Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 77
upplýsingaflæði. upplýsingaflæði var misgott en einn þátttak- andi greindi frá samskiptum við „tengilið“ sem hafði aldrei haft samband við aðstandendur. Margir þátttakendur töluðu um að erfiðleikar við að skilja erlendar starfsstúlkur og geta ekki verið viss um að ástvinur þeirra skildi til hvers ætlast væri af honum yllu óöryggi og kvíða: Ég bara hafði alltaf á tilfinningunni að þær skildu ekkert, það var svona að trufla mig og kannski verra, held ég, fyrir mömmu að vita aldrei almennilega hvað ætlast var til af henni, finna ekkert öryggi, held það sé hræðilegt. Mér fannst mjög slæmur mórall á deildinni, mikið af útlendingum, þær eru þó notalegri, mér finnst samt vanta alla blíðu í þessar íslensku (viðmælandi nr. 5). Umræða Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í fimm meginþemum sem ná yfir það sem býr að baki því sem birtist í textanum. Þau lýsa vel reynslu aðstandenda og eftirtektarvert var að sjá hvernig þátttakendur lýstu því hvernig reynslan ein- kenndist af djúpum og oft átakanlega sterkum sorgarvið brögð - um. Sorgarferlið var langt og lýjandi, það birtist við upphaf sjúkdómsins og fylgdi öllu ferlinu. Eftir andlátið hélt sorgin áfram en birtingarmynd hennar breyttist og tengdist hún oft ákveðnum breytingum hjá ástvini þeirra. Samræmast þessar niðurstöður lýsingu Miller (2011) og skilgreiningu kesstan og Pepin (2017) á þremur stigum birtingarmyndar sorgarinnar þar sem tvö fyrstu stigin voru átakamikil en meiri sátt er náð á lokastiginu. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri niðurstöður um efnið (Bauer o.fl., 2019; da fonseca Marins o.fl., 2016; Swallow, 2017). hvert stig sjúkdómsins hrifsaði af viðkomandi færni og getu sem erfitt var fyrir aðstandendur að horfa upp á, þeir lýstu óöryggi og varnarleysi gagnvart sjúk- dómnum. Djúpar og einlægar lýsingar náðu að fanga þær erfiðu og sáru tilfinningar sem fylgdu þeirri ákvörðun að flytja foreldri eða maka á hjúkrunarheimili. Samræmist það niður - stöðum rannsóknar habermann og félaga (2013) og Sury og félaga (2013). Einnig má sjá svipaðar vísbendingar í þessari rannsókn og fyrri rannsóknum (Beck o.fl., 2017; McCabe o.fl., 2016) um vanþekkingu almennt í heilbrigðisþjónustu um hvaða aðstoð er nauðsynleg og hvernig henni skuli háttað. allir þátttakendur þessarar rannsóknar greindu frá reynslu sinni af vanþekkingu í kerfinu. Engum hafði verið boðin að - stoð, hvorki til þess að yfirstíga nýjar aðstæður eða taka ákvarðanir um framhaldið, hvaða breytingar væru væntan- legar og hvernig æskilegast væri að bregðast við. niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að kvíði, svefntruflanir, depurð og vanmáttur séu alvarlegustu einkennin hjá aðstandendum alzheimer-sjúklinga og eiga þær samhljóm í niðurstöðum erlendra rannsókna um efnið (Bauer o.fl., 2019; hallikainen o.fl., 2018; Liu o.fl., 2017). Samfara þessum einkennum er sterk tilfinning um að geta ekkert gert hvorki til þess að laga ástandið né hlúa að sjálfum sér og það eykur á vanlíðanina. Wennberg og samstarfsmenn (2015) sýndu einnig fram á að makar í umönnunarhlutverkinu eru í mikilli hættu á að fá alvarlegar minnistruflanir vegna álagsins og Tatangelo og félagar (2018) komust að því að makar áttu erfiðara með að tjá sig