Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 93
Bókmenntir Ævisaga Halldórs er saga af sterkri trú, háleitum hugsjónum, miklum sigr- um og djúpstæðum vonbrigðum. Getur ævisaga mikils listamanns verið öðru vísi en þannig? Á efri árum Halldórs tók þjóðin hann í nokkuð góða sátt og var stolt af sigrum hans. Kyrrð ævikvöldsins virðist að sumu leyti hafa verið Halldóri erfiðari en hin stormasömu þroskaár og allra síðustu ár sín átti hann við sjúkdóm að stríða eins og kunnugt er. Halldór Guðmundsson segir alla þessa sögu af einlægni og vandvirkni og ævisaga Halldórs Laxness eftir nafna hans Guðmundsson er ómetanleg fyrir þá sem vilja setja sig inn í ævi og störf Nóbelskáldsins. Silja Aðalsteinsdóttir Vilborg Dagbjartsdóttir: Fiskar hafa enga rödd. Ljóð. JPV útgáfa 2004. Ég held að sá sem kæmi alls ókunnugur að ljóðum Vilborgar Dagbjartsdóttur - við getum hugsað okkur útlending, vel læsan á íslensku en ólesinn í íslenskri bókmenntasögu - gæti ekki ímyndað sér annað en hún væri ungskáld. Varla fædd fyrir 1970. Eitt af því sem hann hefði til sannindamerkis í nýrri ljóðabók hennar, Fiskar hafa enga rödd, gæti verið „Kvöldhiminn": Fölgrá þoturák í hásuðri blikar ISS Bjartast himinljós Hvað er þetta ISS? spyrja þeir sem eldri eru, en unglingunum verður ekki svarafátt: International Space Station, segja þeir eins og þeir eigi hana sjálfir. Þarna fær líka heillandi ljóska orðið í „Viðbótarpassíusálmi" og vinur hennar er í Ananda Marga. Þessi djarfa samtímavitund er ekki ný bóla í ljóðum Vil- borgar; úr Klukkunni í turninum (1992) minnist ég til dæmis tísts tölvuspil- anna sem lætur í eyrum „eins og ljúfur söngur / eins og lóusöngur“; í þeirri bók er líka bæði talað um Kvennaathvarf og Derrick! Ekki er nóg með að Vilborg sé djörf í tilvísunum í nútíðina, hún hefur líka varðveitt ofurnæmi barnsins eins og sést á ljóðunum sem hún sækir til bernsku sinnar bæði í þessari bók og hinum fyrri. Titill nýju bókarinnar er úr mögnuðu prósaljóði sem heitir „Reynsla“ og sýnir að reynsla barns getur stangast harka- lega á við kennisetningar fullorðinna: Ætli ég hafi ekki orðið átta ára þá um sumarið. Það var um hádegisbilið síð- sumars að ég skrapp einsömul niður að á. Venjulega stóð trébali fullur af vatni TMM 2005 • 3 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.