Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 51
sárin til að hlífa þeim og stuðla að góðu umhverfi fyrir sára - græðslu (Tavares o.fl., 2017). Til eru margs konar svampar og gæti þurft að nota sílikonumbúðir vegna viðkvæmrar húðar. aldrei skal vanmeta aðstoð við reglulegar klósettferðir því ef hægt er að komast hjá því að útskilnaður liggi við húðina er ekki hætta á ferðum (Beeckman o.fl., 2011; Wounds interna- tional, 2015). Tilfelli jónas er áttræður og hefur á sjúkraferlinum greinst með geðrænan kvilla, sykursýki, ofþyngd og söfnunaráráttu. hann lagðist inn á Landspítala vegna rákvöðvaleysingar (rhabdo- myolysis) og brunasára. hann hafði dottið heima og lá í þvagi og hægðum í meira en sólarhring. Í upphafi innlagnar var hann mjög ruglaður, máttlaus og þurfti alla aðstoð við aDL og að snúa sér í rúminu. hann fékk þvaglegg strax við komu vegna þvagtregðu og til að hlífa húðinni við frekari bleytu. jónas er einstæðingur og á fáa að. hann býr í mjög þröngri og lítilli íbúð sem er full af dóti sem hann hefur safnað að sér. Þetta olli því, þegar hann datt, að hann gat enga björg sér veitt því hann var fastur á milli hluta. húðin var í byrjun eldrauð og vessandi. roðinn náði upp á neðri hluta baks og niður lærin að framan og aftan. Þessu fylgdu miklir verkir svo að vart mátti koma við hann. Í byrjun fólst meðferðin í jelonet-grisjum, umbúðapúðum til að taka vessann og svo lá hann á állökum til að halda þessu hreinu. hann þurfti morfín fyrir sáraskiptin og fylgdi því sársauki að taka vaselíngrisjurnar af húðinni auk þess sem neðanþvottur var sársaukafullur. hann gat ekki setið á rassinum vegna sárs- auka og hafðist því við í rúminu fyrst um sinn. fimm dögum eftir innlögn á legudeild var byrjað að nota áburðinn „Cavilon advanced skin protectant“. Þessi áburður er borinn á húðina og hefur þann verkunarmáta að það myndast himna sem verndar húðina fyrir frekara áreiti raka. Einnig er í vökvanum græðandi efni sem hjálpa húðinni að gróa eftir brunann. Meðferðina átti að framkvæma tvisvar í viku. hann fór í sturtu fyrir hvert skipti og þá þurfti að gæta þess að setja engar umbúðir yfir heldur hafa sárasvæðið opið og lofta um eins og hægt var. hann lá þó alltaf á állökunum. Í fyrsta skipti sem Cavi- lon advanced var borið á húðina, fann jónas fyrir sviða og verkjum. næstu tvo daga bar á niðurgangi og því voru settar bleyjur á hann. hann fann fyrir óþægindum ef lök eða bleyjur festust í sárunum. Stundum komu blæðingar úr húðinni. næsta meðferð með Caviloninu var þremur dögum síðar. Þá þegar leit húðsvæðið betur út, minni vessi var til staðar auk þess sem jónas sagðist finna minna til þegar áburðurinn var borinn á með - ferðar svæðið. fjórum dögum síðar var enn meiri framför, jónas fann ekki til sársauka við sáraskiptin en var byrjaður að fá kláða. næstu skipti gengu vel og jónas varð alveg sársaukalaus á svæð - inu. Vegna niðurgangs þurfti stund um að grípa til þess að nota bleyjur og þá varð smávægileg aftur för á sáragræðslunni en í heildina gekk sárameðferðin vel. Vessi minnkaði stöðugt og hætti alveg tæpum 4 vikum eftir að meðferð hófst. jónas var í sárameðferðinni á legudeildinni í alls mánuð. húðbruni vegna þvag- eða hægðarleka tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 51 húðbruni eftir innlögn og fyrir Cavilon-meðferð. húðbruni 17 dögum eftir upphaf meðferðar. húðbruni 24 dögum eftir upphaf meðferðar. húðbruni 4 dögum eftir upphaf meðferðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.