Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 76
Menningarvettvangurinn
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
„Það sem verst hefur farið með mig er þessi óttalega minnimáttarkennd sem ég
hef þjáðst af frá því ég man eftir mér,“ trúir Stefán Jónsson rithöfundur dagbók
sinni fyrir í broti sem birtist í 2. hefti TMM í ár.
Margir létu í ljósi undrun sína á játningum Stefáns, meðal annars sagðist einn
lesandi, fokreiður, alls ekki hafa viljað vita þetta um Stefán, og Þorbjörg Daníels-
dóttir segir í löngu bréfi:
Það hryggði mig dálítið að sjá hvað Stefán hefur verið beiskur, bæði út í æsku sína
og ungdómsár, þar sem honum finnst að honum hafi verið haldið niðri í andlegum
þroska [...] og svo út í samtíð sína síðar fyrir að sjá ekki hversu mikill og einstakur rit-
höfundur hann var. [...] Allar vinsældirnar og hrósið sem hann fékk frá almenningi
dugði ekki til að græða sárin sem þeir veittu honum sem hann vænti viðurkenningar
af. Ég fékk kökk í hálsinn þegar ég las þetta frá 5. jan. ’48: „Með hverjum deginum
sem líður verður mér það nú ljósara að örlög mín eru ráðin sem rithöfundar. Vegna
þess hve barnakvæði mín urðu vinsæl og allir kannast við mig fyrir þau mun ég
aldrei verða viðurkenndur sem rithöfundur fyrir fullorðið fólk. Kvæðið um Gutta
réði örlögum mínum.“
Víst er að Stefán var elskaður af lesendum sínum og ekki síður hlustendum
um allt land, því margar sögur sínar las hann í útvarp. Ég spjallaði við ekkjuna
hans nokkrum árum eftir að hann dó, og hún sagði mér að hvar sem þau hjón
hefðu komið á landinu hefði fólk þekkt röddina hans og breitt út faðminn á
móti honum. Spyrja má hvers vegna það var ekki nóg.
Svarið við því er kannski að finna í grein eftir menningarpáfann Magnús
Ásgeirsson í sumarhefti tímaritsins Helgafells 1942 sem Dagný Kristjánsdóttir
benti mér á nýlega. Magnús skrifar þar undir fyrirsögninni „Fjögur sagnaskáld
freista listar“ um ný skáldverk eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Harald Á. Sigurðsson,
Sigurð Helgason og Stefán Jónsson. Bókin sem hann fjallar um eftir Stefán er Á
förnum vegi (1941) með smásögum fyrir fullorðna og er Magnús mátulega ánægð-
ur með þær: „... mega allar sögurnar heita mjög sæmilegar á íslenskan mælikvarða,“
segir hann, „og sumar í betra lagi“ (230). Þegar þetta var hafði Stefán gefið út tvö
vísnasöfn handa börnum og skáldsöguna Vini vorsins (1941). Hún er betri en flest
sem gefið var út handa börnum á þeim árum en jafnast ekki á við það sem Stefán
74
TMM 2005 • 3