Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 54

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 54
- Lastu Laxness sem barn? „Nei, ekki mikið.“ - Of tyrfinn? „Nei, það var bara alltaf svo mikið útstáelsi á mér sem barni. Ef ég var ekki að smíða kofa, þá var ég að vasast í truntum eða að veiða. Bækur heilluðu mig ekki. Og þar fyrir utan fóru alltaf í taugarnar á mér kotroskin börn sem tóku mig afsíðis og þuldu pabba upp og kunnu hann utan að.“ Enn er okkur litið út um gluggann í stoftmni í Melkoti. Rökkrið er blátt og smám saman slokknar á bjarma Grímannsfells. Hún segist ekki hræðast einveruna í sveitinni, kveðst ekki sakna þess iðandi mannlífs sem sagt er ein- kenna borgarlífið. Einvera og einangrun allt að því heilli hana. „Eg hef auðvitað gaman af að hitta gott fólk. Það er fjör að fylla húsið hérna. Það er samt ágætt að hafa það í hófi. Einveran er holl. Hún gefur mér tíma til að hugsa og plana. Þá pirra ég heldur ekki neinn og enginn pitxar mig. Það er gott að þegja, finna þá nautn þeg- „Ég hef verið nálægt því að fara á hausinn í öllum mínum myndum. Einu sinni munaði það hálftíma“ ar ekkert þarf að segja.“ - Fékkstu nóg af fólki á gestkvæmu heimili? „Eg fékk minn skammt. Hingað komu heilu rúturnar af fólki. Þá vorum við Sigga systir gjarnar á að lauma okkur út bakdyramegin. Okkur fannst meira virði að vera út af fyrir okkur, en taka í höndina á hundrað mönn- um.“ - Áttu vini? „Já. Og ég er mjög íhaldssöm á vini. Eg hef varla breytt um vinahóp frá því ég var í menntaskóla. En vitaskuld hef ég eignast vini í tengslum við störf mín á seinni áiatm. Eg er blessunarlega alltaf að hitta nýjar og spennandi týpur. Og það er það skemmtilega við fólk. Það er óendanlega margbreytilegL“ - Hvernig fólk vingastu við? „Eg hef voðalega gaman af því að hlæja. Eg sogast að skapgóðu fólki sem segir góðar sögur og er fyndið, án þess að það þurfi að hafa fyrir því. Það er svo mikilvægt að hlæja. Eg var að koma úr ferðalagi inn í Veiðivötn með gömlum bekkjarsystkinum mínum, þar hló ég fýrir mánuðinn.“ Hún gekk í Menntaskólann við Tjörnina að afloknum Gaggó og síðar lá leiðin í Kennara- háskóla íslands. Hún segist hafa tollað þar í hálfan vetur. „Eg fór þangað með appelsínu í nesti um haustið og tók hana upp um jól. Þá var hún orðin hörð, svo ég hætti.“ - Fannstu ekki fyrir neinum þrýstingi að feta í fótspor föðurins? „Nei, það hvarflaði aldrei að mér að leggja út á sömu braut og hann. Eg var ekki með neinn rembing. Eg á engan rembing á blaði." Guðný segir að á þessum árum hafi hugur hennar staðið til kvikmynda. Allt frá því að hún hafi fylgst með upptökum Gabríel Axels og hans manna á Rauðu skykkjtmni uppi á Is- landi á ofanverðum sjöunda áratugnum hafi hún verið ákveðin hvar hennar verksvið lægi. „Eg fylgdist með uppistandinu í kringum þessa mynd úr fjarlægð eins og aðrir Islend- ingar á þeim tíma og heillaðist af því. Eg varð strax vör við þá töfra að geta búið til tíma og sett nánast hvaða sögu sem er í mynd.“ Leiðin lá á Ríkissjónvarpið, þar sem Duna vann sem skrifta á dagskrárdeild. Undir þrí- tugt tók hún loks af skarið og settist á skóla- bekk í kvikmyndagerð í Lundúnaborg og var þar í tvö ár. Litlu síðar var kvikmyndafélagið Urnbi stofnað af Guðnýju og þrernur öðrum galvöskum konum sem vildu fýlgja íslenska kvikmyndasumrinu undir hásól. „Vtð vorum ekki einu sinni með tékkhefti þeg- ar við lögðum af stað, aðeins kvenbudduna til taks og upp úr henni vom tíndir tíkallar þegar með þurfti,“ segir hún og brosir að þeim Uma þegar fýrstu myndimar á borð við Skilaboð til Söndru og Stella í orlofi vom í vinnslu. „Við fengum styrk, en náttúrlega langtum minni en strákarnir af því stelpur þurfa