Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 44
44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Scoping Review: hvenær, hvernig og af hverju?
Marianne Elisabeth Klinke og Helga Ólafs tóku saman
Fræðimenn leitast sífellt við að samþætta fyrirliggjandi þekkingu en til eru nokkrar mismunandi
aðferðir til að veita slíkt yfirlit. Scoping review er tiltölulega ný aðferð í flokki yfirlitsgreina. Til að
fræðast betur um þá aðferð bauð fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun, Hanne Konradsen, prófessor
við Kaupmannahafnarháskóla og dósent við Karólínska háskólann í Svíþjóð, í heimsókn til Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga 13. september síðastliðinn.
hanne konradsen, prófessor við
kaup mannahafnarháskóla og dósent
við karólínska háskólann í Svíþjóð.
hanne hefur stuðst við þessa aðferð með góðum árangri undanfarin ár og því fengur
að fá innsýn í þessa aðferðafræði hjá henni. hún gerði greinarmun á þrenns konar
flokkum yfirlitsgreina sem falla ekki undir kerfisbundið yfirlit, en þær eru auk scoping
review, staða þekkingar (state of the art or science) og fræðileg samantekt (literat-
ure/narrative review). Scoping review er tiltölulega ný leið til að samþætta fyrirliggj-
andi þekkingu. Þessi leið er frábrugðin hefðbundnum yfirlitsgreinum eða fræðilegum
samantektum að því leyti að ekki er nauðsynlegt að meta gæði greina auk þess að
nóg er að einn höfundur sé að slíkri yfirlitsgrein.
Tegundir yfirlitsgreina
Tegundir yfirlitsgreina Samantekt Skilgreining
Scoping review hvað er til um efnið? Bráðabrigðamat gert á umfangi og
inntaki á þekkingu innan sviðsins.
kannað hvað auðkennir fyrirliggj-
andi þekkingu og jafnvel skoðuð
notkun á mismunandi hugtökum.
Staða þekkingar hvað er nýtt? Einblínt á fyrirliggjandi rannsóknir
(State of the art or science) og þekkingu. Sett fram ný sjónarmið
og kennsl borin á göt í þekkingu sem
framtíðarrannsóknir þurfa að brúa.
fræðileg samantekt hvað er til um efnið og fundin samheiti eða sameiginlegir
(Literature/narrative review) hvað einkennir það? þættir sem einkenna tengd hugtök.
Skoðuð fyrirliggjandi gögn. getur
verið mismunandi að inntaki og dýpt.
heimild: Peters o.fl., 2017; Tricco o.fl., 2018.
fyrsta greinin sem byggð var á scoping review er frá 2005 (arksey and O’Malley,
2005). Síðan hefur þessi aðferð verið notuð í vaxandi mæli meðal hjúkrunarfræðinga,
að sögn hanne. Mikilvægt er að geta tekið afstöðu til þess hvenær scoping review
eða fræðilegri samantekt er beitt, en til þessa hefur skort leiðbeiningar um hvenær
scoping review er beitt frekar en öðrum tegundum fræðilegra samantekta.
algengar ástæður þess að greinum sé hafnað í birtingarferli fræðitímarita er að
þær bæta ekki við núverandi þekkingu, þær eru of sérhæfðar, ekki er skýrt samhengi
á milli markmiðs, aðferðar, niðurstöðu og ályktunar, aðferðafræði er ábótavant eða
hún illa skilgreind, eða úrtakið er of lítið. Yfirlitsgreinar styðja við kerfisbundna
hugsun að því leyti að viðfangsefnið er kortlagt og samþætt fyrirliggjandi þekkingu,
t.d. með litlum úrtaksrannsóknum.