um líðan sína en afkomendur ástvinar. Eftirtektarvert var að sjá þær vísbendingar sem komu fram um skort á umhyggju og virðingu af hendi starfsfólk á hjúkr- unarheimilunum sem í hlut áttu, langflestir þátttakendur voru ósáttir við starfsmenn og verklag þeirra. Endurspegla þessar lýsingar niðurstöður erlendra rannsókna (kucuk og kapucu, 2017; Lopez o.fl., 2013). nærgætni og virðing starfsfólks gegna lykilhlutverki fyrir aðstandendur þegar ástvinur þarf að flytja af heimili sínu og inn á hjúkrunarheimili og skipta sköpum fyrir framhaldið (Moore o.fl., 2017). Í þessu samhengi hafa er- lendar rannsóknir sýnt að það skiptir aðstandendur máli að starfsfólk hafi metnað, gefi af sér, sinni vistmönnum vel og sýni virðingu í verki og tali (Lundberg o.fl., 2013). niðurstöðum þessarar rannsóknar svipar til þess sem áður hefur komið fram um óánægju með þjónustu og umönnun sem snýr beint að því að viðhalda líkamlegri og félagslegri færni ástvinar sem enn var til staðar, en var ekki sinnt (kucuk og kapucu, 2017; Lopez o.fl. 2013). Þörf er á nýjum rannsóknum um þetta tiltekna efni og hvernig koma má í veg fyrir að aðstandendur finni fyrir reiði og vanmætti og að tryggja að skoðanir þeirra séu virtar. athyglisvert var að sjá í lýsingum þátttakenda hve tilfinn- ingalega erfitt það reyndist þeim að verða vitni að, og fylgjast með því, hversu lítið var hirt um næringu ástvina þeirra. kemur þetta heim og saman við fjölda erlendra rannsókna sem sýnt hafa fram á næringarskort og áhugaleysi gagnvart næringu hjá öldruðum almennt inni á hjúkrunarheimilum (Lopez o.fl., 2013; kucuk og kapucu, 2017). Skortur er á ís- lenskum rannsóknum um næringu aldraðra og, eftir bestu vit- und höfunda, hafa engar rannsóknir hérlendis beint sjónum að næringu einstaklinga með alzheimer-sjúkdóm. Í þessari rannsókn höfunda, sem hér er kynnt, sýndu niðurstöður einnig að mikið var um næringarlausan mat. Þetta eru athygl- isverðar niðurstöður og brýnt að skoða betur að hve miklu leyti ófullnægjandi, eða jafnvel alvarlegur skortur á næringu, á sér stað á íslenskum hjúkrunarheimilum. Líta má á það sem takmarkanir rannsóknarinnar að hún endurspeglar einungis reynslu og viðhorf 14 aðstandenda alz- heimer-sjúklinga og það útilokar tilraunir til að alhæfa nokkuð um niðurstöður. Styrkur rannsóknarinnar felst á hinn bóginn í því að með henni fæst góð sýn á reynslu og þarfir aðstand- enda frá þeirra sjónarhorni, slíkar upplýsingar geta verið grunn ur að ákvörðunum í skipulagningu þjónustu fyrir þenn - an sjúklingahóp og aðstandendur þeirra. Því má líta á þessa rannsókn sem upphaf að frekari vinnu við að afla upplýsinga um stöðu þessara mála í dag og hvernig skynsamlegt væri að bregðast við þeim skorti á þjónustu sem niðurstöðurnar gefa til kynna. Það er jafnframt rétt að vekja athygli á því að taka ber niðurstöðum með ákveðinni varúð. Er þar helst að nefna að þeir sem gáfu samþykki sitt til þátttöku kunna að hafa verið þeir sem á einn eða annan hátt sátu uppi með erfiðari og sárari minningar sem tengdust þjónustu og umönnun en þeir sem ekki gáfu kost á sér. Þeir þátttakendur hafa því ef til vill haft sterkari þörf fyrir að lýsa sinni reynslu. Benda þessar niður - stöður eindregið til þess að þörf sé á frekari rannsóknum á ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.