Heimsmynd - 01.08.1994, Page 31

Heimsmynd - 01.08.1994, Page 31
þeim þáttum í lífi mínu. Til dæmis var ég svo gott sem hættur að reykja. Að vísu fannst mér ég aldrei reykja neitt af ráði og skildi heldur aldrei hvað pakkinn var fljótur að fara. En sem sagt, án nokkurr- ar áreynslu hætti ég að reykja. Önnur breyting var að sælgætisátið virtist heyra sögunni til. Mér langaði einfaldlega ekki lengur í nammi og í staðinn fyrir fitugan hamborgara, franskar og kók, fékk ég mér grænmetissamloku úr grófubrauði og drakk diet kók með. En það var ekki eins og ég hefði einsett mér að skipta um mataræði, nei þetta gerðist bara af sjálfu sér. Mér fór bara að langa í allt annað en áður. Ég hætti meira að segja að spæna í mig heilan pakka af súkkulaðikexi fyrir framan sjónvarpið á kvöfdin. Kexpakka sem ég var vanur að skola niður með eins og einum iítra af mjóik. Já einhvem- veginn gerðist þetta bara að sjálfu sér og eftir að hafa skokkað í stuttan tíma fannst mér betra að svitna á hlaupum, en að svitna af seddu. Það furðulegasta við þetta allt saman er samt það, að sennilega borða ég ekkert minna en áður og líklega aðeins meira. En áður fyrr sleppti ég oft úr máltíðum, en skóflaði upp í mig þessá milli. Núna borða ég aftm’ á móti reglulega, oftar og ágætis skammta í hvert skipti. En ég er bara farinn að brenna meiru en áður og matarsmekkurinn breyttist til batnaðar án þess að ég gæti nokkuð að því gert. Auðvitað mældist árangurinn á baðvigt- inni og það sem var ef til vill ennþá ánægjulegra var að árangurinn sást á mér. Fóik sem áður hafði verið með léttar glósirr yfir vaxtarlaginu mínu var farið að tala um að ég hefði lagt af. Ennþá sagði þó enginn að ég hefði grennst, því ég var enn töluvert langt frá því að teljast grannur. En ég hafði lagt af. Ég var hættur að sjá þessa þriggja stafa tölu lengst til hægri, var bara kominn ansi nálægt 90 kHóunum og þá fór ég að setja mér markmið. Fyrsta markmiðið var að komast 10 kíló- metrana í Reykjavíkurmaraþoninu um haustið og gera það á styttri tíma en einni klukkustund. Annað markmið var að komast jafnt og þétt niður í 79 kíló. Markmiðið varðandi Reykjavíkurmara- þonið breyttist rejmdar fljótt. Mér þótti þetta 10 kílómetra markmið verulega spennandi og langaði vissulega að komast í hóp heljarmennana sem eiga slíkt að baki og þá var ekki um annað að ræða en að æfa sig í að hlaupa tíu kíló- metra. Fyrst gerði ég það í rólegheitum og það var erfitt. En sem betur fer var ég einn á ferð, gat lullað þetta í rólegheitun- um og komst á endanum á rúmum klukkutíma. í framhaldinu fundust mér a.llir vegir færir. Skömmu síðar hljóp ég sömu vegalengd á rétt innan við klukku- stund og breytti markmiðinu fyrir Reykjavíkurmaraþonið úr klukkustund í undir 55 mínútur. Auðvitað mistókst það þegar á hólminn var komið, en í stað þess að leggjast í þunglyndi eftir mara- þonið, ákvað ég að vera himinlifandi yfir því einu að hafa komist á leiðarenda og efndi til mikillar veislu. Eldaði bæði hrygg og læri, brúnaði kartöflur, hitaði baunir, steikti sveppi, bar fram sultu og lagaði ljúffenga rjómasósu. Rauðvínið var gott og ég held að heita súkkulaði- sósan mín út á ísinn hafi aldrei verið betri en þetta kvöld. Síðan kom kaffi og koníak og ég svitnaði af seddu uppi í sófa. Fóik verður nefnilega að fá að verð- launa sig stöku sinnum. Enda var ég fljótur að hlaupa þessa máltíð af mér, rétt eins og kílóin þrettán sem ég hafði sagt skilið við um vorið. Og ég hélt áfram að hlaupa. Slakaði reyndar dálítið á. Eftir á að hyggja held ég að það hafi gert mér gott, því hálfum mánuði eftir Reykjavíkurmaraþonið fór ég frekar létt með að hlaupa 10 km undir 55 mínútum. Það skyldi þó ekki vera til í þvíað kapp