Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 118
Bókmenntir atburðafléttu sem þó mætti að ósekju vera flóknari. Arnaldur vísar iðulega í Kleifarvatni, eins og oft áður, inn í bókmenntagreinina sjálfa, t.d. þegar hann lætur vatnafræðinginn Sunnu hugsa um eitthvað sem hún hafði lesið í glæpa- sögu: „Svo mundi hún að einhver hafði sagt henni að það væri ekkert að marka það sem maður les í glæpasögum.“ (10) Kannski er þó meira að „marka" það sem maður les í glæpasögum Arnaldar en ýmsum öðrum sögum, a.m.k. ef maður vill skoða íslenskt samfélag og hugmyndafræði, og Kleifarvatn er í raun ekki síður söguleg skáldsaga en glæpasaga. Enn og aftur eru það þó snarpur stíllinn og persónurnar sem halda uppi sögunni; lesandi getur ekki annað en haft áhuga á örlögum þeirra Erlendar, Sigurðar Óla og Elínborgar, þriggja ólíkra Islendinga með ólík viðhorf til samfélagsins og sögunnar. Helgi Skúli Kjartansson Bráðþroska menningarviti Kristján Jóhann Jónsson: Kall tímans. Um rannsóknir Gríms Thomsen áfrönskum og enskum bókmenntum. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands (Studia islandica / Islensk fræði, 58. hefti), Reykjavík 2004. Grímur Thomsen (1820-1896) varð löndum sínum minnisstæður sem „gamli Grímur“ á Bessastöðum, karlinn sem sigldi inn í íslandssöguna nærri fimm- tugur eftir embættisferil í Danmörku, gerðist um sinn tilþrifamikill í stjórn- málum, gaf út ljóðabók sextugur og orti jafnt og þétt eftir það. Fyrri helming- urinn af ævi Gríms vakti helst áhuga vegna þeirrar frjóu elli sem á eftir kom. Misjafnlega hafði kveðskapur hans þó verið metinn af samtímamönnum, miklu betur þegar frá leið, en aldrei til jafns við ljóð ástsælustu þjóðskáldanna. Mikið varð ég gáttaður þegar ég hitti í útlöndum fræðikonu, unga (eins og ég var þá líka) og lærða og mætavel að sér um íslenskar bókmenntir, sem fannst að af íslenskri rómantík væru það auðvitað ljóð Gríms sem ein gætu talist athygl- isverð á evrópskan mælikvarða. Og átti þá einkum við það litla sem Grímur orti fyrir fimmtugt. Kristján Jóhann Jónsson hafði ungur lært að meta „gamla Grím“ (bls. 11 - svona vísanir eiga hér og framvegis við Kall tímans), en í meistararitgerð sinni í bókmenntum, sem hér er komin út á bók, kýs hann að nálgast Grím Thomsen úr alveg gagnstæðri átt. Ekki sem skáld heldur fræðimann: bókmenntafræðing fullan af metnaði og sjálfstrausti. Og ekki gamlan heldur alveg ótrúlega ungan: 25 ára þegar rannsókninni sleppir. Til þess tíma - á „bestu árum ævi sinnar“ að mati Kristjáns (bls. 21) - hafði Grímur gefið út þau þrjú fræðirit sem hér eru gerð að rannsóknarefni. Fyrst er það svar við samkeppnisspurningu Hafnarhá- skóla um franskar bókmenntir, sem Grímur fékk önnur verðlaun fyrir 1841. 116 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.