Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 119
Bókmenntir Síðan langur formáli sem Grímur ritaði fyrir samkeppnisritgerðinni þegar hann gaf hana út tveim árum síðar, en hafði þá þegar vaxið nokkuð frá henni. Og loks doktorsritgerð hans (það var kallað meistarapróf á sínum tíma en síðar gert jafngilt doktorsprófi) um líf og list Byrons. Það var sem sagt fræðimennskan sem Grímur Thomsen tók með trompi, áður en hann sneri sér að stjórnmálatengslum og dönskum embættisframa, og löngu áður en hann haslaði sér síðasta völlinn sem yrkjandi öldungur á Bessastöðum. Það var þó ekki sérhæfð aðferðafræði bókmenntarýnenda sem Grímur helgaði sig á þessum árum, heldur fræðimennska sem kallar umfram allt á yfirsýn (Grímur skrifar eins og hann hafi lesið allt milli himins og jarðar og það hljóti lesendur hans að hafa gert líka), krefst þess að iðkandinn tolli í heimspekitísku samtímans, en gefur honum líka veiðileyfi á menning- arumræðuna eins og hún leggur sig. Maður hlýtur að bera Grím saman við Sigurð Nordal tveim kynslóðum síðar, sem leggur líka heimspeki eða lífssýn að grunni bókmenntarannsókna sinna og beinir þeim af fullum metnaði inn í menningarumræðu samtímans. En Nordal tekur sér undirbúningstíma, til- einkar sér sérhæft handverk handritarannsóknanna, og sérhæfir sig í fornrit- um á eigin tungu þótt hann túlki þær jafnt fyrir heiminum og heimamönnum. Grímur er kornungur farinn að dæma um stóru drættina í bókmenntum og andlegu lífi Frakka, forustuþjóðarinnar í þeim efnum, og hálfþrítugur stígur hann fram sem helsti sérfræðingur Danaveldis um enskar samtímabókmennt- ir. Svo marktækur er hann þá orðinn í menningarumræðunni að andans menn á borð við þjóðskáldið Oehlenschláger kynna sér ritgerð hans áður en hún er formlega gefin út (bls. 138), og ekki er hún fyrr komin í dreifingu en sjálfur Soren Kierkegaard hellir sér yfir hana til að gá hvort Grímur aðhyllist eitthvað af sínum hugmyndum, og hvort hann kvitti þá fyrir þær með nægilegum til- vísunum - sem var víst ekki (bls. 209,234 - enda held ég Grímur vitni bara alls ekki í danska höfunda). Það er niður af þessum tindi sem Grímur Thomsen stígur af og til næstu áratugi til þess að túlka fyrir Dönum bæði þeirra eigin samtímabókmenntir (H. C. Andersen) og norræn fornrit. Með Byronsritgerðinni hafði Grímur sett sér „at stille Byron, ikke mig selv, i det rette lys“ (bls. 138 nm.), og væri þó synd að segja að hann skrifi af neinni hlédrægni1 eða að ritgerðin varpi ekki skýru ljósi á hann sjálfan líka. Betur en Grímur sjálfur lifir Kristján Jóhann Jónsson eftir þessari góðu reglu og stenst all- ar freistingar til að trana sér fram fyrir rannsóknarefnið. Eftir stuttan inngangs- kafla leiðir hann lesandann gegnum ritgerðirnar þrjár, að mestu í réttri röð, endursegir og útlistar.2 Þetta virðast kannski ekki metnaðarfull efnistök, en þau eru ótvírætt heppileg. Þessi æskuverk Gríms eru nútímalesanda ótrúlega fjarlæg og óaðgengileg. Því veldur að nokkru tungumálið, en Grímur slær óspart um sig með því valdi sem hann hafði náð á flottustu menntamannadönsku. Einnig hug- myndaheimurinn, því að Grímur talar beint út úr afli rómantíkurinnar, notar eins og innvígður hið kynlega hugtakakerfi Hegels, og er sífellt að skrifa sig upp að umræðu dagsins í hópi danskra menningarvita. Og í þriðja lagi sú víðfeðma þekking á bókum, mönnum og málefnum síns tíma sem Grímur ætlast til af TMM 2005 • 3 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.