Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 38
Jón Karl Helgason Ljósmynd tekin við uppgröft á Hólum 1918. arár og dánarár viðkomandi iðulega grafin á götuskiltin. Sebald hefur eftir Thomas Browne að vart sé hægt að hugsa sér átakanlegri keisara- skurð en að vera tekinn úr gröf sinni. En, bætir Browne við, „hver getur vitað örlög eigin beina, eða hve oft maður verði jarðsettur".20 Þessi orð eru kaldhæðnisleg í ljósi þess að hauskúpa Brownes var ekki aðeins tek- in upp úr gröfinni 1840 heldur var hún grafin að nýju á sínum gamla stað 1921 að kröfu geistlegra yfirvalda. í einu ljóða sinna hryllir Jónas Hallgrímsson við tilhugsuninni um að „liggja eins og leggur upp í vörðu, / sem lestastrákar taka þar og skrifa / og fylla, svo hann finnur ei - af níði.“21 Lýsingin vísar til þeirrar hefðar ferðafólks að skrifa fyrri- parta eða vísur á pappírssnepil, stinga honum inn í sauðarlegg og setja í vörðu til varðveislu þar til næsta ferðalang ber að.22 En ef til vill er ástæða til að túlka hendingar Jónasar, rétt eins og orð Thomas Browne, í ljósi sögunnar. Sumarið 1946 stóð Sigurjón Pétursson iðnrekandi fyrir því að Matthías Þórðarson þjóðminjavörður færi til Danmerkur og hefði líkamsleifar Jónasar Hallgrímssonar heim með sér til íslands. Sig- urjón taldi víst að Jónas vildi láta grafa sig á heimaslóðum í Öxnadal og flutti kistuna með beinum hans norður yfir heiðar. Jónas frá Hriflu hafði annað í huga; hann lét lögregluna sækja kistuna í Öxnadal og skipulagði útför nafna síns í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.23 Ættingj- ar og sveitungar Jónasar mótmæltu þessu brottnámi og hugsuðu þing- manni Suður-Þingeyinga þegjandi þörfina. Það gat ég enn fundið á tali eldra fólks sem ég gaf mig á tal við í Öxnadal fyrir tæpum áratug. Því kom það mér á óvart að uppgötva að Jónas frá Hriflu kvaddi sér hljóðs á Alþingi 1948 til að spyrjast fyrir um hvenær bein Jóns Arasonar og sona hans hefðu verið grafin upp og flutt, hver hefði staðið fyrir upp- greftinum og með hvaða leyfi, í hvaða skyni hluti af beinagrind biskups 36 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.