Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 38
Jón Karl Helgason
Ljósmynd tekin við uppgröft á Hólum 1918.
arár og dánarár viðkomandi iðulega grafin á götuskiltin. Sebald hefur
eftir Thomas Browne að vart sé hægt að hugsa sér átakanlegri keisara-
skurð en að vera tekinn úr gröf sinni. En, bætir Browne við, „hver getur
vitað örlög eigin beina, eða hve oft maður verði jarðsettur".20 Þessi orð
eru kaldhæðnisleg í ljósi þess að hauskúpa Brownes var ekki aðeins tek-
in upp úr gröfinni 1840 heldur var hún grafin að nýju á sínum gamla
stað 1921 að kröfu geistlegra yfirvalda. í einu ljóða sinna hryllir Jónas
Hallgrímsson við tilhugsuninni um að „liggja eins og leggur upp í
vörðu, / sem lestastrákar taka þar og skrifa / og fylla, svo hann finnur ei
- af níði.“21 Lýsingin vísar til þeirrar hefðar ferðafólks að skrifa fyrri-
parta eða vísur á pappírssnepil, stinga honum inn í sauðarlegg og setja í
vörðu til varðveislu þar til næsta ferðalang ber að.22 En ef til vill er
ástæða til að túlka hendingar Jónasar, rétt eins og orð Thomas Browne,
í ljósi sögunnar. Sumarið 1946 stóð Sigurjón Pétursson iðnrekandi fyrir
því að Matthías Þórðarson þjóðminjavörður færi til Danmerkur og
hefði líkamsleifar Jónasar Hallgrímssonar heim með sér til íslands. Sig-
urjón taldi víst að Jónas vildi láta grafa sig á heimaslóðum í Öxnadal og
flutti kistuna með beinum hans norður yfir heiðar. Jónas frá Hriflu
hafði annað í huga; hann lét lögregluna sækja kistuna í Öxnadal og
skipulagði útför nafna síns í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.23 Ættingj-
ar og sveitungar Jónasar mótmæltu þessu brottnámi og hugsuðu þing-
manni Suður-Þingeyinga þegjandi þörfina. Það gat ég enn fundið á tali
eldra fólks sem ég gaf mig á tal við í Öxnadal fyrir tæpum áratug. Því
kom það mér á óvart að uppgötva að Jónas frá Hriflu kvaddi sér hljóðs
á Alþingi 1948 til að spyrjast fyrir um hvenær bein Jóns Arasonar og
sona hans hefðu verið grafin upp og flutt, hver hefði staðið fyrir upp-
greftinum og með hvaða leyfi, í hvaða skyni hluti af beinagrind biskups
36
TMM 2005 • 3