Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 54
Kristján Jóhann Jónsson hlóðum úti, þá tími gafst til, annars urðu þeir að lifa á þurrmeti því, sem þeir höfðu með sér að heiman, þegar gæftir voru miklar og dagleg sjósókn. Lóðir voru beittar úti, því að til þess var ekki rúm í búðinni. (51) Þórbergur setur ekki fram nein almenn mörk eða reglur um upplýsingar en gagnrýnir bókina samt fyrir ýmiss konar vöntun sem hann telur ekki orka tvímælis. Hugtakið skalli er með öðrum orðum fremur huglægt stílfræðihug- tak vegna þess að það á sér enga skilgreiningu aðra en þá að lesandanum finnist eitthvað vanta. Stundum geta rökin fyrir því að eitthvað vanti að sjálfsögðu verið sterk. Engin lýsing í þessum heimi er þó þannig gerð að hún lýsi öllu, jafnvel þó að það hafi verið sett fram sem markmið. Alltaf er eitthvað klippt burt og það er að sjálfsögðu höfundurinn sem velur hvað fær að koma með og hvað verður að víkja. Forsendur höfundarins verðum við alltaf að reyna að skilja, hvort sem hann er ungur eða gam- all, frægur eða óþekktur. Lesandinn skiptir einnig meginmáli. Hann hefur sínar hugmynd- ir um hvað eigi að birtast fyrir hugskotssjónum hans þegar hann les lýsingu eða hvaða röksemdir hann þarf að heyra ef hann á að trúa rök- semdafærslu. 1 hverri lýsingu og hverri röksemdafærslu er innbyggður lesandi eða áheyrandi. Til gamans getum við hugsað okkur nokkrar gerðir af lesendum og þá verður fljótlega ljóst að þeir gætu aldrei orðið sammála um skalla Hornstrendingabókar eða nokkurs annars rits. Það fer eftir kyni, þjóðerni, stjórnmálaskoðunum, starfsgreinum og fleiru slíku. Ég þekki til dæmis tannlækni sem man það eitt úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness að í þeirri bók er minnst á grænar tennur á einum stað. Hann vildi fræðast meira um þetta og fannst það greinilega skalli að Halldór skyldi ekki skilgreina þessa grænku nánar. Lýsingin, röksemdafærslan eða sagan svarar með öðrum orðum þörf- um einhvers tiltekins lesanda eins og hann er meðan hann er að lesa. Þetta má auðvitað líka orða þannig að við skrifum alltaf textann okkar inn í einhverja orðræðu. Hann verður að miðast við þekkingu, þarfir og áhuga þeirra sem við tölum við. Að skrifa er að taka þátt í samtali. Þar gildir sú regla að einungis sá sem kann að hlusta getur látið í sér heyra. Næsta dæmi Þórbergs um skalla er að sumu leyti betra. Hann bendir á tvö örnefni sem ekki eru merkt á korti og segir það útiloka suma lesendur eða gera textann óskiljanlegan í þeirra augum að nefna þessi fjöll án þess að gera nánari grein fýrir þeim. Þórbergur dregur þá ályktun að hér hafi höf- undurinn gleymt þeim megintilgangi bóka að þær séu ekki ritaðar handa þeim sem vita heldur hinum sem ekki vita. Hann staðhæfir í beinu fram- 52 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.