Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 94
Bókmenntir á árbakkanum, konurnar notuðu hann til þvotta en við krakkarnir geymdum stundum í honum síli sem við veiddum í ánni. Við slepptum þeim fljótt aftur, vorum bara að skoða þau. Ég fór úr skónum og óð berfætt út í grunna ána. Vatn- ið var tært og kalt. Stór síli skutust milli steina. Mér tókst strax að fanga eitt og hljóp með það í lófunum og sleppti því í balann. Um leið uppgötvaði ég að vatn- ið var sjóðheitt, tilbúið fyrir þvott - silungurinn rak upp skerandi vein og flaut dauður með hvítan kviðinn upp úr vatninu. Hvað eru staðreyndir og skynsemi ef reynslan stangast á við hvorutveggja? Fiskar hafa enga rödd, segir þú, þeir gefa ekki frá sér hljóð. En ég man nístandi óp silungsins meðan ég lifi. Bókin hefst á röð bernskuljóða og aðdáendur Vilborgar eru ekki lengi að drífa sig til Vestdalseyrar í huganum. í hinu fyrsta, „Raunveruleika" renna veru- leikinn og óskin, nútíð og framtíð, saman á heillandi hátt í barnshuganum. Amma á Hvoli kemur út í daginn og signir sig í því næsta, við bíðum með konu í flæðarmáli eftir að heyra áraglammið og tökum á móti kúnni Sóley með barnaskaranum á Hjalla, ljósið frá fjósaluktinni hans pabba rekur burtu myrk- fælnina og vorið kemur. Síðast í syrpunni er „Te og brauð“ sem lýsir forvitni stálpaðra stelpna um líf ungrar nýgiftrar konu af svo myndrænni nákvæmni að svipuð atvik úr eigin æsku teiknast upp í huga manns. Tvö fín ljóð eru líka ort í orðastað annarra barna en Boggu, kannski barna sem Vilborg hefur kennt eins og við þekkjum úr Klukkunni í turninum. Máttugast er þó ljóðið hér að ofan um ópið sem barnið heyrði silunginn reka upp - en var kannski endurómur hjartaskerandi ópsins sem sál stúlkunnar hefur rekið upp um leið og hún áttaði sig á að hún var að drepa silunginn óviljandi. Vilborg bætir líka við aðra kunnuglega efnisþætti sína með lifandi mynd- um af lífskjörum kvenna og tærum, myndrænum náttúruljóðum eins og áðurnefndum „Kvöldhimni“. „Morgunsöngur útivinnandi húsmóður“ hefur undirtitilinn „(Gömul tugga)“, en þó að efnið sé vissulega gamalkunnugt (og þó sífellt nýtt) er formið frumlegt með markvissum stífðum endurtekningum sínum sem verða merkingarbærar á óvæntan hátt í lok ljóðsins. „Fregn“ er líka sterkt ljóð þótt fámælt sé; hver og einn getur sett sína frétt inn í eyðuna. Vilborg missti mann sinn, Þorgeir Þorgeirson rithöfund, haustið 2003 og birtir um hann innilegt og einstaklega persónulegt minningarljóð í bókinni undir heitinu „Hversdagslíf": Þessi sára þrá nístandi einsemd tómleikatilfinningin og hvernig fæ ég dagana til að líða? ég sem sakna þín með öllum líkamanum - og jafnvel tánum. 92 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.