Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 84
endur að aðstandendur tækju mikinn þátt í að veita íbúum viðbótarmeðferð og á 10 heimilum að þeir tækju nokkurn þátt. hvað varðaði þátttöku sjálfboðaliða þá tóku þeir mikinn þátt á tveimur hjúkrunarheimilum og nokkurn þátt á sjö heimilum (sjá mynd 2). Það sem aðstandendur gerðu aðallega var að koma með dýr og veita nudd. Sjálfboðaliðar komu aðallega með dýr. Hlutfall íbúa sem ætla má að geti nýtt sér meðferð til að auka virkni og viðbótarmeðferð Það var mat stjórnenda á 17 hjúkrunarheimilum að 75–100% íbúa á heimilinu gæti nýtt sér venjulega meðferð til að auka virkni og á 26 heimilum töldu stjórnendur að 50–74% íbúa gætu nýtt sér þannig meðferð. Þegar spurt var um hvort þeir sem væru með heilabilun þyrftu sérhæfða meðferð til að auka virkni taldi stjórnandi á einu hjúkrunarheimili að 75–100% íbúa þyrftu þannig meðferð og á sex heimilum að 50–74% íbúa þyrftu sérhæfða meðferð. Það var mat stjórnenda á 21 hjúkr- unarheimili að 75–100% íbúa á heimilinu gætu nýtt sér viðbót- armeðferð og á 14 heimilum töldu stjórnendur að 50–74% íbúa gætu nýtt sér þannig meðferð (sjá mynd 3). Þörf hjúkrunarheimilis fyrir stuðning til að efla meðferð til að auka virkni og viðbótarmeðferð Á meirihluta hjúkrunarheimila var talin þörf á stuðningi við að efla meðferð til að auka virkni (94%; n=49) og viðbót- armeðferð (98%; n=42). Í töflu 3 má sjá hvaða óskir komu fram um stuðning. Í textasvörum var nefnt að efla þyrfti sér- hæfða meðferð til að auka virkni íbúa með heilabilun; einnig að þörf væri á námskeiði um minningavinnu og nýjungar í meðferð til að efla virkni. helstu gerðir viðbótarmeðferðar, sem talið var að hjúkrunarheimilin þyrftu fræðslu um, var slökun, nudd, hugleiðsla, íhugun og jóga. Opnar spurningar Í svörum við opnum spurningum kom fram að hjúkrunar- stjórnendum fannst meðferð til að auka virkni afar mikilvæg til að bæta vellíðan og lífsgæði íbúanna og að virkja þyrfti hvern og einn út frá hans forsendum og óskum. hlusta þyrfti eftir því hver áhugasvið íbúanna væru og skapa tækifæri tengd þeim. um viðbótarmeðferð sögðu nokkrir að sumar gerðir virtust auka vellíðan og draga úr verkjum. Mikilvægt væri að vita líka hvað væri verið að gera á öðrum hjúkrunarheimilum og deila þekkingunni. Þeir sögðust líka veita því eftirtekt að margar gerðir meðferðar hefðu jákvæð og góð áhrif á þann sem veitti meðferðina. Umræða niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili buðu upp á ein- hverja meðferð til að efla virkni og mörg upp á einhverja við - bótarmeðferð. Margar starfsstéttir eiga hlut að því að skipu - leggja og veita þessa meðferð, en helst voru það hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. algengasta meðferð til að auka virkni var upplestur, að horfa saman á myndir og hlusta á tónlist. al- gengustu tegundir viðbótarmeðferðar voru heitir bakstrar, leikfimi og nudd. Þátttaka aðstandenda og sjálfboðaliða í að aðstoða íbúa við meðferð til að auka virkni eða veita viðbótar - meðferð var fremur lítil en á flestum hjúkrunarheimilum var talið að meirihluti íbúa gæti nýtt sér slíka meðferð. hjúkrun- arstjórnendur vildu enn fremur flestir fá aðstoð við að efla þessa þætti í þjónustunni, t.d. með fræðslu eða aukinni sam- vinnu við aðrar stofnanir. Algengustu tegundir meðferðar fjölbreytt framboð á meðferð til að auka virkni er mikilvægt því bent hefur verið á að íbúar óska helst eftir viðfangsefnum sem uppfylla andlegar og félagslegar þarfir hvers og eins (har- mer og Orrel, 2008). algengasta tegund meðferðar reyndist vera upplestur úr bókum (98%) og að horfa saman á mynd eða þátt (98%) og var boðið upp á þetta á öllum hjúkrunarheim- ilum nema einu. um er að ræða mjög einfalda aðferð til dægra - dvalar sem auðvelt og ódýrt er að framkvæma. upplestur og sjónvarpsáhorf krefst þó lítillar þátttöku íbúa og gæti reynst ingibjörg hjaltadóttir, rúnar vilhjálmsson, þóra jenný gunnarsdóttir 84 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Mynd 3. fjöldi hjúkrunarheimila þar sem stjórnendur hafa áætlað hlutfall íbúa á þeirra heimili sem þarfnast sérhæfðrar meðferðar til að auka virkni, geta nýtt sér almenna meðferð til að auka virkni og geta nýtt sér viðbótarmeðferð Mynd 2. Mat stjórnenda á hjúkrunarheimilum á þátttöku aðstand- enda og sjálfboðaliða í að auka virkni íbúa og veita viðbótarmeðferð Taka engan Taka mjög Taka frekar Taka Taka mikinn Taka mjög þátt lítinn þátt lítinn þátt nokkurn þátt þátt mikinn þátt þátttaka aðstandenda í að auka virkni íbúa þátttaka aðstandenda í viðbótarmeðferð Íbúar með heilabilun sem þarfnast sérhæfðar meðferðar til að auka virkni Íbúar sem geta nýtt sér almenna meðferð til að auka virkni Íbúar sem geta nýtt sér viðbótarmeðferð þátttaka sjálfboðaliða í að auka virkni íbúa þátttaka sjálfboðaliða í viðbótarmeðferð Fjöldi hjúkrunarheimila Fj öl di h jú kr un ar he im ila Svara ekki 75–100% 50–74% 25–49% 0–24%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.