og notadrýgsta bókmenntaminni heimsbók- menntanna. Flótti er vissulega ferðalag í einhverjum skifningi, og líkt og önnur ferðalög þvingar það flóttamanninn til að skoða sjálfan sig; hvert er hann að flýja og hvað rekur hann á flótta? Og í skáldsögu Sindra má vissulega lesa hlut- skipti Thomasar, flótta hans, sem almenna táknsögu fyrir mannlega reynslu og tilvist. Slík túlkun myndi falla eins og flís við rass að módernismanum og 104 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.