Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 106

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 106
Útdráttur Tilgangur: krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er ein mikil - vægasta meðferðin til lækningar á sjúkdómnum. algengi sýkinga eftir aðgerð er hægt að nota sem mælikvarða á árangur hjúkrunar. Í þessari rannsókn var kannað hve tíðar sýkingar voru eftir skurð - aðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi á Landspítala en það var ekki þekkt. jafnframt var kannað hve alvarlegar slíkar sýkingar voru.  Aðferð: gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. kannað var hvort sjúk- lingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða enda - þarmi á skurðdeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15. september 2015 fengu sýkingar innan 30 daga í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttak- endur í rannsókninni voru 70 sjúklingar. upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll einkenni sýk - inga sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þær sýkingar sem upp komu voru flokkaðar samkvæmt flokkun Clavien- Dindo þar sem veitt meðferð við sýkingunum ræður flokkuninni. Niðurstöður: Sýkingu fengu 44,3% sjúklinga (31/70). Þvagfærasýking var algengust (24,5%), kviðarholssýking varð hjá 18,6% og sárasýking hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. aðrar sýkingar sem upp komu voru: Munnsýkingar, lungnabólga, sýking í stóma og sýking af vankó mýcín-ónæmum enterókokkum (VÓE). Dánartíðni vegna sýkinga var 1,4% (n=1). Ályktanir: Sýkingar eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli eða enda - þarmi eru tíðar miðað við sambærilegar aðgerðir í nágrannalönd - um. Sérstök nauðsyn er á að yfirfara verklag við notkun og með - höndlun þvagleggja. Þessi niðurstaða undirstrikar einnig nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á sýkingum eftir skurðaðgerðir svo hægt sé að meta gæði og árangur hjúkrunar. Lykilorð: Skurðhjúkrun, skurðaðgerð, sýking, ristill, endaþarmur. Inngangur krabbamein í ristli og endaþarmi eru þriðju algengustu krabbameinin á Íslandi hjá báðum kynjum og eru í heildina um 10% af öllum illkynja æxlum á Íslandi. að meðaltali grein- ast 175 einstaklingar árlega með krabbamein í ristli og enda - þarmi (krabbameinsskrá, munnleg heimild 21. mars 2019). Skurðaðgerð, með eða án annarrar krabbameinsmeðferðar, er ein mikilvægasta meðferðin vegna krabbameina í ristli eða endaþarmi og eru gerðar um það bil 130 slíkar aðgerðir á Ís- landi á ári. Eins og allar skurðaðgerðir hafa þessar aðgerðir ákveðna áhættu í för með sér og þeim fylgja fylgikvillar. al- gengast er að fylgikvillar komi í ljós á þriðja degi eftir slíkar aðgerðir (huebner o.fl., 2014). algengustu fylgikvillar eftir skurðaðgerðir á ristli og endaþarmi eru sýkingar (Banaszkie- wicz o.fl., 2017; kirchhoff o.fl., 2010) og þar af eru skurð - sárasýkingar algengastar, eða á bilinu 2–25% eftir slíkar aðgerðir (kirchhoff o.fl., 2010). Tíðni kviðarholssýkinga sam- kvæmt rannsóknum er 1–12% (Lacy o.fl., 2002; van der Pas o.fl., 2013), lungnabólgu 2–7% (COLOr, 2005; Schootman o.fl., 2014) og þvagfærasýkinga 0,5–8% (Banaszkiewicz o.fl., 2017; Lacy o.fl., 2002). Þessar sýkingar hafa mismunandi af- leiðingar en bæði tegund og alvarleiki þeirra hefur áhrif á lífs- horfur sjúklinga og því er mikilvægt að greina þær rétt (Mc- Sorley o.fl., 2016). rof á samtengingu er einn alvarlegasti fylgikvilli skurð - aðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi. Slík rof valda yfirleitt sýkingum í kviðarholi og allt að þriðjungur allra dauðs falla, sem verða í kjölfar slíkra aðgerða, eru vegna þess (kirchhoff o.fl., 2010). Ástæður fyrir rofi á samtengingum geta verið tæknilegar, eins og vefjaskaði, tog á samtenginguna eða bilun í heftibyssum (Dietz, 2011). Einnig getur ástand 106 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Birgir Örn Ólafsson, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala Ásta oroddsen, prófessor í hjúkrunarfræðideild hÍ Sýkingar í kjölfar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi Nýjungar: Sýkingar eftir skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Landspítala reyndust algengari en í ná- grannalöndum okkar. Hagnýting: niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að end- urskoðað verði verklag og ferli vegna sjúklinga sem fara í skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Landspítala, allt frá undirbúningi fyrir aðgerð, framkvæmd aðgerðarinnar og meðhöndlun eftir aðgerð.  Þekking: Þvagfærasýking var algengasta sýkingin hjá sjúkling - um sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Landspítala. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Þörf er á að endurskoða verklag við meðhöndlun sjúklinga með þvaglegg þannig að farið sé eftir ráðleggingum sýkingavarna um inniliggjandi þvagleggi. Einnig er þörf á að bæta skráningu fylgikvilla eftir skurðaðgerðir og auka eftirfylgni hjúkrunarfræðinga við sjúklinga eftir aðgerðir svo meta megi árangur hjúkrunar og bæta þjónustu. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.