Heimsmynd - 01.08.1994, Page 23

Heimsmynd - 01.08.1994, Page 23
þau fóru aö gera sér far um að spjalla oftar saman í vinnunni. Og innst inni vorkenndi Sigga manninum örlítið, en henni fannst lika gott að geta talað við hann. Heima ræddu Sigga og Elli þessa nýju vináttu ekki frekar en annað. Elli var ekki vanur að setja Siggu inn í sinn félagsskap, hvort sem það tengdist vinn- unni, félagslífinu eða vinnuferðum. Og allt gekk sinn vanagang. Þar til að Sigga svaf hjá þessum nýja vini sínum. Fyrst nánast eins og af tilviljun. Það bara gerðist. En síðan gerðist það oftar og oftar og sambandið sem hafði byrjað sem vinskapur tók á sig annan blæ. Um leið og kynlífið kom inn í myndina breyttist vinskapurinn í framhjáhald þeirra veggja. En um leið hófst nýtt samskiptamynstur, þar sem leyndar- má.lið þeirra varð aðalatriðið. Skemmti- legu samtölin í hádegi og kaffitímum breyttust í báktjaldamakk, hagræðingu á raunveruleikanum og smálygar. Sigga hafði aldrei svo mikið sem kysst annan mann frá upphafi sambandsins við Ella, hvað þá sofið hjá. Og hún var ekki sátt við aðstæðurnar. Spurði sjálfa sig spurninga eins og, hvað er að mér? Er ég komin í alvöru framhjáhald? Af hverju sef ég hjá honum þegar ég er gift og á góða fjölskyldu? Er hann eitthvað betri en Elli? Betri maður? Betri hlust- andi? Betri í rúminu? Er það innrætið? Er það útlitið? Öllu þessu svaraði hún neitandi. En út- skýrði fyrir sjálfri sér um leið að hann væri öðruvísi, hann segði svo margt fal- legt við sig, tæki eftir svo mörgum litl- um atriðum og svo ætti hann dálítið erf- itt. Og hún velti öllum hliðum fyrir sér. Er þetta rangt, eða er ég að gera það sem allir aðrir eru að gera? Er þetta sönmm um aó ég sé innst inni ekki hrifin af Ella lengur? Er þetta merki þess að við ætt- um að skilja? Eða gæti þetta bætt sam- band okkar? Sumir segja að framhjá- hald geri það og ekki veitir okkur af. Er þetta kannski bara Ella að kenna? Hefði ég sofið hjá öðrum eða hrifist af öðrum ef hann væri ekki svona mikið að heim- an. Ef hann gæíi mér meiri tíma? Hún ákvað að hún héldi ekki út að fela leyndarmálið fyrir Ella, safnaði kjarki og sagði frá. Hann brjálaðist gersam- lega fyrst og hótaði að skjóta manninn. En þegar þessi fyrstu harkalegu við- brögð liðu hjá gátu þau hjónin talað saman af meiri skynsemi. Og þá kom líka að ljós að Sigga hafði ekkert gert sem Elli hafði ekki sjálfur gert. Smáveg- is hjásofelsi hér og þar hafði verið hmi í myndinni hjá honum. Fyrst í útskriftar- ferðinni árið sem þau byrjuðu sarnan og síðan af og til í gegnum árin. Hann hafði hins vegar aldrei verið í föstu sam- bandi við aðra konu og einmitt þess vegna hafði hann aldrei litið á slík skjmdikynni sem framhjáhald eða eitt- hvað sem gæti skaðað Siggu eða bömin. Hvað gat skaðað hana ef hún vissi ekki afþví? Staðreyndin er nefnilega sú að framhjá- hald og samræður út frá því geta opnað fyrir það að fóik tali út um málin. Hrein- lega stillt hjónunum upp við vegg, þann- ig að þau þurfi að horfast í augu við sína hjónábandskreppu og ræða saman, eins og gerðist hjá Siggu og Ella. í samræð- um þeirra komu upp ýmsar vel þekktar goðsagnir um framhjáhald. Eins og t.d. að framhjáhald sé í raun hinum aðilan- um (þeim sem haldið er framhjá) að kenna. Og að framhjáhald geri ekkert til ef makinn viti ekki af því. Stuttaralegt framhjáhald skerpi sýn fólks á hjóna- bandið og bæti það. Staðreyndin