Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 77
Menningarvettvangurinn
átti eftir að skrifa fyrir börn; strax með Skóladögum (1942, kannski var hún komin
út þegar Magnús skrifaði ritdóminn), náði hann mun hærri listrænum hæðum.
Þegar Magnús hefur rætt smásögurnar segir hann:
Stefán hefur fengist töluvert við söngva- og sagnasmíð fyrir börn og unglinga. Ég
er hræddur um, að hann verði að slíta sig frá því óeigingjarna starfi, ef það á ekki
að spilla og drepa á dreif, meira en orðið er, þeim hæfileikum, sem hann hefur til
að verða vel liðgengur rithöfundur fyrir fullorðna lesendur. [...] Höfundarefnum er
áreiðanlega ekki hollt að „taka niður fyrir sig“ um efnisval, eins og ungum skáldum
finnst eðlilega, að þau geri með samningu barnabóka. Stórlæti í vali yrkisefna er
ungum höfundum gott og eðlilegt, hversu mjög sem þeir kunna að reisa sér hurða-
rás um öxl í fyrstu, en sú tilhneiging fær varla byr undir vængi í heimi barnabók-
menntanna nú á tímum.
Mikið má vera ef þessi orð hafa ekki gengið aftur lengi í huga Stefáns. Við
getum þakkað fyrir að hann skyldi ekki láta þau verða áhrínsorð heldur halda
áfram að semja listaverk fyrir börn og unglinga sem mótuðu margan íslend-
inginn meira en nokkurt annað lestrarefni.
Viljum viðjólin íjúlí?
Það varð upplit á fjórum íslenskum ferðalöngum þegar þeir tosuðu ferðatösk-
um sínum inn um dyrnar á Metropolehótelinu í bænum Katoomba í Blue
Mountains í Ástralíu þann 20. júlí í sumar því þar blasti við þeim alskreytt
jólatré! Og þegar þau litu forviða í kringum sig reyndust rauðklæddir tusku-
jólasveinar gægjast þar úr öllum hornum. Bráðhress afgreiðslukona í gestamót-
töku útskýrði fyrir okkur að það væri árlegur siður í Bláfjöllum að halda jólin
24. júlí, þegar hávetur er á þessum helmingi jarðar; þann 24. desember væri
nefnilega svo hrikalega heitt að það væri nauð að pína ofan í sig heitan kalkún
með tilheyrandi. Svo spurði hún hvort við ætluðum ekki áreiðanlega að vera
þarna fram yfir jól því von væri á fjölda fastagesta og það yrði mikið fjör. Við
afþökkuðum gott boð undir því yfirskini að við værum bókuð allt annars stað-
ar þessi „jól“, en tilhugsunin var ekki beint freistandi.
Þetta var sannarlega ekki það eina sem kom á óvart þegar ritstjóri Tímarits Máls
og menningar kannaði Ástralíu í sumar við fjórða mann. Mesta áfallið var auðvit-
að þegar ég áttaði mig á því í fyrsta sinn að þó að sólin kæmi upp í austri eins og
hún á að gera þá gengi hún þaðan í norður og síðan í vestur áður en hún settist. Og
þetta hefur áhrif á mannfólkið. Rétt eins og okkur er tamt að fara réttan sólarhring
þegar við gefum spil til dæmis eða látum hluti ganga milli manna þá fara Ástralir
sinn rétta sólarhring. Ég tók eftir þessu þegar við ókum milli vínyrkjubænda í
neðri Hunterdal og fengum að smakka á ljúffenga miðinum sem þeir búa til. Allir
helltu þeir í glösin okkar í öfugri röð - nema einn, kynnirinn hjá The Gorge þar
sem er framleitt einstaklega gott vín, sérstaklega hvítt. Hann fór „réttan" hring.
Þegar ég nefndi þetta við hann á eftir kom hann alveg af fjöllum en skýringin var
auðfundin: hann var Skoti og nýlega fluttur til andfætlinga.
TMM 2005 • 3
75