Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 47
sýking er sýking sem sjúklingur fær á sjúkrahúsinu og sýkingin var ekki á meðgöngutíma þegar sjúklingurinn lagðist inn (Ducell o.fl., 2002). afleiðingar spítalasýkinga geta verið til dæmis lengri legutími, notkun sýklalyfja, þörf á aðgerð eða endur - aðgerð og í versta falli dauði. Þannig eru spítalasýkingar alvar- legar fyrir sjúklinginn og dýrar fyrir samfélagið. Það ætti að vera markmið hvers sjúkrahúss að sem fæstir sjúklingar fái spítalasýkingu í legu sinni. Verkefni sýkingavarna Öflugar sýkingavarnir á sjúkrahúsum eru þáttur í að auka ör- yggi sjúklinga og starfsmanna og mikilvægur mælikvarði á gæði þjónustunnar sem er veitt á stofnuninni. Verkefni sýk - ingavarna eru mörg og margvísleg, þar má nefna leiðbeiningar um daglega framkvæmd sóttvarna á sjúkrahúsi, að hindra far- aldra og ná stjórn á faröldrum sem eru í gangi, eftir lit með og skráning á ákveðnum sýkingavöldum og einnig á spítala - sýkingum sem tengjast meðferð á sjúkrahúsinu, gerð leiðbein- inga, rannsóknir og greinaskrif, kennsla og fræðsla fyrir starfs - menn og nema, ráðleggingar við nýbyggingar þar sem sýkinga - varnir eru hannaðar inn í umhverfið og fyrirbyggjandi aðgerðir til varnar viðkvæmum sjúklingahópum þegar endurnýjun hús - næðis og jarðrask er í gangi, samstarf við sóttvarnalækni og erlenda aðila á sama sviði. innleiðing og eftirfylgni með vinnubrögðum samkvæmt grund vallarsmitgát eru mikilvægt verkefni sýkingavarna. grund - vallarsmitgát eru þær aðgerðir sýkingavarna sem miða að því að hindra smit frá einstaklingi óháð því hvort vitað er að hann sé smitandi. horfa ber á einkenni sjúklings og nota rétt verklag í umgengni við hann samkvæmt leiðbeiningum grundvallar- smitgátar. Dæmi um verklag grundvallarsmitgátar, sem hefur það að markmiði að hindra dreifingu örvera, er: handhreinsun en skartleysi á höndum og stuttar neglur ásamt stutterma- vinnufatnaði auðveldar handhreinsun og minnkar auk þess mengun handa, hreinn vinnufatnaður daglega, rétt notkun hlífðarbúnaðar, þrif á margnota búnaði milli sjúklinga, hreinn rúmfatnaður og hreinar sængur milli sjúklinga, þrif í um- hverfi, réttur frágangur á sorpi og óhreinu líni, rétt geymsla á hreinu líni og hreinni vöru, hreinsun, sótthreinsun og dauð - hreinsun lækningatækja, val á herbergi fyrir sjúkling (einbýli eða fjölbýli), notkun öryggisnála og öryggishluta til að fyrir- byggja stunguóhöpp og líkamsvessamengun og margt fleira (Ducell o.fl., 2002). Ef sjúklingur er með einkenni sem benda til snerti-, dropa- eða úðasmits þá er einangrun bætt við. Þetta geta verið einkenni eins og niðurgangur, hiti og hósti eða sjúk- lingur greinist með örverur þar sem einangrunar er þörf, til dæmis nóróveiru, inflúensu, sýklalyfjaónæmar bakteríur eða aðrar örverur. rétt viðbrögð starfsmanna strax í upphafi geta komið í veg fyrir faraldra á deildum sjúkrahúsa, eins og nóró- veirufaraldra eða flensufaraldra. Þar sem æ oftar greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur á Ís- landi og í öðrum löndum eykst mikilvægi sýkingavarna við að hindra dreifingu þeirra innan sjúkrahúsa. Í skýrslu jims O’neill, sem kom út 2016, er því spáð að með sama áframhaldi muni allt að 10 milljónir manna í heiminum látast af sýkingum af völd um sýklalyfjaónæmra baktería árið 2050. Það eru fleiri dauðsföll en af völdum krabbameina eða bílslysa og eykur enn mikilvægi öflugra sýkingavarna innan sjúkrahúsa. Varnir gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum felast meðal annars í skipulagðri leit að þessum bakteríum eða skimun sem fer þannig fram að sjúklingar eru spurðir ákveðinna spurninga og tekin sýni til að leita að þessum bakteríum ef við á en á þann hátt er hægt að finna suma þá sem eru með sýklalyfjaónæmar bakteríur. Sýkla- lyfjagát er leið sem hægt er að fara til að minnka líkur á því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sýklalyfjagát felst í skynsamlegri notkun sýklalyfja þannig að þau séu ekki notuð við veirusýkingum, notuð séu þröngvirk sýklalyf en ekki breið - virk, meðferðarlengd sé hæfileg og skipt úr lyfjagjöf í æð í töflu - meðferð á réttum tíma. Leiðbeiningar um sýklalyfjagát er meðal annars að finna í appi sem heiti Microguide og er opið öllum. Nám og kennsla í sýkingavörnum Í skýrslu alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2016 er farið yfir mikilvægi sýkingavarna. Samkvæmt henni er mikil- vægt að á bráðasjúkrahúsum sé sýkingavarnadeild eða ígildi hennar og þar starfi heilbrigðisstarfsmenn sem hafa þekkingu og kunnáttu í sýkingavörnum og hafa lagt það nám fyrir sig. kennsla í grunnatriðum sýkingavarna þarf að vera skylda hjá öllum nemendum í heilbrigðisvísindum og kennarar með sérþekkingu í sýkingavörnum skulu sinna þeirri kennslu. nemar þurfa að búa yfir þekkingu í grunnatriðum sýkinga- varna þegar þeir hefja verknám á heilbrigðisstofnun og því er sýkingavarnir á sjúkrahúsum tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 47 Grundvallarsmitgát eru þær aðgerðir sýkinga- varna sem miða að því að hindra smit frá ein- staklingi óháð því hvort vitað er að hann sé smitandi. Horfa ber á einkenni sjúklings og nota rétt verklag í umgengni við hann sam- kvæmt leiðbeiningum grundvallarsmitgátar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.