Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 7
Moldin syngur ekki alltaf
Bréfaskipti Guðmundar Böðvarssonar
og Ragnheiðar Magnúsdóttur
Árið 1994 kom út ævisaga Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli eftir
undirritaða, Skáldið sem sólin kyssti. Rauðan þráð í þeirri sögu mynduðu bréf Guð-
mundar til skáldgyðju hans, Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka, húsmóður
á Ytri-Skeljabrekku og síðar Hvítárbakka í Borgarfirði. Þau bréf sýndu á einstæð-
an hátt þróun og þroska ungs skálds og gáfu í skyn að samband þessara tveggja
einstaklinga hefði verið náið, þó að þau hittust sjaldan og aðstæður þeirra og kjör
væru afar ólík.
Þegar ég vann að bókinni var talið að bréf Ragnheiðar til Guðmundar væru
glötuð en um það leyti sem bókin kom út komst ég að þv' að til væri umslag með
bréfum, geymt á Handritadeild Landsbókasafnsins en lokað forvitnum fram í
nóvember 2004. Þetta hlutu að vera bréfin frá Ragnheiði til Guðmundar, og þegar
umslagið var opnað reyndist svo vera. Auk bréfanna voru í umslaginu kvæði eftir
Ragnheiði sem hún sendi Guðmundi til varðveislu - eins og hann sendi henni sín
kvæði.
Efst í bunkanum er þessi yfirlýsing Guðmundar:
Hér eru bréf Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka til mín. Enginn má af
þeim draga þá ályktun að okkar vináttusamband hafi á nokkurn hátt verið
annað en það sem þar kemur fram, - handleiðsla hennar á mér, ungum dreng,
- hún var og er dásamleg kona. Hér eru einnig þau ljóð hennar er hún fól mér.
- Er mér ekki annað unnt en að forða þessu frá glötun, ef hægt er, og biðja fram-
tíðina fyrir það.
Guðm. Böðvarsson
í síðasta bréfi Guðmundar til Ragnheiðar þakkar hann henni fyrir það sem hann
varð með skýrum orðurn: „Þegar einhverjir eru að tala um að ég hafi orðið fyrir
mestum áhrifum af þessum og þessum í vísunum mínum, þá vita þeir ekki að það
var huldukona sem gaf mér flautuna mína, - á mér hvíla þau álög að ég má eng-
um segja hvað hún heitir“ (Skáldið sem sólin kyssti, 351). Lesendur geta því rétt
ímyndað sér spennuna hjá ævisöguritaranum þegar hún opnaði umslagið. Ekki
laust við að hendurnar titruðu og munnurinn yrði þurr eins og gamall pappírinn í
TMM 2005 • 3
5