Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 23
Veiðimaður, spjátrungur og innlifun Andsagan Sögusviðið og tíðarandinn eru aldeilis ekki til skrauts heldur þunga- miðja frásagnarinnar og jafnvel hægt að kalla stað og stund aðalpersón- urnar — en það skilyrði þarf helst að uppfylla til að hægt sé að tala um alvarlega sögulega skáldsögu. Þó að Skugga-Baldur biðjist undan skáld- sögunafninu með undirtitli sínum held ég að það sé rétt að kalla hana sögulega skáldsögu, þó ekki væri nema vegna þess hversu miklu máli hið sögulega augnablik skiptir í henni. Þó er líklegt að margur hrökkvi við enda fellur sagan ekki vel að algengum hugmyndum um sögulegar skáldsögur hér á landi. Nú á dögum má auðvitað setja þann merkimiða á fjölbreyttan flokk sagna en flestar eru þær þó ekki mjög ólíkar elstu sögulegum skáldsögum frá upphafi 19. aldar, eftir höfðingja á borð við Walter Scott. Einkenni slíkra sagna er að þær eru miklar að vöxtum og epískar í breidd sinni, söguþráðurinn línulegur og aðalsmerki þeirra eru langar og nákvæmar lýsingar á fólki, staðháttum og öðru sem heyrir til hinu sögulega skeiði sem glímt er við og draga þarf upp á lifandi hátt. Alla tíð hefur hins vegar verið misjafnt hversu margar sögulegar persón- ur koma fyrir og það er að minnsta kosti ekki skilgreinandi þó að fræg- ustu sögulegu skáldsögur fslendinga hafi gjarnan haft kunn stórmenni úr fortíðinni í aðalhlutverki, allt frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi eftir Torfhildi Hólm (1882) til Axarinnar og jarðarinnar eftir Ólaf Gunnars- son (2003). Eins og sjá má strax fellur Skugga-Baldur ekkert sérstaklega vel að þessari mynd af sögulegri skáldsögu því að í hugum flestra er söguleg skáldsaga alls ekki módernísk (eða síðmódernísk eða hvernig sem menn vilja flokka gripinn). Og raunar er Skugga-Baldur frekar óvenjuleg að því leyti þó að víðar sé leitað en til íslands, en heitið er samt áhugavert að nota vegna þess hversu miklu máli þverstæður sögutíma og sögusviðs hennar skipta fyrir túlkunina. Stundum virðast sögulegar skáldsögur íhaldssamari en þær eru, kannski óhjákvæmilega vegna þess að viðfang þeirra er fortíðin. En í formið er innbyggð ákveðin uppreisnarþörf, þó ekki væri nema vegna þess að yfirleitt þarf að velja sjónarhorn sem hlýtur að kalla á nýjan skilning atburðanna (þó að ekki þurfi sá að vera frumlegur). Sögulegar skáldsögur fela ævinlega í sér sögutúlkun því að þær fylla í eyður fortíð- arinnar og óhjákvæmilega fer þá fram val sem krefst túlkunar. Róttækar þurfa túlkanirnar ekki að vera því að meðal sögulegra skáldsagna eru afþreyingarsögur sem hafa það höfuðmarkmið að skemmta og flytja þá gjarnan nútímann yfir á fortíðina tiltölulega umhugsunarlaust, eins og nú á dögum er iðulega gert í Hollywoodmyndum (ekki þó alltaf því að TMM 2005 • 3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.