Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 25
skurðaðgerð og svæfingu. Á skurðstofum Landspítalans er
mikil hefð fyrir öryggismálum en þar notum við meðal annars
viðurkenndan og staðfærðan öryggisgátlista frá alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni (World health Organization), sem við
köllum „WhO-listann“, fyrir alla okkar skjólstæðinga. WhO-
öryggisspurningalistinn er þríþættur. Í fyrsta hluta fer að -
gerðar teymið yfir spurningar með sjúklingi sem hann svarar
sjálfur en þar er m.a. spurt um nafn, kennitölu, ofnæmi, hvaða
aðgerð viðkomandi er að fara í, samþykki fyrir aðgerð, föstu
og fleira. Í öðrum hluta fer aðgerðarteymið saman yfir spurn-
ingar eftir að búið er að svæfa eða deyfa sjúklinginn og áður
en skurðaðgerð hefst, þar er m.a. spurt hvort allir á skurðstof-
unni þekkist og þekki sitt hlutverk. Ef ekki, þá kynna sig allir
með nafni og starfsheiti, hvaða aðgerð á að framkvæma,
áhættuþætti, lengd aðgerðar, áætlaða blæðingu og fleira. Í
þriðja og síðasta hluta fer aðgerðarteymið saman yfir spurn-
ingar eftir að skurðaðgerð lýkur en áður en sjúklingur fer út
af skurðstofu. Þar er m.a. spurt hvort rétt aðgerðarheiti sé
skráð, hvort talning á áhöldum, grisjum og nálum sé rétt, hvort
sjúklingur þurfi sýklalyf eða blóðþynningu eftir aðgerð, hvort
þörf sé á sérstöku eftirliti með þvaglátum eftir aðgerð og fleira.
Markmið WhO-listans er að tryggja öryggi sjúklinga í öllu
skurðaðgerðarferlinu.
Herminám á skurðstofum
herminám er fremur nýleg kennsluaðferð innan heilbrigðis-
vísinda sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum
innan háskóla og heilbrigðisstofnana, bæði hérlendis sem er-
lendis, við miklar vinsældir. herminám er einn liður í að auka
öryggi á heilbrigðisstofnunum og gefur heilbrigðisstarfsfólki
tækifæri til að efla hæfni og færni við öruggar aðstæður án
þess að valda sjúklingum skaða.
þankastrik
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 25
Í könnun, sem gerð var eftir herminám meðal
hjúkrunarfræðinga og lækna á skurðstofunum
við Hringbraut , þar sem æfð voru viðbrögð við
ofnæmislosti og hjartastoppi, taldi stór hluti
þátttakenda hermiþjálfun bæta þverfaglega
samvinnu, teymisvinnu, samskipti og verklag
við bráðaaðstæður auk þess sem hermiþjálfun
byði upp á tækifæri til að bæta aðstæður, verk-
lag og umhverfi deildar.
Staðfærður gátlisti um öryggi í skurðaðgerðum.