Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 90
Bókmenntir réttu magni að mínu mati. Útgefandi og höfundur hafa valið þá leið að prenta stundum stutta kafla, allt upp í nokkrar blaðsíður, á gráa fleti og undir ein- hverjum tilteknum fyrirsögnum eins og til dæmis: „Samferðamenn“ eða „Af starfi rithöfundar“. Líklega á þetta að hvíla lesandann með því að brjóta upp textann. Trúlega á þetta líka að skilja milli meginmáls og útúrdúra eða hliðar- upplýsinga og hjálpa lesanda þannig að skilja á milli aðal- og aukaatriða. Það getur vel verið að mörgum finnist það einmitt virka þannig en mér finnst þetta frekar truflandi og vinna gegn einbeitingu og úrvinnslu. Það er eins og að lesa blöðin að lesa bækur sem eru svona frágengnar. I bókinni eru heldur ekki skýr skil á milli meginmáls og gráu svæðanna. A báðum stöðum er efni um sam- ferðamenn og starf rithöfundar og þá vaknar spurningin hvort ekki hefði verið hægt að tengja gráa efnið betur við megintextann og gefa lesandanum kost á því að lesa eins og leið liggur. Þetta kann þó að vera lítilvægt smekksatriði og umræða um bókagerð fremur en ævisagnaritun. Yfirlestur og allur textafrágangur sem lýtur að málfari er til fyrirmyndar. Sögumaður er hófstilltur og skynsamur í meðferð heimilda, vegur og metur en heldur sig til hlés. Öfugt við sögu Hannesar Hólmsteins um sögu Halldórs Laxness er hér erfitt að sjá sterka pólitíska eða hugmyndalega samúð sem setji mark sitt á túlkun upplýsinga. Halldór Guðmundsson reynir ekki í frásagnar- aðferð sinni að feta í fótspor Laxness, sem var að sjálfsögðu ofstopafullur í stíl og yfirlýsingum þegar honum bauð svo við að horfa, og sennilega er það skynsamlega valið að sneiða hjá öllu slíku en það getur orðið svolítið dauflegt hvað sögumaður lætur lítið fyrir sér fara. Örsjaldan bregður hann á leik með íronískum eða fyndnum athugasemdum og þá saknar maður þess að hann skuli ekki gera sig breiðari í þessari bók. Eg nefni hér til dæmis þegar sagt er frá stafsetningarstríði um Islendingasögur þar sem þeir börðust hlið við hlið Halldór Laxness og Ragnar í Smára en því lýsir Halldór Guðmundsson svo að engan bilbug hafi verið að finna á árásarliðinu, „hvorki á kommúnistum né margarínistum" (s.469). Hinn ungi Laxness Halldór Guðmundsson skiptir viðfangsefni sínu í fjóra meginþætti sem hann gerir upp við en það eru mótunarár Halldórs Laxness, hugmyndir hans, rit- störf og samband við þjóð sína. Fyrsti meginþátturinn fjallar um hinn unga Laxness og auðvitað er það for- vitnilegur brennidepill. Hvernig var snillingurinn í bernsku? Getum við þekkt snillingana frá upphafi? Lýsingin á hinum unga Laxness er raunar svipuð þeirri sem við eigum að venjast. Hann átti hlýja og góða foreldra sem sinntu honum og þörfum hans vel og létu margt eftir honum. Hann ólst upp við dagsbrún nýrra tíma og kynntist vitru gömlu fólki sem veitti innsýn í fortíðina. Löngun hans til þess að höndla heiminn í rituðum texta varð fljótlega að sterkri þrá eða nánast að þráhyggju. Hann virðist frá upphafi hafa verið viðkvæmt barn en það er eins og samfélaginu hafi láðst að tukta úr honum þessa viðkvæmni. 88 TMM 2005 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.