Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 35
Lýðheilsa Íslendinga
Mannleg tilvist getur á stundum verið snúin og mörgum árum eftir að ég kynntist
fríðu frænku, hjúkrunarkonunni sem kunni vel að meta lýsi og gróft brauð, komst
ég á snoðir um aðra konu sem lagði sig fram um að hafa áhrif á vitund, hugsun og
breytni samferðafólks síns, áhrifavald þess tíma. Þetta var Sigríður jónsdóttir sem
var langamma fríðu og móðir nonna og Manna. hún setti fram sínar „heilbrigðis-
reglur“ árið 1870, þá komin á miðjan aldur og að undirbúa ferð til Vesturheims eins
og margir Íslendingar á þeim árum. Svo virðist sem aðrir hafi fylgt í kjölfarið með
hugleiðingar um lýðheilsu Íslendinga því 1899 birti Bríet Bjarnhéðinsdóttir svipaðar
„reglur“ í kvennablaðinu.
um leið og ég óska ykkur, þjónandi áhrifavöldum heilbrigðis, til hamingju með
árin 100 langar mig að deila heilbrigðisreglum Sigríðar með ykkur.
góðar stundir,
héðinn unnsteinsson
áhrifavaldar
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 35
Heilbrigðisre glur
Sigríðar Jónsdóttur f rá 1870
• Þvoðu þjer daglega um allan kroppinn úr köldu vatni
og nuddaðu skinnið svo hiti hlaupi í og blóðið hlaupi
útundir skinnið.
• Hafðu ullarföt við kroppinn og klæddu þig svo vel, að
þjer verði ekki kalt.
• Borðaðu ekki mikinn mat- og aldrei á milli mál-tíða.
Hafðu litla máltíð á kvöldin, og ekki feita.
• Hafðu hreifing daglega og fáðu þjer frískt lopt.
• Drekktu 1 bolla af kaffi eða thee, og ekki sterkt, með
máltíð og drekktu vatn með, og endranær, þegar þig
þistir. Það er holt.
• Hátta snemma á kvöldin og far snemma á fætur.
• Hafa ljett og þunn rúmföt, og undirsæng, að míkt sem
grösug jörð.
• Ligg á hægri hlið, það er þægilegra fyrir magann.
• Snú höfðinu í norður (í rúminu). Segulstraumurinn frá
norðri, verkar þá best á taugarafmagnsstrauminn.
• Birjaðu ekki andlega á reinslu fyrr en eptir 1 klukku-
stund frá því þú hefur borðað.
• Borðaðu mikinn kálmat, kálið er hollt.
• Borðaðu tóstað brauð, það er hollara, og drekktu vatn
af tóstuðu brauði sem legið hefur nyðri í vatninu.
Hún setti fram sínar
„Heilbrigðisreglur“ árið
1870, þá komin á miðjan
aldur og að undirbúa ferð
til Vesturheims eins og
margir Íslendingar á þeim
árum. Svo virðist sem aðrir
hafi fylgt í kjölfarið með
hugleiðingar um lýðheilsu
Íslendinga því 1899 birti
Bríet Bjarn héðins dóttir
svipaðar „reglur“ í Kvenna -
blaðinu.