sé best með forsjá. Alla vega voru hlaupafélagarnir sífellt að brýna fyrir mé að fara varlega. Hvíldin virtist gera mér gott. En ég er kappsamur dellukarl. Skokk- hópurinn sem ég var farinn að skokka með var búinn að verða sér út um þjálf- ara og hann tók starf sitt alvarlega. Lagði fram fínar áætlanir og ég ætlaði sko ekki að láta mitt eftir liggja, tók mig verulega á - þangað til að ég sprengdi mig alveg. Það var í brekkuhlaupum, stuttum hröðum skrefum í töluverðum halla. Mér gekk reyndar alveg ágætlega þangað til að ég fór að finna blóðbragið í munninum og svo kom hóstakastið. Upp úr mérkom rauðleitt slím og ég viður- kenni að ég varð óttasleginn. Vissi ekki hvað í ósköpunum var að gerast. Lækn- irinn sagði mér daginn eftir að ég hefði sprengt æðar við þessa áreynslu og best væri að ég hvíldi mig í nokkra daga. Tæki það síðan rólega, því „kapp er best með forsjá." Ég gat reyndar ekki skilið hvað aðrir vissu það miklu betur en ég hvað ég gæti. Engu að síður tók ég mér góða hvíld eftir að hafa hóstað blóðinu og tók síðan upp þráðinn þar sem frá var horf- ið. En ég hefði betur látið það ógert. Ég átti nefnilega að byrja rólega, á stuttum vegalengdum og bæta síðan við. En mér fannst ég geta hlaupið til eilífðarnóns þegar ég reimaði á mig skóna og hljóp af stað í fyrsta sinn eftir góða hvíld. Reynd- ar fór ég rólega af stað. Veðrið var alveg frábært, eitt af þessum hlýju vetrarkvöld- um og ég hljóp út úr borgarljósunum til að njóta kyrrðarinnar. Og þvíhk stund, ég var einn í hehninum undir tindrandi stjömum og hjartað í mér dansaði í takt við norðurljósin. Mér fannst ég ekki vera að hlaupa lengur, heldur svífa áfram í einhverri algleymissælu - þar til vinstri fóturinn gaf sig. í hita leiksins hafði ég alveg gleymt því að líkaminn var alls ekki tilbúinn að tak- ast á við 12 km langhlaup fyrst á eftir svona langri hvíld. Þetta varð til þess að ég ofreyndi sinar sem Læknirinn sagði að næði frá kálfavöðvum niður í ökkla og undir ilina. Mér var svo sem sama hvar þessar sinar voru, ég var aðallega svekktur yfir því að þurfa aftur að fara að hvíla mig frá hlaupum og núna í nokkrar vikur. Já, ég Lærði það fyrir rest að kapp er best með forsjá. Á stundum eins og þessum kemur vel í ljós hversu mikilvægt er að eiga góða hlaupafélaga. Kunningjamir í skokkhópnum höfðu reglulega samband við mig, bara til að athuga hvernig ég hefði það og undirstrika að ég mætti nú ekki byrja of snemma aftur svo sagan endurtæki sig ekki. Ég hafði það stund- um á tilfinningunni að ég væri eins og alki sem hefði dottið í það. Allir vildu hjálpa mér og veita mér stuðning og að- hald svo að ég gæfist ekki upp. Og það tóks. Ég er ennþá að og vona að ég haldi mér heilum fram yfir næsta Reykjavíkurmaraþon. Ég ætla nefnilega að hlaupa hálft maraþon. Nei, ég ætla mér ekki um megn, ég hef nefnilega hlaupið vísindalega upp á síðkastið. Eg er farinn að hlusta á ráðleggingar reyndra manna sem segja að það sé ger- samlega út í hött að „keyra sig út“ á hverri æfingu eins og ég reyndar gerði. Þetta var mér sýnt fram á þegar ég var látinn hlaupa með púlsmæli á hand- leggnum heila æfingu og mælirinn sýndi að ég var allan tímann talsvert jdir árejmslumörkum. Núna rejrni ég að hlaupa eitt langt hlaup í hverri viku til að undirbúa líkamann fyrir hálfa maraþonið sem ég skal hlaupa núna í ágúst. Ég veit að ég get það, veit að ég ætla að njóta þess að hlaupa þessa vegalengd og helst á innan við tveimur stundum. Og það er aldrei að vita nema að það takist, ég tala nú ekki um ef ég næ mér niður í 79 kíló áður, en sú tala er komin glettilega nálægt mér á baðvigtmni. Heimsmynd / ágúst - september (31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.