Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 30

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 30
Heislan Sautján kilóum síðar 3 enn hafa farið ýmsar leið- ir til að losna við aukakíló- in. Þorsteinn G. Gunn- H arsson fann sína leið til að losna við kílóin - og ýmislegt fleira í leiðinni. Fyrst af öllu verð ég að viður- kenna að ég er dellukarl. Sumir segja að það sé skammt öfganna á milli, það sé annað hvort allt eða ekkert. Vitaskuld trúi ég þessu mátulega, enda veit enginn betur en ég í þeim efnum. En þessi nýj- asta della mín hófst formlega 19. maí 1993, þótt ég hafi byrjað mun fyrr í hug- anum. Því eins og allir vita þá skiptir gríðarlega miklu máli að hafa rétta hug- arfarið, sama hvað menn taka sér fyrir hendur. Ég var dálítið stoltur þegar ég reimaði á mig hlaupaskóna síðdegis þennan ör- lagaríka dag. Stoltur yfir því að hafa yfir- stigið fyrsta þröskuldinn, þann að kom sér af stað. Reyndar var ég dálítið ótta- sleginn yfir því sem ég átti. í vændum 1.7 kílómetra og það þótti mér óskapleg vegalengd, nánast óyfirstíganleg. Hlaupaskórnir mínir voru nánast ónot- aðir, ég hafði fengið þá í jólagjöf árið áð- ur og það frá konunni minni. Það segir sína sögu. Henni blöskraði og var reynd- ar ekki að skafa af því. „Sjáðu hvað þú ert orðinn rosalega feitur,“ sagði hún. Og hún sagði það oft. Ég leit þá niður eft- ir sjálfum mér og í hvert skipti fannst mér hún hafa rangt fyrir sér. Ég var svo- sem engin horgrind, en feitur, nei. Stundum sáum við hjónin meira að segja menn sem voru þykkri en ég. Þegar það gerðist þakkaði ég þeim í huganum fyrir sérstaklega jákvæðan samanburð, en oft var ég rifinn úr eigin þankagangi með olnbogaskoti í mjúku síðuna og eitraðri athugasemd: „Það styttist nú í að þú verðir svona“. Og svo gaf hún mér hlaupaskó í jólagjöf. Mér fannst, já og finnst reyndar ennþá afskaplega gaman að borða. Reyndar finnst mér líka gam- an að elda og vaska upp. Ég les stundum matreiðslubækur áður en ég fer að sofa. Já það má segja að ég sé líka með dellu fyrir mat. Mér fannst meira að segja skemmtilegast að borða þegar ég var orðinn saddur. Ég fór eiginlega fyrst að njóta þess verulega að borða þegar ég var búinn að fullnægja frumþörfinni og yfirvinna hungurtilfinninguna. Og svakalega var gott að rúlla yfir í næsta sófa of svitna af seddu. Ég veit að þetta hljómar ógeðslega, en þeir sem hafa upplifað þetta vita hvað ég er að tala um. Vita hvað það er gott að vera með yfirfuUan maga, helst af veru- lega þungum mat og slappa síðan af fyr- ir eftirréttinn og finna hvernig kaldur svitinn sprettur fram. Þeir sem hafa upp- lifað þetta vita hvað það er að njóta mat- arins. En henni fannst ég of þungur. Oft spurði hún mig hvað ég væri eiginlega mörg kíló og þetta „eiginlega" fól í sér ákveðna fordóma. Þess vegna gerði ég henni það ekki til geðs að stíga á viktina. Einhverntíma sagðist ég vera eitthvað um 90 kíló, sennilega tæplega og henni fannst nóg um. Reyndar steig ég einu sinni á vigtina og var fljótur af henni aftur vegna þess að hún var eitthvað biluð. í það minnsta fór skífan það langt að ég sá vel í þessa skelfilegu þriggja stafa tölu lengst til hægri. Ég er ekki að segja að ég hafi ver- ið 100 kíló, o nei. Mér sýndist ég vera eitthvað í kringum 98 kíió. Nú var ég sem sagt búinn að reima á mig hlaupaskóna og var kominn í hlaupa- gallann. Svona eftir á að hyggja get ég ekki ímyndað mér annað en að ég hafi verið ansi aumkunarverð sjón. En sem betur fer fannst mér það ekki á þeim tíma, þvert á móti fannst mér ég vera dá- lítið flottur. Og svo hófst púiið. Ekki með því að hlaupa af stað, heldur með upphit- un. Ég var nefnilega með sérfræðingum frá samtökunum „íþróttir fyrir alla“ og það átti sko að kenna okkur byrjendun- um réttu tökin strax frá upphafi. Og ég hélt að ég myndi ekki lifa upphitunina af. Þvílíkt púl. Á þessari stundu blótaði ég því í fyrsta skipti á ævinni að hafa ver- ið með vottorð í leikfimi álla mína skóla- tíð. En það var engin miskunn. Aiira hand- anna hopp og hundakúnstir voru senn að baki og loks lagt í’ann. „Bara rólega, okkur liggur ekkert á. Takið stutt skref, lendið á hælunum og veltið ykkur síðan fram á tábergið." Meira man ég ekki úr þessu fyrsta hlaupi mínu, en ég komst hringinn að lokum, másandi og hvás- andi, rauður eins og karfi og með dúndr- andi hjartslátt. Eftir að hafa lifað þessa fyrstu reynslu af, voru mér allir vegir færir. Það fannst mér að minnsta kosti. Ég fór að hlaupa daglega, stutt í einu, en jók vegalengdina smám saman og senn var ég farinn að hlaupa 3 kílómetra í einni lotu. Upphit- unina tók ég alvarlega og teygði að sama skapi þreytta vöðva og sinar af miklu kappi eftir hvert hlaup. Reyndar gerði ég það af of miklu kappi, því hugur minn var töluvert léttari en skvapkenndur skrokkurinn og eitthvað varð undan að láta. Fyrst fór bakið. Ég hélt nefnilega að ég væri jafn liðugur og þeir sprækustu um- hverfis mig, sveiflaði öðrum fætinum upp á háan búkka, hallaði mér í átt að tánni og tognaði í mjóhryggnum! En ég var ekki nema viku að ná mér. Og á þeirri viku áttaði ég mig á því að tölu- verðar breytingar höfðu átt sér stað án þess að ég hefði nokkuð gert til að breyta C 30) ágúst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.