Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 7
rannsóknarefni anne Marie spannar jafnt sögu hjúkrunar,
heilbrigðisstarfsmenn og stefnumótun í heilbrigðismálum.
hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá háskólanum í Edin-
borg og er með meistaragráðu í skurðhjúkrun frá háskólanum
í nottingham. hún var fyrsti hjúkrunarfræðingurinn til að
ljúka doktorsnámi við háskólann í Oxford í nútímasögu. anne
Marie sagði skynsemi hafa ráðið því að hún lagði fyrir sig
hjúkrun líkt og hjá florence nightingale, en móðir anne var
hjúkrunarfræðingur í seinni heimsstyrjöldinni.
Ekki bara áhugavert heldur
ómótstæðilegt
Leiðtoginn sem býr í hverjum og einum er á okkar eigin
ábyrgð, sagði anne Marie. „Við erum öll leiðtogar. Ef við
vinnum saman þá getum við allt. Við þurfum ekki leyfi frá
einum né neinum,“ og ítrekar mikilvægi samtakamáttar meðal
hjúkrunarfræðinga. Samvinna er öflugasta leiðin til að efla
heilbrigðiskerfið. „Við þurf um að tala fyrir einingu en ekki
sundrungu.“
Til að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa þarf að gera
starfið ekki bara áhugavert heldur þarf að gera það ómót -
stæðilegt. hún lagði mikla áherslu á samtakamátt meðal hjúkr-
unarfræðinga en forsendan fyrir því að hjúkrunarfræðingar
öðlist meiri völd er að þeir vinni saman. En það eru ekki ein-
göngu hjúkrunarfræðingar sem þurfa að vinna saman heldur
er mikilvægt að þeir vinni með öðrum heilbrigðisstarfsmönn -
um, að ógleymdum ölmiðlum. anne Marie sagði mikilvægt
að fá alla í lið með sér og ekki síst að fá unga hjúkr unar fræð -
inga í stefnumótun og ákvörðunartöku. Þannig eykst sjálfs-
traust stéttarinnar. hún riaði upp af því tilefni orð florence
nightingale: Velgengni mín er byggð á því að ég afsakaði mig
aldrei né tók við afsökunum frá öðrum.
Hjúkrunarfræðingar þurfa að
taka sér meiri völd
framtíðin er björt fyrir sérfræðinga í hjúkrun var heiti og inn-
tak erindis ian Setchfield, ráðgjafa í bráðahjúkrun í kent á
Englandi. Í erindi sínu lagði hann áherslu á að hjúkrunarfræð-
metþátttaka á hjúkrun 2019
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 7
Hún rifjaði upp af því tilefni orð Florence Night -
ingale: Velgengni mín er byggð á því að ég af-
sakaði mig aldrei né tók við afsökunum frá
öðrum.