Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 72
tengsl séu á milli streitu og þreytu hjá aðstandendum vegna álagsins sem umönnunin felur í sér, ef þeir upplifa aðstæður ekki þannig þá valda þær ekki streitu. jafnframt hafa Liu o.fl. (2017) bent á að veita skuli meiri athygli hvernig ábyrgð og byrði sem henni fylgir geti birst sem líkamleg einkenni hjá umönnunaraðilum alzheimer-sjúklinga. Enn fremur hefur komið fram að með minnkandi getu alzheimer-sjúklings eykst umönnunarbyrði aðstandenda og líkamleg líðan þeirra versn ar. niðurstöður erlendra rannsókna um hvað búi að baki óvissu og kvíða hjá aðstandendum alzheimer-sjúklinga gefa ástæðu til að ætla að persónuleikabreytingar eigi þar stóran þátt (Bauer o.fl., 2019; da fonseca Marins o.fl., 2016; Swallow, 2017). kallar þetta á frekari rannsóknir innan hjúkrunar á fyrirbyggjandi aðgerðum sem miða að öryggi alzheimer-sjúklinga. Áhersla ætti að vera á samvinnu við aðstandendur og einstaklinginn sjálfan, þegar því verður við komið, til að draga úr streitu, þjáningu og ótta við óvissuna (da fonseca Marins o.fl., 2016). rannsakendur hafa einnig beint sjónum að tímasetningum sjúkdómsgreininga á alzheimer-sjúkdómnum og tengslum þeirra við óvissu og kvíða. niðurstöður hafa sýnt að vonbrigði og reiði voru algeng viðbrögð þeirra sem greindust með alz- heimer-sjúkdóm og nánustu aðstandenda þegar greiningin kom seint í sjúkdómsferlinu (Bauer o.fl., 2019; Moore o.fl., 2017). Ef alzheimer-sjúkdómur greinist snemma í sjúkdóms- ferlinu eru taldar meiri líkur á meðferðarmöguleikum og það gefi sjúklingunum frekar möguleika á að setja sér markmið og undirbúa áframhaldandi líf með sjúkdómnum (Lishman o.fl., 2016; Swallow, 2017). Þetta virðist þó ekki svo einfalt, að grein- ast afdráttarlaust með sjúkdóminn getur tekið vonina frá viðkomandi um batahorfur og skapað óvissu um meðferðar- möguleika og umönnun. Í því samhengi hafa komið fram þau sjónarmið hvort ekki sé réttlætanlegt að gefa sjúklingunum nokkur ár án vitneskjunnar um sjúkdóminn, enn fylgi ákveð - inn smánarblettur greiningu á alzheimer-sjúkdómi og fólk eigi það til að afneita henni (Swallow, 2017). jafnframt hafa að - standendur lýst því að í undirmeðvitundinni væri stöðugt til staðar óöryggistilfinning sem fylgdi óvissunni og kvíðanum um að eitthvað gæti komið fyrir ástvin þeirra (Lopez o.fl., 2013). nánustu aðstandendur alzheimer-sjúklinga þurfa óhjá- kvæmilega að gera umtalsverðar breytingar á sínu daglega lífs- munstri sem felur í sér aðlögun að breyttum hlutverkum og ný vandamál í samskiptum við aðra ættingja og vini (Schaber o.fl., 2016; Vlachogianni o.fl., 2016). Sambærilegar niðurstöð - ur komu fram í rannsóknum Czekanski (2017) og Schaber o.fl. (2016), ákveðin endurskipulagning átti sér stað á samskipta- munstri hjá fjölskyldum alzheimer-sjúklinga sem að hluta til var byggð á nálægð við einstaklinginn og fyrri hlutverkum og ábyrgð hvers og eins. Breytingar urðu á samskiptum samhliða framgangi sjúkdómsins þar sem geta og vilji stýrði því hverjir voru helstu umönnunaraðilar. innileiki sambandsins styrktist með tímanum og varð meiri á meðan persónueinkenni ást- vinar héldust innan ákveðins stöðugleika (Schaber o.fl., 2016), en breytingar á samskiptamunstri við ástvin fólu í sér djúpa sorg og erfitt var að fara úr hlutverki maka yfir í umönnunar- hlutverk (Czekanski, 2017). Í niðurstöðum rannsóknar Monin o.fl. (2015) komu einnig fram vísbendingar sem styrkja ofangreindar