Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 4
Árið 2019 hefur verið mjög viðburðarríkt hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og
vísa ég þá til hvers viðburðarins á fætur öðrum sem haldinn hefur verið í tengslum
við 100 ára afmæli félagsins. Þegar á heildina er litið finnst mér árið hafa tekist með
eindæmum vel til og vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn til að svo
hafi getað orðið.
hjúkrunarfræðingar hafa flykkst á viðburðina og mæting alltaf farið fram úr
björtustu vonum, hvort sem um er að ræða opnunarhátíðina í janúar, þar sem rúm-
lega 800 hundruð hjúkrunarfræðingar glöddust saman á hótel nordica, eða hjúkr-
unarráðstefnuna í hofi á akureyri í september, en þar var slegið aðsóknarmet þegar
450 hjúkrunarfræðingar mættu — og er það nær helmingi fleiri en áður. Áhugi
félags manna á að koma saman, efla persónulegan og faglegan anda, gleðjast og hitta
aðra hjúkrunarfræðinga hefur svo sannarlega einkennt þetta ár. að mínu mati endur -
speglar þessi mikla þátttaka líka þörfina fyrir samveru stéttarinnar og les ég í þetta
að félagsmenn vilji meira af slíkum viðburðum. Það er skemmst frá því að segja að
slíkt er þegar komið á teikniborðið og margt fram undan enda eru svona viðburðir
ómetanlegir fyrir hjúkrunarfræðinga til að koma saman og styrkja böndin.
2020 ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
Þó þetta mikla afmælisár sé nú að verða liðið ætlar félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
að halda áfram að gleðjast á næsta ári en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WhO)
hefur ákveðið að helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Þá eru 200
ár liðin frá fæðingu florence nightingale og með þessu vill alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og
ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu. Stofnunin hefur þegar hvatt þjóðir heimsins
til að fjárfesta betur í hjúkrun, hámarka framlag þessara tveggja stétta og tryggja
þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þess.
félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands hafa af þessu tilefni
hafið samstarf og ætla að vekja athygli á árinu 2020 og gleðjast um leið. Verið er að
skipuleggja viðburði þar sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður munu geta komið
saman og fagnað árinu á ýmsa vegu. Einnig munu bæði félögin vera bæði með ein-
staka og aðskilda viðburði fyrir sína félagsmenn. jafnframt verður unnið enn frekar
að ímyndarmálum beggja stétta og athygli vakin á mikilvægi starfa þeirra í þjóðfélag-
inu. Þetta verður því ekki síður spennandi ár en stóra afmælisárið sem nú er brátt á
enda. nánari upplýsingar um dagskrá ársins 2020 verður auglýst á vef- og sam-
félagsmiðlum beggja stétta þegar nær dregur. að minnsta kosti er óhætt að segja að
árið 2020 verður ekki síður skemmtilegt en 2019 þó að það verði með öðru sniði.
4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Formannspistill
Samvera einkennandi fyrir afmælisárið
Jafnframt verður unnið enn frekar að ímyndarmálum beggja stétta
og athygli vakin á mikilvægi starfa þeirra í þjóðfélaginu. Þetta
verður því ekki síður spennandi ár en stóra afmælisárið sem nú er
brátt á enda.