Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 59
Einum bent en öðrum kennt umr
Ein gerð ruglandi er að hluta til stílfræðileg þó að hún stafi af skorti á
skýrri hugsun. Þórbergur greinir hana frá ruglandi sem höfð er í frammi
af ráðnum hug og kallar hana óviliaruglandi. Hún getur til dæmis birst
í því að setja málsgrein sem er almennrar merkingar á eftir málsgrein
þrengri merkingar og að raða efnisgreinum í ranga tímaröð. Að lang-
mestu leyti birtist ruglandi þó að mati Þórbergs í textum heimskra
manna sem halda viljandi fram röngum skoðunum og stílfræði kemur
því ekki við nema að litlu leyti.
Stíll vondra manna og heimskra
Eins og hér hefur verið rakið um fjögur stílhugtök Þórbergs Þórðar-
sonar, þá stafar skalli af fáfræði og heimsku; uppskafning af monti og
spjátrungshætti; lágkúra af ómenningu og fjósamennsku í sálinni en
ruglandi af illgirni og klaufaskap. Þeir sem standa sig ekki á ritvellinum
eru með öðrum orðum fáfróðir, heimóttarlegir og illgjarnir spjátrungar.
Eins og áður hefur verið rakið nýtur ritgerðin „Einum kennt - öðrum
bent“ mikillar virðingar meðal íslenskumanna og almennt í íslenskum
fræðum. Þýðir það að þau viðhorf til skrifandi fólks sem birtast í þessari
ritgerð séu jafnframt viðhorf okkar íslenskufræðinga til ritunarkennslu
og annarra ritsmíða? Ég vona að svo sé ekki. Að mínu mati er Þórberg-
ur, í þessari grein sinni um kosti og lesti ritverka, að einhverju leyti að
minnsta kosti knúinn áfram af refsandi þröngsýni fátæks bændasamfé-
lags. Það á að berja niðursetningana og bera virðingu fyrir hreppstjór-
unum. Það á að benda þeim hólpnu á sæti meðal útvalinna og velja þá
sem kenna skal um ómenningu og eymd í andlegu lífi íslendinga. Þetta
er sagt með fullri vitund um að Þórbergur Þórðarson var sannfærður
sósíalisti en forræðishyggja var engu síður miðlæg í því kenningakerfi
en þjóðernishyggjunni sem svífur yfir vötnum í greininni.
Heimildaskrá
Abrams, M.H.. 1999. A Glossary ofLiterary Terms, seventh edition. Harcourt Brace
College Publishers, Fort Worth (o.fl. staðir).
Ástráður Eysteinsson. 1999. Umbrot, bókmenntir og nútími. Háskólaútgáfan.
Einar Ól. Sveinsson. 1930. „Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmenntir".
Iðunn. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík.
Guðmundur Andri Thorsson. 2004. „Hvað vildi Þórbergur?“. Lesbók Morgunblaðs-
ins 19. júní.
Gunnar Benediktsson. 1961. „Nýir ávextir og aldin rót“. Tímarit máls og menningar.
Bókmenntafélagið Mál og menning, Reykjavík.
TMM 2005 • 3
57