Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 18
Sjón Gjöfin Ég var að koma af veiðum. í hægri hendi hélt ég á háfnum, í þeirri vinstri á ljóskerinu, í bakpokanum geymdi ég bráðina, stáltenntan villigölt; gríðarlega skepnu sem hafði gengið laus í löndunum fyrir norðan og náð að vinna þar mikið tjón áður en það uppgötvaðist og ég var sendur á veiðar. Hann var ekki fyrsta afsprengi Norðan- vindsins sem ég lagði að velli - úlfurinn sem grét mjólk, einfætti vatnshérinn, elgstarfurinn með gullvölsann og drottning loðsil- unganna, þau höfðu öll fengið að kynnast háfnum mínum - en þessi tannmikli göltur var sannarlega illskeyttasta kvikindið sem Norðri hafði snýtt úr kaldri nös sinni. Því tók ég hann með mér, en skildi ekki eftir á blóðvellinum eins og reglurnar buðu, og hafði ég hugsað mér að kasta hræinu við fætur bræðra minna svo faðirinn sæi hver sona hans legði mest af mörkum við að halda veröld okkar í skorðum; þeir sem aldrei yfirgáfu altumlykjandi föðurgarðinn og sinntu þar stjórnsýslu- störfum (með því nafni var hirðlifnaðurinn afsakaður) eða ég sem flaug út og suður að drepa ófreskjurnar. Það gnast í tóminu undir hælum mínum þar sem ég arkaði heimreiðina. Fram undan beið mín kvöldverður í höllinni, upp- ljómaðri og dásamlegri með öllum sínum turnum og spírum sem teygðu sig út í algeiminn eins og hjal nýskapaðrar sólar. Og það var milli aðal- og eftirréttar sem ég ætlaði að standa upp, ganga að bræðrunum og svipta stálgeltinum upp úr bakpokanum. En ég hafði ekki gengið langt þegar ég skynjaði að ekki var allt með felldu í himnaríki. Enginn stóð vörð við hliðið, enginn kallaði „Hó, hver fer þar?“ ofan af virkisveggnum, enginn glaumur barst úr veislusalnum, enginn var á leynilegum ástarfundi í portinu. 16 TMM 2005 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.