Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 53
Einum bent en öðrum kennt umr Forskriftarstílfræði er í sjálfri sér hvorki góð né vond. íhaldssemi í málfari er í eðli sínu sama marki brennd. Hún er stefna sem hefur bæði kosti og galla. Það er væntanlega gott að varðveita mikilvægar dyggðir en slæmt að halda í ósiði. Frávik frá svokölluðu „réttu máli“ geta hins vegar haft forvitnilegt stílgildi eins og Þorleifur bendir líka á í íslenskri stílfræði en það er ekki viðfangsefni þessarar greinar. Ætlunin er að ræða fyrst og fremst um fyrirmæli sem mönnum eru gefin til þess að útskýra hvernig rita skuli á íslenskri tungu. Skalli í ritgerð sinni býr Þórbergur til og kynnir fjórar dauðasyndir sem hafa síðan orðið neikvæð viðmið, notuð óspart og gagnrýnislaust, en ég leyfi mér að minna á þá gullvægu reglu að það má alltaf gagnrýna þá sem ekki má gagnrýna. Þetta stílbragð heitir raunar þverstæða, það er yfirlýsing sem kemur á óvart, virðist ósönn en stenst á eigin forsendum við nánari athugun. Stílhugtakið sem Þórbergur kynnir fyrst til sögunnar kallast skalli. Myndmálið er augljóst. Á sköllótt fólk vantar hárið sem æskilegt er talið að prýði höfuðið.6 Þórbergur kallar það skalla í texta þegar eitt- hvað vantar í ritsmíðina sem lesandi telur sig þurfa að vita en um hvaða lesanda er hann að tala? Hvenær vantar eitthvað inn í textann sem við erum að skrifa? Hvenær er hann ekki nógu skýr? Er til einhver regla sem segir okkur hvenær við höfum skýrt það nægilega vel sem við erum að fjalla um? Þórbergur telur það skalla í lýsingu Þórleifs á verbúðum í Skáladal að ekki skuli minnst á stærð búðanna, birtugjafa, dyr og dyraumbúnað, búðagólf, rúmstæði og rúmfatnað eða geymslu sjóklæða þegar legið var í landi. fhugandi er aftur á móti hvort þetta dæmi Þór- bergs felur ekki sjálft í sér myndarlegan skalla vegna þess að ekki er sagt orð um það hvaða upplýsingar Þórleifur gefur um verbúðirnar í Skála- dal. Þegar litið er í bók Þórleifs þá er þessum verbúðum lýst í 13 línum og sú lýsing held ég að geri hvaða meðallesanda sem er vel kleift að lifa sig inn í aðbúð þessara sjómanna. Þórleifur segir í bók sinni: Verbúðir í Skáladal voru ekki reisulegar byggingar fram á seinasta fjórðung ald- arinnar. Flestar voru þær byggðar ofan fjörunnar við rætur bakkanna. Veggir og gaflar voru hlaðnir úr torfi og grjóti og reft fyrir. Ekkert loft var í búðunum og veggir óþiljaðir. Rúmum var komið fyrir meðfram veggjum, og varð gangur- inn mjór milli þeirra. Tveir voru um hvert rúm, og settu þeir matarílát sín við rúmstokkinn. Ekkert eldstæði var í búðunum, og engin fanggæzla var til mat- artilbúnings og þjónustubragða. Sjálfir hirtu sjómenn föt sín og suðu sér mat á TMM 2005 • 3 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.