alltaf að sanna sig umfram karla svo þær geti vænst þess að standa þeim jafnfætis." Fyrst um sinn sá hún um framkvæmdaþátt þessara kvikmynda en fýrsta leikstjómarverk- efnið var sótt í smiðju pabba. Kristnihald und- irjökli, að margra viti ein minnisstæðasta ís- lenska kvikmyndin fra síðasta áratug, var gerð 1988. Síðar bamamyndir ogfýndinn karlakór, kenndur við Heklu. En af hveiju kvikmyndir? ,Afþví mig langar að segja sögu. Þetta snýst um að hrífast og hrífa aðra með sér. Stærsti vandinn við að búa til kvikmyndir er hins veg- ar sá að vera viss. Kvikmyndir krefjast ómældr- ar vissu. Mistök kippa fótunum undan manni áaugabragði.“ - Hefurðu farið á hausinn? „Eg hef verið nálægt því í öllum mínum myndum. Einu sinni munaði hálftíma. Það komu 55 þúsund manns að sjá Karlakórinn Heklu og í sjálfu sér ekki hægt að biðja um betri aðsókn. En hún hefur ekki enn borgað sig upp. Með 75 þúsund manns á launum á ferðalagi í þremur löndum í tengslum við myndina og þrátt fýrir myndarlega styrki, dug- ar það ekki til þó fimmtungur þjóðarinnar borgi sig inn á hana.“ ( m) ágúst - september / Heimsmynd - Er þetta nokkuð hægt? „Þetta er ekki hægt. Ekki á Islandi. Nema ef vera kynnu ódýrar gamanmyndir sem hitta í mark. Venjulegar myndir, það sem kallað er ódýrt í údöndum og kostar okkur liðlega 200 milljónir, eru ekki framkvæmanlegar á Is- landi.“ Hún gagnrýnir stjórnvöld fýrir sinnuleysi og skilningsleysi í þessu sambandi. Hún segir stjómendur ekki skilja hvað þeir fái mikið til baka við gerð einnar myndar. Og nefnir Heklu aftur sem dæmi. Vel undir tuttugu pró- sent af fjármögnun hennar hafi komið frá ís- landi, afgangurinn fráEvrópu, en atvinnan sem hafi skapast, aðföngin sem þurfti, launa- veltan, skattamir; allt hafi þetta skilað sér beint til Islands. „Almennileg mynd skilar sér tífalt til baka. Fjármagnið er til en það vantar áhugann, skilninginn, áræðnina. Eg býst við að við Islendingar verðum að hætta að hugsa um stórar períóðumyndir, ef fram fer sem horfir. Sem er synd. Við eigum fullt af afbragðs sögttm sem bíða þess að verða kvikmyndaðar. A meðan aðrar þjóðir eru komnar í þrot með söguefni eigum við nóg sem við þorum ekki að nota sjálf. Ætli það endi ekki með því að útlendingar seilist í þennan sjóð — og fári með sögumar okkar úr landi.“ - Áttu þér draumamynd? ,Ætli draumamyndin mín sé ekki sú sem ég ætla að gera næst. Hún er ættuð úr smiðju pabba, spunnin upp úr smásögu sem hann skrifaði á fjórða áratugnum og heitir Ungfrú- in góða og húsið. Eg er búin að vera að pæla í þessari sögu í nokkur ár og er núna að ljúka við handrit hennar. Hún gerist um aldamótin í litlu þorpi. Sögupersónumar em tvær systur og fléttan snýst um innri átök þeirra á milli. Onnur systirin eyðileggur líf hinnar. Sagan stillir upp andstæðum, sem em einlægni og yfirborðskennd." - Ertu ekkert hrædd að leita í smiðju föðurins? „Það fer eftir því hvaða verk það er. Eg myndi aldrei voga mér í stóru bækurnar hans. Og þegar söguvalinu sleppir er handritsgerðin, takan og eftirvinnslan aðallega spuming urn þolinmæði, heiðarlegt starf og sjálfsgagnrýni.“ - Áttu næga þolinmæði? „Nei, enda hef ég sagt að ég muni gefast upp ef mér takist ekki að gera þessa næstu mynd mína almennilega. Það er ekki hægt að standa í þessari íslensku kvikmyndagerð nema upp að vissu marki. Mestur hluti hennar er tómt ströggl og barningur. En ég þráast við. Það er ögmnin sem kemur mér alltaf aftur af stað, þessi mikla ögmn sem kvikmyndir em. Þegar á hólminn er komið em það 60 vanda- mál sem þarf að leysa á dag. Og kikkið því samfara, þegar þau em öll leyst og allt smellur saman, er meira en svo að ég geti hætt“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.