Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 97
bæði sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu. Spítalinn er vettvangur sérmenntunar heilbrigðisgreina og rannsókna í heilbrigðisvísindum og árlega stunda liðlega 1600 nemendur þar starfsnám. Stefna spítalans er að markvisst sé unnið að ný - sköpun og þróun nýrrar þekkingar (Landspítali, e.d.). Ljóst er að störf á Landspítala kreast þess að hjúkrunarfræðingar til- einki sér sífellt nýja þekkingu og vinnubrögð og auki þannig hæfni sína. hæfni er flókið fyrirbæri og fræðimenn hafa ekki komið sér saman um ákveðna skilgreiningu á því (Cowan o.fl., 2007). Í þessari rannsókn er stuðst við skilgreiningu Meretoja og félaga (2004a) sem skilgreina hæfni sem getu hjúkrunarfræð- inga til að samþætta þekkingu og færni eigin viðhorfum og gildum og beita henni á fullnægjandi hátt við þær aðstæður sem þeir starfa við hverju sinni. Störf í heilbrigðis þjónustu kre ast þess að hjúkrunarfræðingar þrói stöðugt hæfni sína til að svara þeim kröfum sem gerðar eru. Það er hvorki hægt að ganga að því gefnu að hjúkrunarfræðingar viðhaldi hæfni sem þeir hafa að loknu námi né að hæfni þeirra þróist með þeim hætti sem aðstæður kreast (Takase, 2013). Því skyldi hæfni- mat vera þungamiðja í gæðaúttektum og í mannauðs stjórn un (Meretoja o.fl., 2004a). kröfur um hæfni hjúkrunarfræðinga má finna í lögum um réttindi sjúklinga (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997) og siðareglum íslenskra hjúkrunarfræðinga (félag íslenskra hjúkr - unarfræðinga, 2015). Þá segir í lögum um heilbrigðisstarfs- menn (13. grein í kafla iii) að þeim beri að þekkja skyldur sínar og siðareglur, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér gildandi lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heil- brigðisþjónustu (Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012). Í stefnu Landspítala er lögð megináhersla á öryggi, þjónustu, mannauð og stöðugar umbætur, og ábyrgð allra starfsmanna stofnunarinnar að framfylgja þeim (Landspítali, e.d.). Mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni er ein leið til þess að kanna hvernig ofangreindar kröfur eru uppfylltar. hæfni hjúkrunarfræðinga hefur verið metin með ýmsum hætti. nurse Competence Scale (nCS) (Meretoja o.fl., 2004b) er það mælitæki sem einna oast hefur verið notað í rann- sóknum á hæfni þeirra (flinkman o.fl., 2017) og er það notað í þessari rannsókn. Við notkun mælitækisins meta hjúkrun- arfræðingarnir sjálfir eigin hæfni. Sjálfsmat er almennt talin heppileg leið til að meta hæfni (Edwards o.fl., 2011) en vís- bendingar eru um að hjúkrunardeildarstjórar meti hæfni hjúkr - unar fræðinga meiri en þeir gera sjálfir (Meretoja og Leino- kilpi, 2003). niðurstöður nýlegrar kerfisbundinnar saman- tektar sýna að hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína yfirleitt frekar eða mjög góða og oast eykst hæfnin með hækkandi lífaldri, starfsreynslu, þátttöku í starfsþróun og hærra mennt- unarstigi (flinkman o.fl., 2017). nCS-mælitækið byggist á hugmyndaramma Benner (1981) um þróun hjúkrunarfræð- ings frá því að vera nýgræðingur yfir í sérfræðing og skiptist í sjö hæfniþætti: umönnunarhlutverk, kennslu- og leiðbein- endahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun á aðstæðum, hjúkr - unaríhlutanir, tryggingu gæða og starfshlutverk (Meretoja o.fl., 2004b). Mismörg atriði eru í hverjum þætti mælitækisins (sjá töflu 1). af ofangreindu má sjá að margháttaðar kröfur eru gerðar til hæfni, ábyrgðar og hlutverka hjúkrunarfræðinga á ýmsum sviðum og úr mörgum áttum en þær eru þó að mestu sam- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 97 Tafla 1. Mat hjúkrunarfræðinga á hæfni sinni og hversu algengir þeir hæfniþættir eru í starfi þeirra a-hlutia B-hlutib hæfniþættir Lýsing M (sf)* M (sf)* umönnunarhlutverk aðstoða sjúklinga við að takast á við aðstæður með einstaklingsmiðaðri 7,9 (0,9) 2,7 (0,3) (7 atriði) hjúkrun byggðri á siðfræðilegum gildum. greiningarhlutverk (7 atriði) koma auga á og greina ástand sjúklinga í tíma. 7,4 (1,4) 2,4 (0,4) hjúkrunaríhlutanir Taka ákvarðanir og skipuleggja umönnun sjúklinga samkvæmt klínísku 7,3 (1,4) 2,4 (0,3) (10 atriði) ástandi þeirra. ráðfæra sig við samstarfsfólk. Starfshlutverk koma fram við samstarfsfólk sitt af virðingu. Vera ábyrgur og sjálfstæður (19 atriði) í störfum. Bera ábyrgð á eigin faglegri starfsþróun. 7,2 (1,3) 2,4 (0,3) Stjórnun á aðstæðum koma auga á breytilegt ástand og forgangsraða starfinu á viðeigandi (8 atriði) og sveigjanlegan hátt. Stuðla að samfellu í hjúkrun sjúklinga. 7,2 (1,4) 2,3 (0,4) kennslu- og leiðbeinendahlutverk koma auga á fræðsluþarfir sjúklinga og ölskyldna þeirra með það (16 atriði) að markmiði að stuðla að sjálfsumönnun. Leiðbeina samstarfsfólki. 7,1 (1,3) 2,3 (0,3) Trygging gæða Meta árangur. Stuðla að frekari úrbótum við umönnun. 6,7 (1,6) 2,2 (0,5) (6 atriði) heildarhæfni 7,2 (1,1) 2,4 (0,3) * M=Meðaltal; sf= staðalfráviki. aMat á hæfni (valmöguleikar frá 0= mjög lítil hæfni til 10=mjög mikil hæfni). balgengi hæfniþátta í starfi (valmöguleikar frá 1=mjög sjaldan til 3=mjög o).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.