Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 56
Kristján Jóhann Jónsson
Til þess að láta Þórberg njóta sannmælis er rétt að taka fram að nið-
urstaða hans er sú að nákvæmni sé alltaf til bóta í texta. Hann telur að
sumir óttist nákvæmni og telji að hún geri frásögnina eða textann þurr-
an, leiðinlegan og langdreginn. Því hafnar Þórbergur og þar er hann
kominn með raunverulega kröfu: Texti á að vera nákvæmur. Þórberg-
ur ræðir nokkuð um hugtakið nákvæmni en það er ekki mjög ítarleg
umræða. í hans huga er nákvæmnin hlutlæg, vísindaleg og hafin yfir
gagnrýni. Handhafar þekkingarinnar verða að vera nákvæmir. Sú sið-
ferðilega og pólitíska ábyrgð fylgir því valdi sem felst í þekkingunni.7
Uppskafning
Næstu dauðasynd sem Þórbergur telur kallar hann uppskafningu. Hún
virðist einnig af nokkuð siðrænum toga eins og „subbuskapur" þeirra
sem hundsa nákvæmnina. Uppskafning einkennist að sögn af tildri og
tilgerð og stílsyndin tengist augljóslega þeirri manngerð sem við erum
vön að kalla uppskafninga. Slíkir þrjótar ná engum djúpum tónum og
geta ekki orðið skáld. Þeir hafa ekki aðgang að launhelgum tilverunnar.
Þórbergur telur að „leyndardómana“ vanti í höfund Hornstrendinga-
bókar. Það vantar í hann „vatnaniðinn bakvið fjallið", segir Þórbergur í
sinni sígildu grein, og telur það jafnframt eitt af skorpnunareinkennum
mannfólksins nú til dags. Hann býr til samlíkingu við bílslys og segir
að höfundurinn hafi lent í því „stílslysi" að verða undir módernisman-
um. Nútíminn hefur með öðrum orðum komið á fleygiferð eins og bíll,
bæklað hugarfar hins skorpnandi höfundar og neytt hann til þess að
tala eins og nútímamann. Þess ber að geta að í „Einum kennt - öðrum
bent“ notar Þórbergur orðið „módernismi“ sem niðrandi samheiti yfir
hégómleg tískufyrirbrigði.
Afleiðingar stílslyssins birtast í uppskafningu. Helstu einkenni
hennar eru „hofróðulegt tildur og tilgerð, skrúf og skrumskælingur, í
hugsun, orðavali og samtengingu orða“ (bls. 204). Eftir tæpa blaðsíðu
af útlistunum á böli uppskafningarinnar segir Þórbergur að sú tegund
uppskafningar sem ákafast sæki á höfund Hornstrendingabókar sé að
láta nafnorð eða nafnorðsígildi stýra eignarfalli. Jafnframt er skýrt tek-
ið fram að ekkert sé að eignarfallinu sem slíku en ofnotkun á því þykir
höfundi ósmekkleg og því er í sjálfu sér auðvelt að vera sammála þó að
stundum sé vandséð að eignarfallið sé hið eiginlega vandamál. Nafnorð-
ið og eignarfallsorðið eiga hins vegar ekki alltaf nógu vel saman í bók
Þórleifs. Það er til dæmis ósköp kauðalegt að tala um „nef fuglahaus-
anna“ en varla nokkuð athugavert við að tala um nef fuglanna. „Fyrstu
54
TMM 2005 • 3