Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 54
Kristján Jóhann Jónsson
hlóðum úti, þá tími gafst til, annars urðu þeir að lifa á þurrmeti því, sem þeir
höfðu með sér að heiman, þegar gæftir voru miklar og dagleg sjósókn. Lóðir
voru beittar úti, því að til þess var ekki rúm í búðinni. (51)
Þórbergur setur ekki fram nein almenn mörk eða reglur um upplýsingar
en gagnrýnir bókina samt fyrir ýmiss konar vöntun sem hann telur ekki
orka tvímælis.
Hugtakið skalli er með öðrum orðum fremur huglægt stílfræðihug-
tak vegna þess að það á sér enga skilgreiningu aðra en þá að lesandanum
finnist eitthvað vanta. Stundum geta rökin fyrir því að eitthvað vanti að
sjálfsögðu verið sterk. Engin lýsing í þessum heimi er þó þannig gerð að
hún lýsi öllu, jafnvel þó að það hafi verið sett fram sem markmið. Alltaf
er eitthvað klippt burt og það er að sjálfsögðu höfundurinn sem velur
hvað fær að koma með og hvað verður að víkja. Forsendur höfundarins
verðum við alltaf að reyna að skilja, hvort sem hann er ungur eða gam-
all, frægur eða óþekktur.
Lesandinn skiptir einnig meginmáli. Hann hefur sínar hugmynd-
ir um hvað eigi að birtast fyrir hugskotssjónum hans þegar hann les
lýsingu eða hvaða röksemdir hann þarf að heyra ef hann á að trúa rök-
semdafærslu. 1 hverri lýsingu og hverri röksemdafærslu er innbyggður
lesandi eða áheyrandi. Til gamans getum við hugsað okkur nokkrar
gerðir af lesendum og þá verður fljótlega ljóst að þeir gætu aldrei orðið
sammála um skalla Hornstrendingabókar eða nokkurs annars rits. Það
fer eftir kyni, þjóðerni, stjórnmálaskoðunum, starfsgreinum og fleiru
slíku. Ég þekki til dæmis tannlækni sem man það eitt úr Sölku Völku
eftir Halldór Laxness að í þeirri bók er minnst á grænar tennur á einum
stað. Hann vildi fræðast meira um þetta og fannst það greinilega skalli
að Halldór skyldi ekki skilgreina þessa grænku nánar.
Lýsingin, röksemdafærslan eða sagan svarar með öðrum orðum þörf-
um einhvers tiltekins lesanda eins og hann er meðan hann er að lesa.
Þetta má auðvitað líka orða þannig að við skrifum alltaf textann okkar
inn í einhverja orðræðu. Hann verður að miðast við þekkingu, þarfir og
áhuga þeirra sem við tölum við. Að skrifa er að taka þátt í samtali. Þar
gildir sú regla að einungis sá sem kann að hlusta getur látið í sér heyra.
Næsta dæmi Þórbergs um skalla er að sumu leyti betra. Hann bendir á
tvö örnefni sem ekki eru merkt á korti og segir það útiloka suma lesendur
eða gera textann óskiljanlegan í þeirra augum að nefna þessi fjöll án þess að
gera nánari grein fýrir þeim. Þórbergur dregur þá ályktun að hér hafi höf-
undurinn gleymt þeim megintilgangi bóka að þær séu ekki ritaðar handa
þeim sem vita heldur hinum sem ekki vita. Hann staðhæfir í beinu fram-
52
TMM 2005 • 3