Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 40

Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 40
voðalega hár í loftinu þegar ég kunni vinsælar óperur eins og La Boheme, La Traviata og Toscu nokkum vegin utan af og það má segja að ég hafi hlustað á Mariu Callas á svipaðan hátt og unglingamir nú em að hlusta á Björk. Þetta var bara sú tónlist sem höfðaði til mín og ég minnist þess einhvem veginn ekki að hafa séð nokkuð að því sem unglingur. Ekki nema kannski þegar félagarnir voru heima og mamma söng með þessum ópemm sem hún var að spila. Ekki það að hún hafi ekki haft röddina, því hún hefur gullfallega rödd, en svona á ákveðnum aldri þá er maður dálítið viðkvæmur fyrir því að mamma manns sé að syngja hástöfum svo vinimir heyri.“ Dægur- tónlistina lét Hinrik á hinn bóginn að mestu í friði, segist einhverntíma hafa gutlað í ein- hvetjum bílskúrshljómsveitum en aldrei svo að hann hefði langað til að stíga upp á svið með hljóðnema. Enda má segja að eldri bróð- irinn á bænum hafi alfarið sé um þá hlið mála fyrir hönd fjölskyldunnar. En þrátt fyrir að bræðurnir hafi farið ólíkar leiðir varðandi sönginn þá verður óhjákvæmilega ákveðinn samanburður, sem Hinrik segist bara þurfa að sættasigvið. „Það er kannski helst tengt Hárinu, sem setn- ingar heyrast á borð við - röddin í honum er bara ekkert lík röddinni hans Egils, eða þá - maður heyrir nú strax hvers bróðir þú ert þeg- ar þú byrjar að syngja, og þar ffam eftir götun- um. Svo emm við ekki svo ólrkir údits og Egill hefur fengist það mikið við leiklist að það er ekkert skrýtíð þótt fólk beri okkur saman. Og ég er ekkert viðkvæmur fyrir því, ekki nema þegar fólk man ekki hvað ég heití og leysir mál- ið með því að segja, þú þama litli bróðir hans Egils Olafs. Þá verð ég verulega mn,“ segir hann hlægjandi. En aftur að leiklistinni. Endanlega ákvörðun um að leika á sviði í stað þess að syngja segist Hinrik hafa tekið fremur snögglega. „Eg var auðvitað búinn að velta þessu fyrir mér fram og til baka eftir Vínardvöl- ina, en svo tók ég þessa ákvörðun dag einn og þá var ekki aftur snúið. Fór til mömmu og sagði henni að ég ætlaði í leiklistar- nám. Nú, sagði hún, ég hélt að þú værir í tónlistar- námi. En svo var það ekk- ert meira, enda er hún orðin vön því að synir hennar séu dálitíir sveim- hugar þegar listir em ann- ars vegar. En þar með var það ákveðið og ég lagði sönginn að mestu á hill- una. I bili að minnsta kosti, því ég áttaði mig sem betur fer á því að það er alls of mikið að ætla sér að sinna hvom tveggja á sama tíma. Að minnsta kosti á meðan að maður er að sanna sig í leiklistinni og fóta sig sem leikari þá á maður ekki að vera að eyða orkunni í annað. Það er nefnilega svo, að meðan á leiklistar- náminu stendur og sér- 40) ágúst - september / Heimsmynd staklega undir lokin hélt ég að nú hefðum við séð að minnsta kosti einhvem fjórðung af því sem Ieiklistin snýst um. Svo rennur það upp fyrir manni smátt og smátt að náminu loknu, að maður er ekki búinn að sjá nema lítið brot af því sem hægt er að gera í þessari listgrein." Og Hinrik segist eiginlega vera búinn að vera í áframhaldandi námi allt síðastliðið ár. „Kvikmyndavinnan var heill skóli út af fyrir sig, sérstaklega Kjaitansmyndin. Þá fór ég í prufu fyrir tiltölulega lítið hlutverk og kom því á óvart þegar mér var boðið hlutverk illmennis- ins Ketils í framhaldinu. Þá tók við mjög erfið vinna í undirbúningi þar sem ég var í slags- málum og skylmingum undir Iærdómsríkri leiðsögn Paul Weston, sem er mjög þekktur kóreógrafer í þeim efnum og sá meðal annars um öll skylmingaratriðin í kvikmyndinni Ro- bin Hood og slagsmálaatriðin í Star Wars. Undirbúningurinn tók meira og minna allan marsmánuð í bylmingskulda utandyra, en í þessari vinnu er bara ekkert sem heitir að vera kalt, eða illt, eða þreyttur eða með sprungna hljóðhimnu af áreynslu eins og ég endaði. Þetta er bara vinna að það verða allir að leggja sig fiam og skila sínu til að hún gangi upp. Og það sem mér þótti ekki síst lærdómsríkt var að sjá skipulagið á hlutunum hjá þessum erlendu kvikmyndagerðarmönnum. Hvemig hver einasti dagur var skipulagður í þaula og hvernig skipulagið gekk upp. í þeim efnum skipti engu máli hvaða hlutverki fólk gegndi í ffamkvæmdinni, hlutimir gengu bara fýrir sig nákvæmlega eins og búið var að skipuleggja þá. Eins var það að leika undir stjóm Micha- els Chapman ákveðinn lærdómur því að hann vann mjög náið með hvem og einn leik- ara og í niínu tilviki fór stór hluti af vinnunni hans í að klippa á alla mína leikhússtrengi, svolítið án þess að maður áttaði sig á því. En hann er nijög vanur að vinna með fólk og leik- stýiði mjög ákveðið og ömgglega.“ Framundan hjá Hinrik er áframhaldandi sviðsleikur í Gauragangi og Hárinu og svona tiltölulega rólegur tími miðað við það sem á undan er gengið. Og hann ætíar að einbeita sér að leiklistinni í nánustu framtíð, þótt ein- hversstaðar aftur í hugarfýlgsnum sé hann far- inn að viða að sér suðuramerískri aldamóta- tónlist. „Þótt ég ætli ekki að gera neitt í alvöru með sönginn fýrr en síðar á ævinni, þá verð ég að viðurkenna að innst inni langar mig ofsal- ega mikið til að halda eina tónleika. Eftir svona tvö ár eða svo og góðan undirbúning. Mér finnst ég svona dálítið skulda fólkinu mínu sem er búið að styðja mig andlega, fjár- hagslega og að öllu leyti í gegnum söngnámið og leiklistarnámið, að halda eina góða ein- söngstónleika - veistu annars um góðan spönskukennara?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.