Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 100
Bókmenntir
fjölmiðlanna um undirheimana. Þessi áhersla á tengslin við raunveruleikann
segir töluverða sögu um opinbera umfjöllun um bókmenntir, a.m.k. aðra en þá
sem fram fer undir merkjum bókmenntagagnrýni.
Auk þessa var í fjölmiðlaumfjölluninni lögð áhersla á þær hættur sem höf-
undunum voru mögulega búnar. Stefán Máni sagði t.d. í blaðaviðtali: „... ég
gæti komið sjálfum mér í klandur með því að segja of mikið. Mér er ekki
sama hver bankar upp á hjá mér á nóttunni ...“2 Og orðið „auðvitað“ var svar
Þráins Bertelssonar við spurningu blaðamanns um hvort verið gæti að bókin
kæmi honum illa, „að þú verðir tuktaður til, þó að ekki verði tekinn af þér
hausinn?“3
Sameiginlegt einkenni á umfjölluninni en af allt öðrum toga var merki-
miðinn glœpasögur sem tengdur var báðum bókunum, með réttu hvað varðar
Dauðans óvissa tíma en fullkomlega með röngu þegar kemur að Svartur á leik.4
Þótt margfalt fleiri glæpir komi fyrir þar er bókin ekki glæpasaga og hún er
ekki heldur þriller þótt því sé haldið fram á kápu. Til að bók geti talist glæpa-
saga er ekki nóg að hún fjalli um glæp eða að glæpir komi við sögu í henni.
Grunnforsendan er að glæpur - eða öllu heldur rannsókn hans - sé hryggjar-
stykkið í frásögninni.5 Það á að mestu við Dauðans óvissa tíma en ekki við
Svartur á leik.
Víkingar afýmsu tagi
Glæpasögum hefur oft verið blandað saman við aðrar bókmenntagreinar, þar
á meðal þjóðfélagslega skáldsögu og þá leið fer Þráinn Bertelsson í Dauðans
óvissa tíma. Víkingar eru lagðir bókinni til grundvallar, teflt er saman íslensk-
um nútímavíkingum, þ.e. kaupsýslumönnum í útrás, og smákrimmum sem
tengdir eru eldri gerð víkinga með nöfnunum Þormóður og Þorgeir, en þeir
ógæfusömu fóstbræður ná ekki árangri í nútímaheiminum (og gerðu það
reyndar ekki heldur í þeim gamla). Aðalástæðan fyrir því hversu misheppnað-
ir Þormóður og Þorgeir eru virðist vera að þeir eru annars konar víkingar en
kaupsýslumennirnir, fákunnandi um flest og kunna ekki á samtímann. Tekið
er fram að rekstur fyrirtækis sem Þorgeir hafði stofnað hafði aldrei staðið
undir sér, „ef til vill vegna ónógrar markaðssetningar og fákunnáttu Þorgeirs
í þeim almannatengslum sem eru undirstaða farsælla viðskipta í nútímanum“
(95).
Skilningsleysi Þorgeirs og Þormóðar á samtímanum kemur einnig fram í því
að þeir ákveða að ræna banka. Viðskiptajöfurinn Haraldur Rúriksson eignast
aftur á móti banka og lesendur eru fræddir um að fyrir þá „sem hafa mikla
þörf fyrir peninga er miklu skynsamlegra að eignast banka en ræna þá“ (54).
Einkunnarorð bókarinnar gætu hæglega verið orð guðsins briljantíns í Atóm-
stöðinni: „ Allir sem kunna að stela eru vel stæðir ... Allir sem ekki kunna að
stela eru illa stæðir. Vandinn er að kunna að stela.“6
Með því að hamra á orðinu víkingur er tekið upp orðfæri sem hefur verið
áberandi í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við kaupsýslumenn í útrás.7 í
j
98
TMM 2005 ■ 3