Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 17

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 17
en þessi nútímaboðorð eru hins vegar vel þekkt og ný ráð þiggja flestir með þökk- um. Yfirleitt eru glæpir tengdir stórborgum í hugum manna, en íbúar smábæja og sveita hafa rekið sig í auknu mæli á þá staðreynd að þeir eru ekki eins óhultir í sínu umhverfi og fyrr. Börn leika sér ekki úti án þess að vakað sé yfir þeim og stálpuðum krökkum er kennt, bæði í skóla og heima fyrir, að fara eftir röð ör- yggisreglna í samskiptum við ókunn- uga. Þeim er líka ráðlagt hvernig best sé að bregðast við sé á þau ráðist. Konur eru ekki einar á ferð að kvöldlagi nema þá í læstum bílum og víða, til að mynda hér í Ontario, dreifir lögreglan bækling- um með öryggisráðum fyrir konur. Ýmis öryggiskerfi, s.s. þjófavamarkerfi og skipulagt eftirlit íbúa hver með öðr- um, svokallað Neighbourhood Watch, þykja sjálfsögð. Samkvæmt skoðana- könnun kanadíska tímaritsins Macle- ans, sem birtist snemma á þessu ári, er meira en helmingur Kanadabúa alltaf með harðlæstar dyrnar heima hjá sér, hvort heldur er um hábjartan dag eða að nóttu til. Hræddastir um að verða fyrir innbroti eða árásum eru íbúar í Bresku Kólombíu, eða 63%, og á sléttunum er hlutfallið 48%. Öruggastir telja sig vera íbúar á austurströnd Kanada, eða 33%. Sama hlutfafl er á mifli þessara þriggja svæða þegar spurt var um ótta fólks við að ganga eitt á götu að kvöldlagi og þeg- ar litið er á heildina telja 50% Kanada- manna að þeim sé meira ógnað af glæp- um nú en fyrir 5 árum. Þó má sýna á margan hátt fram á að í nokkrum héröðum og byggðakjörnum landsins er þessi ótti ástæðulaus. Hins vegar er ofur skiljanlegt að fólk sé vart um sig í ljósi þeirra upplýsinga um glæpi sem berast með fjölmiðlum inn á heimilin. Börn hverfa sporlaust og lík ungra stúlkna finnast nákin og illa út- leikin við einhvern vegkantinn tveimur vikum eftir að þeirra var saknað. Fréttir af slíkum glæpum birtast reglulega í fjöl- miðium og það þarf ekki nema að horfa á eina sflka frétt til að eftir sitji í huganum nægilegur hryflingur til að verða að ei- Ufu varkár. Einhverjar tölur og kannan- ir um afbrot og afbrotatíðni þurrka ekki út sflkan hrylflng. Því að það er óflklegt að fólk setjist niður og reikni út líkur sínar á að verða fyrir árás sálsjúks glæpamanns, verða fómarlamb auðgun- arhrings eða hvers kyns glæpa. Pólk man hryllinginn sem það sá í sjónvarpi eða las um í blaði og það verður hrætt. En þó að glæpum í Kanada hafi fjölgað mikið á síðustu árum, þá eiga nágrann- arnir í Bandaríkjunum vinninginn, a.m.k. eru Bandaríkjamenn 155 sinnum oftar skotnir til bana en nágrannarnir. Og þar hafa glæpir og hræðslan við þá meira vægi í hringiðu dagsins, eins og berlega sést þegar kemur að kosningum í Bandaríkjunum. Eina málefnið sem skýtur sér upp fyrir glæpahysteríuna sem mikilvægasta kosningamálefnið eru skattar. Skólamál, heflbrigðismái og fé- lagsmál eru öfl fyrir neðan. En það þarf engar kannanir til að sjá hversu tryggt kosningamál glæpir eru. Um það vitna endalausar sjónvarpsaug- lýsingar meðan á kosningabaráttu stendur, þar sem áhorfendur sjá annað hvort konu eða barn í voða statt og fá í framhaldinu loforð frambjóðandans um að hann muni styrkja lögregluna, hefja leiftursókn gegn glæpum og endur- skoða dauðarefsingar. En burtséð frá kosningum þá virðist trú manna vera að aukast á því að besta leiðin