Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 44
Jón Karl Helgason sínu. Nú er það áleitin spurning hvort páfinn standi ekki í þakkarskuld við biskup Jón fyrir hlýðni hans og tryggð við trú sína og heilaga kirkju."37 Þetta er veigamikil spurning, ekki síður en spurningin sem Sebald hefur eftir Thomas Browne: „Hver getur vitað örlög eigin beina, eða hve oft maður verði jarðsettur?“ Báðar þeirra bergmáluðu í huga mínum um hádegisbil daginn eftir þegar ég kom til Feneyja með lest- inni frá Trento. Ég var ekki í skapi til að sigla með áætlunarbátnum og ákvað því að ganga frá brautarstöðinni að hótelinu, taldi mig þekkja leið- ina og lá ekki lífið á. Ég elti til að byrja með skiltin sem bentu á Markús- artorgið en ákvað síðan að taka hliðarspor út af hinni hefðbundnu ferða- mannaleið í leit að friðsælu torgi þar sem ég gæti borðað samlokuna mína. Það voru fáir á ferli í hliðargötunum en þegar ég fann loksins sól- ríkar kirkjutröppur og settist hópuðust feitar dúfurnar að mér og kröfð- ust þess að fá hlutdeild í brauðinu. Þær voru svo aðgangsharðar að ég hrökklaðist aftur af stað, lauk við matinn á göngunni og gat ekki um annað hugsað en að komast sem fyrst á leiðarenda. En Feneyjar eru þrátt fyrir smæð sína einkennilegt völundarhús. Sumir gangstígarnir leiða mann að óbrúuðu síki, aðrir eru endasleppar pokagötur. Og það þarf ekki annað en að taka eina ranga beygju til að lenda í ógöngum. Eftir að hafa reikað í rúma klukkustund um hverfi fábrotinna íbúðarblokka sá ég loks til sjávar. Ég freistaði þess að ganga í vestur meðfram strandlengj- unni í átt að Markúsarkirkjunni en afvegaleiddist sem fyrr, nú inn í þyrpingu gamalla verksmiðjubygginga og skipakvía. Skyndilega var eins og tylft sóðalegra villikatta hefði sprottið upp úr jörðinni, þeir tóku sér stöðu meðfram göngustígnum og horfðu á mig sínum sinnepsgulu augum. Ég gat ekki gert upp við mig hvort þeir væru að búa sig undir árás eða bíða þess að fá spark í belginn. Til allrar hamingju kom bryggja áætlunarbáts í ljós við enda stígsins. Þegar ég stökk um borð fannst mér ég heimtur úr helju og þegar ég steig á land að nýju skammt frá hótelinu mínu var ég gagntekinn óskiljanlegum fögnuði yfir litríkum framhlið- um bygginganna og þessu fallega pari sem sat fyrir utan eitt veitingahús- ið. Konan var skolhærð, með sólbrúnar axlir og dökk sólgleraugu. Mér fannst ég kannast við hana. Tilvísanir 1 W.G. Sebald, The Rings ofSaturn, ensk þýðing Michael Hulse (1998), s. 11-12. 2 Brynleifur Tobiasson, Hver er maðurinn. íslendingaœvir (1944), 1. bindi, s. 192-93; Finnur Sigmundsson, „Guðbrandur Jónsson prófessor", Árbók Lands- 42 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.