Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 9
Deild sérfræðinga í hjúkrun
stofnuð 2017
Deild sérfræðinga í hjúkrun var stofnuð hér á landi 2017 og í
september 2019 var skráður 81 félagi en rétt til aðildar hafa
allir þeir félagsmenn innan félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
sem hafa gilt sérfræðileyfi í hjúkrun á Íslandi. hlutverk deild-
arinnar er að vinna að framgangi sérfræðiþekkingar í hjúkrun,
vera stjórn félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til
ráðgjafar um þau málefni sem krefjast þekkingar og reynslu
sérfræðinga í hjúkrun. Til að verða sérfræðingur í hjúkrun þarf
að hafa gilt hjúkrunarleyfi, meistarapróf í hjúkrun eða ljós -
móðurfræðum, tveggja ára starfsreynslu á sérsviði í fullu starfi
undir leiðsögn sérfræðings í hjúkrun auk leyfis frá landlækni.
allt bendir til að þörfin fyrir sérfræðinga í hjúkrun eigi eftir
að vaxa þegar fram líða stundir. hjúkrunarfræðingar eiga ekki
að tvístíga segir ian, heldur sækja fram og minnast orða abra-
hams Lincolns: Besta leiðin til að spá því hvað framtíðin ber í
skauti sér er að skapa hana sjálf!
metþátttaka á hjúkrun 2019
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 9
Erindi auðbjargar Brynju Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðings á kirkju-
bæjarklaustri, um breytta tíma meðal hjúkrunarfræðinga í dreifbýli,
vakti mikinn áhuga ráðstefnugesta og komust færri að en vildu. hún
varð því við þeirri ósk að flytja erindi sitt aftur seinni daginn við mik-
inn fögnuð gesta.
„Besta leiðin til að spá því hvað framtíðin ber í
skauti sér er að skapa hana sjálf!“
Metþátttaka var á ráðstefnunni. Dagskráin var fjölbreytt en yfir 70
erindi voru flutt á ráðstefnunni, auk vinnusmiðja og veggspjalda- og
vörukynninga.