Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 42
Jón Karl Helgason húsi. Hópur vina tekur í spil við eldhúsborðið, húsráðandinn sækir drykkjarföng fyrir gestina og bendir um leið á ljósmynd á ísskápshurð- inni af látinni eiginkonu sinni. Þetta er falleg kona, með sólbrúnar axlir. Áfram heldur fólkið að spila en þegar næst er gert hlé á leiknum stendur húsráðandi aftur á fætur og sækir böggul sem bundið er um með tóbaks- klút. Hann leggur böggulinn á borðið, leysir utan af honum og við aug- um blasir safn skjannahvítra mannabeina. Aldrei fór á milli mála hvaða mannveru þessi bein höfðu tilheyrt, tilfinningar okkar áhorfenda léku einhvers staðar á mörkum hryllings og sorgar. Hláturinn sem kraumað hafði í brjóstinu andspænis franska þjóðargrafreitnum var löngu hljóðn- aður en í staðinn fann ég til ókennilegs gruns um að ég ætti ekki aftur- kvæmt úr þessari ferð. Mér fannst eins og sérvitringslegur áhugi minn á beinamáli fónasar væri farinn að draga dilk á eftir sér, líkamsleifarnar hrúguðust upp í kringum mig, ég stóð aftur og aftur í sporum Hamlets á grafarbakkanum og horfðist í augu við glottandi höfuðkúpu hirðfífls- ins Jóriks. Frá Frakklandi lá leiðin til norðausturhluta Ítalíu, þar sem ég hafði í hyggju að heimsækja ítalskan vin minn, Massimiliano Bampi. Lestinni frá Verónu seinkaði um átta klukkustundir þannig að ég var ekki kominn til Trento fyrr en laust eftir miðnætti. Daginn eftir var bjart veður og ég notaði tækifærið síðdegis til að skoða Buonconsiglio- kastalann. Á efri hæðum hans er ágætt málverkasafn, meðal annars með eftirminnilegri mynd eftir ítalskan endurreisnarmálara af höfði Jóhannesar skírara á kopardiskinum. Hvítkölkuðu fangaklefarnir á jarð- hæð kastalans höfðu þó enn dýpri áhrif á mig. Ég virti fyrir mér ljós- myndir hermannanna þriggja, Fabios Filzi, Cesars Battisti og Damianos Chiesa, sem vörðu þar nokkrum nóttum á árum fyrri heimsstyrjaldar. Þetta voru ítalskir föðurlandsvinir sem barist höfðu gegn yfirráðum Austurríkismanna á svæðinu. Við dyr eins klefans má lesa texta síðasta bréfsins sem Battisti skrifaði til fjölskyldu sinnar, hann er fjörutíu og tveggja ára gamall og hefur lifað góðu lífi, afrekað meira en mörgum auðnast á langri ævi. Hann kveðst taka dauðanum af æðruleysi og biður börnin sín að annast vel um móður þeirra. Mér leið eins og pílagrími á leið upp Golgata þegar ég gekk aftur út úr fangaálmunni, meðfram kast- alaveggjunum, upp marmaratröppur, inn í sal á annarri hæð og þaðan niður steintröppur út í bakgarðinn. Á veggjum blöstu við fleiri ljósmynd- ir sem sýndu dauðadæmdu mennina feta þessa sömu leið í fylgd her- manna árið 1916. Á einni myndinni þóttist ég sjá prestinn sem fylgdi þeim á aftökustaðinn og minnti þá á að það væri líf að þessu loknu. Um kvöldið borðuðum við Massimiliano kvöldmat í bjórkjallara í miðbæn- um. Ég sagði honum frá kastalaheimsókninni og hann spurði hvort ég 40 TMM 2005 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.