Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 18
Sjón
Gjöfin
Ég var að koma af veiðum. í hægri hendi hélt ég á háfnum, í þeirri
vinstri á ljóskerinu, í bakpokanum geymdi ég bráðina, stáltenntan
villigölt; gríðarlega skepnu sem hafði gengið laus í löndunum fyrir
norðan og náð að vinna þar mikið tjón áður en það uppgötvaðist
og ég var sendur á veiðar. Hann var ekki fyrsta afsprengi Norðan-
vindsins sem ég lagði að velli - úlfurinn sem grét mjólk, einfætti
vatnshérinn, elgstarfurinn með gullvölsann og drottning loðsil-
unganna, þau höfðu öll fengið að kynnast háfnum mínum - en
þessi tannmikli göltur var sannarlega illskeyttasta kvikindið sem
Norðri hafði snýtt úr kaldri nös sinni.
Því tók ég hann með mér, en skildi ekki eftir á blóðvellinum
eins og reglurnar buðu, og hafði ég hugsað mér að kasta hræinu
við fætur bræðra minna svo faðirinn sæi hver sona hans legði mest
af mörkum við að halda veröld okkar í skorðum; þeir sem aldrei
yfirgáfu altumlykjandi föðurgarðinn og sinntu þar stjórnsýslu-
störfum (með því nafni var hirðlifnaðurinn afsakaður) eða ég sem
flaug út og suður að drepa ófreskjurnar.
Það gnast í tóminu undir hælum mínum þar sem ég arkaði
heimreiðina. Fram undan beið mín kvöldverður í höllinni, upp-
ljómaðri og dásamlegri með öllum sínum turnum og spírum sem
teygðu sig út í algeiminn eins og hjal nýskapaðrar sólar. Og það
var milli aðal- og eftirréttar sem ég ætlaði að standa upp, ganga
að bræðrunum og svipta stálgeltinum upp úr bakpokanum. En
ég hafði ekki gengið langt þegar ég skynjaði að ekki var allt með
felldu í himnaríki. Enginn stóð vörð við hliðið, enginn kallaði
„Hó, hver fer þar?“ ofan af virkisveggnum, enginn glaumur barst
úr veislusalnum, enginn var á leynilegum ástarfundi í portinu.
16
TMM 2005 • 3