Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 50
Kristján Jóhann Jónsson Bók Þórleifs Grein Þórbergs ber undirtitilinn: „Lagt út af Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar“. Þórbergur dregur enga dul á það að greinin sé ekki raun- verulegur ritdómur heldur sé bók Þórleifs notuð sem kveikja í almenna umræðu um ritun og ritsmíðar. Þórbergur notar þau dæmi sem honum sýnist úr bókinni til þess að kenna þjóð sinni að skrifa. Ég mun í þessari grein nota ritgerð Þórbergs á svipaðan hátt og sækja í hana umræðuefni um það hvernig hentugt gæti verið að meta ritstörf og reglur um það hvernig á að kenna mönnum að skrifa. Höfundur Hornstrendingabókar greinir frá því í formála að hann hafi alist upp á Hornströndum en ungur orðið fráhverfur því umhverfi og fagnað því að sleppa þaðan og komast út í hinn stóra heim. Síðan hvarf sú tilfinning og Hornstrandir seiddu hann aftur til sín. Með bók- inni segist hann vilja sýna mönnum Hornstrandir: Tilgangur hennar er sá, að menn megi á lítinn hátt kynnast Hornströndum og fólkinu, sem þar hefur búið, í tilbrigðum þess einangraða lífs. (Þórleifur Bjarna- son 1943: 6) Hornstrendingabók er rúmlega þrjú hundruð blaðsíðna rit um ábúend- ur og búskaparhætti á Hornströndum. Hún skiptist í þrjá meginkafla: „Land og líf“ fjallar um samgöngur, menningu og garpa sem sköruðu framúr í sinni sveit; „Baráttan við björgin“ fjallar um starfshætti og hetjusögur sem tengjast fuglabjörgunum, helsta sérkenni svæðisins, og síðasti hlutinn, „Dimma og dulmögn“, geymir sögur af draugum, galdrahyski og ýmsum yfirnáttúrulegum atburðum á svæðinu. Þjóðernishyggja átti miklu fylgi að fagna árið 1943 þegar bók Þórleifs kom út og ekki síður lýðveldisárið 1944 þegar Þórbergur birti ritgerð- ina sem hér er til umræðu. íslendingar leituðu sjálfsvitundar í sögu og náttúru eins og aðrir Evrópubúar höfðu gert á nítjándu öld um það leyti sem þeirra þjóðir voru að réttlæta og skilgreina sjálfstæði sitt. I Hornstrendingabók er sagt frá hversdagshetjum, afrekum þeirra og örlögum. I bókinni er lýsing á lífi fátækra bænda í strjálbýlli og erfiðri sveit og sú lýsing leitar í farveg hetjusögunnar. Skýrasta dæmið um það er kannski sagan af Hallvarði á Horni sem var tröllslegur í sjón; leit út eins og kviknað hefði líf í einhverjum blágrýtisdrangnum, svo að vísað sé til orðalags bókarinnar. Hann gat snætt fuglinn með fiðri og ham, þótti hráir selkópar sælgæti og banaði útlendingum með því að slöngva í þá grjóti þó að þeir væru langt undan landi. Hann gekk í skelfilegum 48 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.