til að takast á við glæpi og ofbeldi sé að láta hart mæta hörðu. Til að mynda sýna skoðanakann- anir að fylgi dauðarefsingar meðal KaU- forníubúa hefur aukist um rúm 30% á tæpum fjörutíu árum og er nú um 80%, sem hlýtur að vera umhugsunarefni. Hins vegar má ekki Uta fram hjá því að ofbeldi er ekki jafn augljóst og ógnandi fyrir alla Bandaríkjamenn. Kannanir sýna nú að hætta þeirra sem ekki eru borgarbúar á að verða fómarlömb ofbeld- is og giæpa hefur minnkað um hálft pró- sent á síðustu 25 árum og er nú 2,5%. Sömu kannanir sýna hins vegar að hætt- an hefur að sama skapi stóraukist á með- al blökkumanna sem búa í stórborgum, þeir eru 70% Uklegri til að verða fyrir al- varlegum glæp og fjórði hver blökku- maður á aldrinum 20-29 ára hefur á einn eða annan hátt komist í kast við lögin. Það er því ekki alveg út í bláinn að forð- ast ákveðna hluta stórborga, eins og Bronx, Brooklyn eða spænsku Harlem í New York, þar sem gengi eða einstak- lingar herja hver á annan. Svo ekki sé talað um áralöng stríð gengjanna í Los Angeles. En þessar staðreyndir hafa svo sínar afleiðingar og því miður oft alhæf- ingar. í þeim felst meðal annars ástæða þess að hinn dæmigerði glæpamaður hefur svart andlit í hugum flestra Bandaríkjamanna. Menntaður Afrfkani úr millistétt má allt eins eiga von á að verða áfltinn hættulegur og árásargjam sýni hann ákveðni í fasi sínu og margir kvarta undan því að vera tortryggðir í viðskiptum vegna Utarhaftsins. Önnur hUð á því hvernig menn nýta sér hræðslu fólks við glæpi kemur fram hjá yfirlýstum kynþáttahöturum. Hægri öfgamenn eins og sá frægi kynþáttahat- ari David Duke forðast að skoða glæp- samlegt atferU í samhengi við félagslega og efnahagslega eymd. Þess í stað nýtir hann sér óspart hræðslu hvítra við glæpi og kyndir undir málstað sínum til fram- dráttar. En það eru ekki bara menn á borð við David Duke sem ala á óttanum. Óttinn og tortryggnin hallar ábáða kynstofna og í röðum helstu baráttumanna svartra hafa sumir haldið fram í fúlustu alvöru jafn öfgakenndum skoðunum og að hvít- ir menn hafi fundið upp og framleitt eyðniveiruna á rannsóknarstofu í þeim tilgangi einum að útrýma blökkumönn- um. Og að eiturlyfjavandamáUð sé notað í sama tílgangi. En hvaða skoðanir sem menn hafa á þessum málum og hvort sem verið er að gera meira úr en tilefni er til eður ei, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að glæpir og afleiðingar þeirra verða mjög félagslega einangrandi. Líka fyrir fólk sem hefur aldrei orðið fyrir glæpum. Og „Sumir halda því jafnvel fram í fúlustu alvöru að hvítir menn hafi fundið upp og framleitt eyðniveiruna í þeim tilgangi að útrýma svörtum“ þetta er á kostnað almennra lífsgæða, hvað annað, þegar fólk þorir ekki lengur að fara út á kvöldin til að sækja samkom- ur eða fundi vegna þess að líkumar auk- ast utandyra á að verða fórnarlamb. Og þá er betra að sitja heima — í mörgum tilvikum með byssu ofan í kommóðu- skúffu. Hins vegar er það spurning hvort rétta lausnin sé að einangra sig og vígbúast, hver í sínu horni. Þrátt fyrir að ofbeldi í Bandaríkjunum sé jafn algengt og stað- reyndir sýna, þá má það ekki gleymast að ofbeldið sem slíkt er ekkert náttúru- lögmál. Og þótt fæstir vilji kannski kannast við það, þábera fórnarlömbun jafnt sem afbrotamennirnir ábyrgð á þjóðfélaginu sem elur af sér ofbeldi. Heimsmynd / ágúst - september (l7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.