Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 66
• gera skýran samanburð á breytum sem rannsakaðar voru, t.d. í töflu. • Draga ályktanir í rökréttu samræmi við vísindalegt gildi greina í samantekt. • fjalla um tölulegar niðurstöður með vísan í tölfræði - greiningu ef viðeigandi er. • athuga hvort niðurstöður eru best kynntar í töflu, línu- riti eða mynd eða í texta. • fjalla um hagsmunaárekstra í greinum, sem notaðar voru, og í samantektinni. Ályktanir • Draga rökréttar ályktanir í eðlilegu samræmi við niður - stöður. • gera styrkleika og veikleika samantektarinnar góð skil (t.d. birtingahlutdrægni). Yfirlitsgreinar • Yfirlitsgreinar geta fjallað um margvísleg viðfangsefni innan hjúkrunar en lögð er sérstök áhersla á að þær höfði til klínískra hjúkrunarfræðinga og nemenda í grunn- eða framhaldsnámi í hjúkrunarfræði. • Markmiðið með yfirlitsgrein skal vera að miðla gagn- reyndri þekkingu og vekja áhuga og skilning lesandans á efninu. • Yfirlitsgrein skal skipt í inngang, sem endar með skýrt af- mörkuðu markmiði greinarinnar og meginmál sem hefur titil og millifyrirsagnir við hæfi. greininni skal síðan ljúka með lokaorðum, sem draga fram niðurstöður eða það helsta sem höfundar vilja koma á framfæri, og ályktunum þar sem dregnar eru rökréttar ályktanir í eðlilegu samræmi við niðurstöður. • greinin er byggð á ritrýndum og gagnreyndum (e. evi- dence-based) heimildum. • Við ritun yfirlitsgreina skal nota kjarngott og skiljanlegt málfar og forðast torskilin fagorð. • framsetning efnis skal vera áhugaverð og auðskilin. Kenningagreinar kenningagrein fjallar um kenningu, líkan eða skilgreiningu á fræðilegu hugtaki (e. concept analysis). uppbygging og fram- setning slíkra greina er með líkum hætti og í öðrum rann - sóknar greinum þó að nauðsynlegt geti verið að víkja frá fram - setningu. Á eftir hefðbundnum inngangi ætti að koma gagn - rýnin, greinandi umfjöllun um efnið. Í stað niðurstaðna er sett fram samantekt á helstu ályktunum. að jafnaði eru undirfyrir - sagnir fleiri í þessum greinum til að gera umfjöllunina skil- merkilegri. Bent er á umfjöllun um kenningagreinar í hand - bók Sálfræðiritsins og handbók í aðferðafræði rannsókna (Sigríður halldórsdóttir, 2013). Frágangur heimilda Við handritsgerð þurfa höfundar að fylgja reglum Tímarits hjúkrunarfræðinga en þær byggjast á gagnfræðakveri handa háskólanemum (friðrik h. jónsson og Sigurður j. grétarsson, nýjasta útgáfa), ritveri Menntavísindasviðs háskóla Íslands og handbók bandaríska sálfræðingafélagsins (í þessum leiðbein- ingum kölluð aPa, nýjasta útgáfa). Í þessum ritum má finna ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu handrita, gagnlegar ábendingar um vinnubrögð við skrif og heimildaskráningu. • Tilvísanir í heimildir í texta frá reglum Bandaríska sálfræðingafélagsins (aPa) um til- vísanir og heimildaskrá er gerð undantekning er varðar heimild með fleiri en tveimur höfundum, sjá neðar. hér eru tilgreindar algengustu gerðir tilvísana og heimilda. • Bein tilvitnun í texta Í grein um meðferð verkja hjá fyrirburum og fullburða ný burum segja höfundar: „Meðhöndlun verkja hjá börn - um er mikilvæg bæði siðferðilega og vegna þeirra lífeðlis- legu áhrifa sem verkir hafa á líkamsástand, bata og líðan barnsins …“ (rakel Björg jónsdóttir og guðrún krist- jánsdóttir, 2003, bls. 21). Þannig leggja höfundar áherslu á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar veiti verkjum barna og verkja meðferð meiri athygli. Eða rakel Björg jónsdóttir og guðrún kristjánsdóttir (2003) leggja áherslu á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar veiti verkjum barna og verkjameðferð meiri athygli þegar þær segja að „meðhöndlun verkja hjá börnum [sé] mikil- væg bæði siðferðilega og vegna þeirra lífeðlislegu áhrifa sem verkir [hafi] á líkamsástand, bata og líðan barnsins …“ (bls. 21). • Óbein tilvísun í texta rannsóknir á fyrirburum og fullburða nýburum, sem leggj ast inn á sjúkrahús, benda til þess að þeir verði títt fyrir sárs aukafullum inngripum (Barker og rutter, 1995). Eða niðurstöður rannsóknar Barker og rutter (1995) benda til þess að börn á nýburagjörgæslu verði títt fyrir sárs- aukafullum inngripum. • Vísað í fleiri en eina heimild í sama sviga Þegar vísað er í fleiri en eina heimild í sama sviga eru þær aðgreindar með semikommu. höfundur á að jafnaði ekki að þurfa að vísa í fleiri en þrjár heimildir til að styðja mál sitt hverju sinni. • Íslenskar heimildir Þegar vísað er í íslenskar heimildir í texta er skírnar- og föðurnafns/eftirnafns höfundar getið. • Erlendir höfundar Eingöngu er getið eftirnafns höfundar erlendra verka. leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina 66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.