Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 50
Kristján Jóhann Jónsson
Bók Þórleifs
Grein Þórbergs ber undirtitilinn: „Lagt út af Hornstrendingabók Þorleifs
Bjarnasonar“. Þórbergur dregur enga dul á það að greinin sé ekki raun-
verulegur ritdómur heldur sé bók Þórleifs notuð sem kveikja í almenna
umræðu um ritun og ritsmíðar. Þórbergur notar þau dæmi sem honum
sýnist úr bókinni til þess að kenna þjóð sinni að skrifa. Ég mun í þessari
grein nota ritgerð Þórbergs á svipaðan hátt og sækja í hana umræðuefni
um það hvernig hentugt gæti verið að meta ritstörf og reglur um það
hvernig á að kenna mönnum að skrifa.
Höfundur Hornstrendingabókar greinir frá því í formála að hann
hafi alist upp á Hornströndum en ungur orðið fráhverfur því umhverfi
og fagnað því að sleppa þaðan og komast út í hinn stóra heim. Síðan
hvarf sú tilfinning og Hornstrandir seiddu hann aftur til sín. Með bók-
inni segist hann vilja sýna mönnum Hornstrandir:
Tilgangur hennar er sá, að menn megi á lítinn hátt kynnast Hornströndum og
fólkinu, sem þar hefur búið, í tilbrigðum þess einangraða lífs. (Þórleifur Bjarna-
son 1943: 6)
Hornstrendingabók er rúmlega þrjú hundruð blaðsíðna rit um ábúend-
ur og búskaparhætti á Hornströndum. Hún skiptist í þrjá meginkafla:
„Land og líf“ fjallar um samgöngur, menningu og garpa sem sköruðu
framúr í sinni sveit; „Baráttan við björgin“ fjallar um starfshætti og
hetjusögur sem tengjast fuglabjörgunum, helsta sérkenni svæðisins,
og síðasti hlutinn, „Dimma og dulmögn“, geymir sögur af draugum,
galdrahyski og ýmsum yfirnáttúrulegum atburðum á svæðinu.
Þjóðernishyggja átti miklu fylgi að fagna árið 1943 þegar bók Þórleifs
kom út og ekki síður lýðveldisárið 1944 þegar Þórbergur birti ritgerð-
ina sem hér er til umræðu. íslendingar leituðu sjálfsvitundar í sögu
og náttúru eins og aðrir Evrópubúar höfðu gert á nítjándu öld um það
leyti sem þeirra þjóðir voru að réttlæta og skilgreina sjálfstæði sitt. I
Hornstrendingabók er sagt frá hversdagshetjum, afrekum þeirra og
örlögum. I bókinni er lýsing á lífi fátækra bænda í strjálbýlli og erfiðri
sveit og sú lýsing leitar í farveg hetjusögunnar. Skýrasta dæmið um það
er kannski sagan af Hallvarði á Horni sem var tröllslegur í sjón; leit út
eins og kviknað hefði líf í einhverjum blágrýtisdrangnum, svo að vísað
sé til orðalags bókarinnar. Hann gat snætt fuglinn með fiðri og ham,
þótti hráir selkópar sælgæti og banaði útlendingum með því að slöngva
í þá grjóti þó að þeir væru langt undan landi. Hann gekk í skelfilegum
48
TMM 2005 • 3