Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 8
ingar þurfi að taka sér meiri völd. Í Englandi sé mikill valda -
munur milli lækna og hjúkrunarfræðinga sem felst í því að
læknar taka ákvarðanir en hjúkrunarfræðingar hlýða. Í því
sambandi sagði hann að þegar orðið hjúkrunarfræðingur er
slegið upp í leitarforritinu google komi mjög framarlega í leit-
inni að „hjúkrunarfræðingur er þjálfuð manneskja sem vinnur
á spítala eða í heimahúsi við umönnun veikra, barna eða gamals
fólks“.
„Þetta verður að breytast,“ segir hann, og jafnframt þarf að
skýra betur mörkin á milli hlutverka hjúkrunarfræðinga ann-
ars vegar og lækna hins vegar, en mörkin eru óskýr að hans
mati.
Aukin þörf fyrir sérfræðinga í hjúkrun
Sérfræðihlutverk hjúkrunarfræðinga er enn ungt og ill skil-
greint. upphaf þess má rekja til þess hve byggð er dreifð í
Bandaríkjunum og skorts á aðgengi að sérfræðiþekkingu. út-
færsla á sérfræðihlutverki hjúkrunarfræðinga er mismunandi
eftir löndum og töluverð umræða hefur átt sér stað hvert hlut-
verk þeirra eigi að vera. Mikilvægt er þó að hjúkrunarfræð-
ingar gleymi ekki kjarnanum í hjúkruninni, segir hann. Með
auknum mannfjölda, hækkandi aldri og vaxandi menningar-
mun aukast kröfur um að færa hjúkrun nær heimilum fólks
frekar en inn á heilbrigðisstofnanir. Slíkar breytingar fela í sér
vissa áhættu og því enn mikilvægara að það sé vandlega skil-
greint hvert hlutverk sérfræðinga er. ian segir að oft og tíðum
beri mikið á milli starfa sérfræðinga og hvaða titla þeir bera
og því mikilvægt að það sé skýrt hvaða hlutverki hver gegnir.
„Sér fræðiþekking er meira en bara vinnutitill,“ segir hann.
metþátttaka á hjúkrun 2019
8 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
ian Setchfield er ráðgjafi í bráðahjúkrun við háskólasjúkrahúsið í
austur kent (EkhufT). hann hefur brennandi áhuga á því að efla
klíniska forystu og vinna að menningarbreytingum innan hjúkrunar
með heildræna nálgun að markmiði í meðferð sjúklinga. hann er
þekktur fyrir lesari á vettvangi bráðahjúkrunar og er félagi bráða -
hjúkrunar fræðinga í Bretlandi.