Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 34
Jón Karl Helgason
Ljósmynd tekin við uppgröft á Hólum 1918.
inga,“ sagði Halldór Laxness um Jónas Jónsson frá Hriflu, í tilefni af
áhuga þess síðarnefnda á að koma á fót þjóðargrafreit á Þingvöllum.8
Eflaust hefði mátt hafa svipuð orð um okkur, ferðafólk af ólíku þjóðerni,
sem komum okkur fyrir í kvikmyndasal British Museum með þrívíddar-
gleraugu á nefinu. Sýningin hófst og fyrr en varði svifum við á töfra-
teppi Aladdíns um skorpinn skrokk Nesperennubs, upp eftir öðrum
fótleggnum, meðfram hrygglengjunni og inn í höfuðkúpuna þar sem
þulurinn benti á merki þess að heilaæxli hefði riðið hofprestinum að
fullu. Þúsundir safngesta víðsvegar um heiminn eru daglega í svipuðum
sporum þótt ekki séu allir sýningargripirnir jafn veigamiklir. Stundum
vegur orðspor hins látna að vísu upp á móti fáfengileika minjanna og má
þar nefna til dæmis meintan getnaðarlim Napóleons, falskar tennur
Georges Washington, hárlokk Beethovens og heila Einsteins.9 í þessu
ljósi er ef til vill skiljanlegt að bein Jóns Arasonar og sona hans hafi ratað
á Þjóðminjasafnið á sínum tíma, þótt aldrei hafi þau verið höfð þar til
sýnis svo vitað sé. Þegar Guðbrandur Jónsson gaf út rit sitt um Hóladóm-
kirkju 1929 birti hann reyndar ljósmyndir af beinunum og rakti að nýju
niðurstöður vettvangsrannsókna sinna áratug fyrr. Hann gat þess í
þetta sinn að höfuðsaumar mannsins í miðjunni hefðu verið algrónir en
nokkuð opnir í hinum tilvikunum en slíkt benti til að sá í miðið hefði
verið elstur. „Nú er spurningin: hvaða þrír menn - tveir yngri og einn
eldri - geta verið grafnir saman, undir einu hvolfi á þessum stað? Og
hver getur verið grafinn þarna, svo að hann hafi höfuð sitt undir hend-
inni eins og hinn blessaði Dionysius? Svarið getur ekki verið nema eitt,
32
TMM 2005 • 3