Heimsmynd - 01.08.1994, Page 61

Heimsmynd - 01.08.1994, Page 61
fórst, né við hvem þú talaðir. Skemmtilegast við London er hins vegar að setjast niður og fá innblástur við það að horfa á fólksflóruna. Þess sakna ég verulega. Þótt maður sjái róna í London hugsar maður ekki með sér - þetta er róni. Hann er bara einn af þessum fjöl- mörgu, skrautlegu karaktemm sem setja svip sinn á umhverfið." Les setur upp meðaumkunarsvip: „Eg er greinilega kominn lengra en Alex. Eg er að aðlagast. A endanum tekst manni alltaf að skríða í sína holu. Það á ekki eingöngu við á Islandi heldur myndi eiga við hvar sem mað- ur væri hugsanlega staddur í heiminum. Annars var ég að tala við breska vinkonu mína um daginn sem búsett er hér og við komumst að sameiginlegri niðurstöðu; Is- land lætm' mann horfast í augu við sjálfan sig. Þetta er kröfúhart land. Það er alltaf hægt að finna afsakanir fýrir öllu í stórborg sem Lond- on, ekki á Islandi. Ef til vill hefur hátt verð á hlutum eins og áfengi eitthvað með þetta að gera,“ segir hann kíminn, „ég meina það kostar dálítið mikið ef fólk ætlar að skreppa eitthvað út, hafe það notalegt og slaka á.“ Alex: „Maður má samt ekki detta niður í nei- kvæðar hugsanir. Island hefur það þó fram yfir mörg lönd að vera fijálst. Maður getur gert nánast allt sem mann langar tiL“ Ertu sammála honum, Les? „Eg er það,“ segir hann hiklaust. En þar sem Alex liggur svo mikið á hjarta látum við hann boma þessa umræðu. „Þú ert í raun eins frjáls og þú vilt. Hafir þú áhyggjur af umtali fólks er það þittvandamál." Fyrir utan að vera Skotar og ástfangnir af ykk- ar íslensku konum eruð þið með ólíkindum lík lífsviðhorf. Hversu djúpt er á vináttu ykk- ar? Les: „Eg lánaði Alex pening fýrir sex árum og hann hefur ekki borgað mér enn.“ Þeir horf- ast í augu og hlæja báðir. Eg er ekki viss um hvort það sem Les segir á við rök að styðjast, eða hvort hér er á ferðinni hinn hefðbundna breska háð. Eins og kemur svo í ljós þegar báðir skellihlæja að svipnum á mér. Svo ég held bara spumingunni áfram. Segist hafa heyrt að forsendur fýrir vinskap karlmanna sem kynnast á fullorðinsárunum, byggist oft- ast á peningum ellegar að þeir hafi verið hrifnir í sömu konunni. Og þessir tveir em í það minnsta hrifnir af konum frá sama landi, svo ég varpa þessu fram. Les: „Þetta er ekki svona dramatískt hjá okk- ur. Við kynntumst nánar tíltekið í Tóýkó á tímabili sem við störfuðum báðir sem fýrir- sætur. „That was it.“ Vtð náðum strax saman og eyddum saman fimm góðum vikum, sæll- ar minningar. Reyndar kallaði hann mig fýrst Astralann, en égfýrirgefhonum það.“ Alex: „Eg hef alltaf verið á ferð og flugi.“ Les: „Eins langt frá ábyrgð og þú mögulega getur.“ „í London vorum við alltaf góðir vinir, þótt við værum að rækta sambönd okkar við konurnar okkar. Til marks um það halda fyrrverandi konurnar okkar beggja enn góðum vinskap" Heimsmynd / ágúst - september (61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.