er hins vegar sú að fram- hjáhald er þess eðlis að svona alhæfing- ar sem eru ótrúlega algengar eru lítið annað en einhverjar eftirá útskýringar og ekki sérlega haldbærar. Skilgreining- in á framhjáhaldi og hvemig það tengist samskiptamynstri hjóna eða pars er ólíkt frá einu tilviki til annars, vegna þess að hvert og eitt par verður sjálft að skilgreina sitt samband og þann trúnað- arsamning sem það vill hafa. í tilviki Ella og Siggu var slikur trúnaðarsamn- ingur afskaplega óljós. Skoðum upphafið. Elli og Sigga komu bæði út í lífið með ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vildu hafa framvindu þess og hvað þau vildu fá út úr lífinu. Tilfmningalegur uppruni þeirra var um margt ólíkur. Elli hefur alla tíð átt sér það takmark að komast áfram og verða ríkur og var tilbúinn að leggja mjög mikið á sig til þess. Hann var alinn upp við mikið öryggi, en lítU efni, en foreldr- ar hans lögðu mikla rækt við tilfinning- ar hans í uppeldinu. Sigga, aftur á móti, ólst upp í þokkalega vel efnaðri fjöl- skyldu en hinsvegar við óhóflega drykkju beggja foreldranna. Hún er elst í systkinahópnum og lærði snemma að axla ábyrgð, bæði gagnvart systkinum og foreldrum og sinna tilfinningaþörf- umannarra. Að hluta til vegna uppeldis síns voru bæði Sigga og Elli ómeðvituð um mikil- vægi þess að hlú að sambandi sínu, eins og til dæmis með því að veita hvort öðru innsýn í þá hluti sem þau voru að gera hverju sinni. Það að par geti talað saman um dags daglega hluti er undirstaða þess að það geti tekist á við og rætt erfið mál. Sigga og Elli höfðu í langan tíma ekki rætt saman mn sín tilfinningamál eða tilfinningar í garð hvors annars og þau höfðu mjög ólíkar hugmyndir um hvað framhjáhald væri. Flestum finnst okkur við vera nálæg því fólki sem við eigum leyndarmál með og líður illa gagnvart þeim sem við þurfum að ljúga að. Þannig fer framhjáhald oft út í að vera sérstakt leyndarmálakerfi, sem yfirleitt endar ekki nema á einn veg. Leyndarmálið kemst upp. Og þegar upp er staðið er það ekki framhjáhaldið sjálft sem fer verst með sambandið, held- ur allt kerfið og öll svikin sem fylgja því. Vald framhjáhaldssambands liggur í leyndarmálinu. En um leið og það er ekki lengur leyndarmál opnast líka möguleikar á að vinna með það. Vald- „Þegar upp er staðið er það ekki framhjáhaldið sjálft sem fer verst með sambandið, heldur allt kerfið og öll svikin sem fylgja því.“ leysi og veikleikar í „gömlu" parsam- bandi má kalla þægindábúskap í tilfinn- ingamálum. Parið hefur þá komið sér upp ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem erfiðu málin eru sniðgengin og spenn- ingurinn sem fylgir því óvænta er ekki lengur til í sambandinu. Ég hef oft verið spurð að því hvort skiln- aður sé ekki óumflýjanlegur þegar um framhjáhald hefur verið að ræða. Spum- ingin um skilnað kemur nánast alltaf upp við alvarlegar kreppur í sambandi pars eða hjóna og framhjáhald er ein- mitt eitt einkennið á slíkri kreppu. Svar- ið við þessu er ekki einhlítt og það fer eftir eðli málsins hverju sinni hvernig rmnið er í framhaldinu. En hitt er alltaf ljóst, að framhjáhald er rof á samningi tveggja einstaklinga. Því er fyrsta skref- ið að skoða samninginn gaumgæfilega. Framtíðin veltur á því hvort þar finnist forsendur til að byggja upp traust að nýju. Heimsmynd / ágúst - september (23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.