niðurstöður, því meiri kærleik sem alzheimer-sjúklingur gat tjáð því sterkari voru gagnkvæm viðbrögð aðstandenda. Bentu höfundar á að þessi gagnkvæmi kærleikur gæti dregið úr umönnunarbyrði og verið vísbending um hverjir væru líklegastir til að þola álagið af umönnun ástvinar. Yu o.fl. (2015) taka í sama streng og benda á að algengt sé að kærleikur og ást ásamt ábyrgð og skyldu til hins veika liggi að baki hlutverki aðstandenda sem umönnunaraðilar. Menning, vitsmunaleg geta ástvinar og tímalengd umönnunar geti hins vegar átt þátt í því hve mikil áhrif umönnunarbyrðin reynist aðstandendum. að auki eru aðstandendur áfram í um - önnunarhlutverki út af öðrum í fjölskyldunni á sama tíma og þeir eru að vinna úr sorg sinni (Vlachogianni o.fl., 2016). Í kerfisbundinni heimildasamantekt Chan o.fl. (2013) á 31 rannsókn á sorg, sem framkvæmd var á árabilinu 1992–2009, kom fram að umönnunaraðilar finna til sorgar í kjölfar hverrar breytingar hjá ástvini sínum sem er veikur. Samræmast þessar niðurstöður umfjöllun kesstan og Pepin (2017) um birtingar- mynd sorgarinnar hjá aðstandendum einstaklinga með minnis - bilun. Þar er henni lýst sem sérstöku ferli sem endurtekur sig í þrem stigum: aðskilnaður (margendurtekinn missir), millibils- ástand (að vera enn í ákveðinni stöðu en á þröskuldi nýrrar) og endurkoma (sátt/aðlögun). hvert og eitt stig hefur mikil áhrif á einstaklinginn, getur verið hjálplegt eða hindrað sorgarferlið. Erfiðasta viðfangsefni aðstandenda við umönnun alz- heimer-sjúklinga, að sögn Wang og félaga (2015), felst í hegð - unartruflunum, svo sem reiði, þráhyggju og hugarórum, sem aukast samhliða framgangi sjúkdómsins. niðurstöður rann- sóknar þeirra sýndu að brýnustu þarfir aðstandenda við þessar aðstæður voru þörfin á hughreystingu, sálfélagslegu og fjár- hagslegu öryggi, sambandi við umheiminn utan veggja heim- ilisins og að hafa stjórn á aðstæðum. rannsókn Tatangelo o.fl. (2018) snerist um heilsuþarfir maka annars vegar og þarfir af- komenda hins vegar í umönnunarhlutverki aldraðra með minnisbilun, makar áttu erfitt með að skilgreina og viður- kenna sínar eigin þarfir en afkomendur áttu auðvelt með að tjá sig um þau mál. Til viðbótar hefur verið sýnt fram á að fólk sem býr í strjálbýli þarfnast betri vitneskju um sjúkdómsgrein- inguna og betri þjónustu, auk þess sem stuðningi er ábótavant. Einnig að þörf er á fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aukn - um skilningi í samfélaginu á sjúkdómum sem flokkast undir minnisbilanir (Bauer o.fl., 2019). ætla má að ef vistun á stofnun eða hjúkrunarheimili verði sú lausn sem valin er þá minnki álagið á umönnunaraðila, en niðurstöður benda til þess að þeir haldi áfram að veita hinum veika aðstoð og umönnun (habermann o.fl., 2013). Ákvörðun um flutning á hjúkrunarheimili er erfið og getur haft í för með sér aukin hegðunarvandamál, vitsmunalega skerðingu og byltur fyrir þann veika og samviskubit hjá aðstandendum yfir því að hafa brugðist (Sury o.fl., 2013). niðurstöður rannsóknar á fjölskyldumiðaðri hjúkrun á hjúkrunarheimili gáfu vísbend- ingar um að ef grunnþörfum, þar með töldum næringu, hrein- læti og vellíðan ástvinar með minnisbilun á háu stigi, var fullnægt, þá var honum hjúkrað vel að mati aðstandenda. Það sama átti við um tilfinninguna fyrir því að ástvinur væri í öruggum höndum (Lopez o.fl., 2013). tara björt guðbjartsdóttir og elísabet hjörleifsdóttir 72 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.